Brúnni milli Rússlands og Krímskaga lokað eftir sprengingar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 15:24 Skjáskot úr myndbandi sem úkraínsk yfirvöld birtu í morgun af sprengingum undir brúnni. Úkraínska varnarmálaráðuneytið Úkraínsk yfirvöld segjast hafa gert sprengjuárás á brúna milli Rússlands og Krímskaga. Í tilkynningu frá þeim segir að ellefu hundruð kílóum af sprengjum hafi verið komið fyrir neðansjávar og þær hafi sprungið klukkan 5 að morgni á staðartíma. Fregnir hafa borist af áframhaldandi sprenginum í dag og lokað er fyrir umferð um brúna. Rússar hafa ekki staðfest fregnir um sprengingar en lokað var fyrir umferð um brúna snemma í morgun í nokkrar klukkustundir. Opnað var fyrir umferð á nýjan leik um tíuleytið að staðartíma. Lokað aftur fyrir umferð Fram kom hjá rússneska ríkissjónvarpinu að lokað hefði verið fyrir umferð um brúna í um það bil þrjár klukkustundir í morgun, en ekki væri hægt að staðfesta að Úkraínumenn hefðu komið ellefu hundruð kílóum af sprengjum fyrir undir brúnni, og að brúin væri í verulega slæmu ásigkomulagi. Skömmu eftir að úkraínsk yfirvöld gáfu út yfirlýsingu vegna sprenginganna fóru að berast fregnir af því að frekari sprengingar væru að eiga sér stað. Hvorki rússnesk né úkraínsk yfirvöld hafa staðfest þær fregnir, en lokað var fyrir umferð um brúna á nýjan leik um fjögurleytið að staðartíma. Í yfirlýsingu úkraínskra yfirvalda segir að árásin hafi verið skipulögð í marga mánuði. Þar segir að árásin hafi skilið brúna eftir í slæmu ásigkomulagi, svokölluðu neyðarástandi. Með yfirlýsingunni birtu þau myndband sem sýnir sprengjuárásina sem á að hafa átt sér stað. Kerch-brúin tengir Krímskaga við Rússland.Vísir/Sara Rut Þriðja árásin síðan stríðið hófst Brúin sem um ræðir heitir Kerch-brúin og var byggð eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Brúin var fullkláruð og tekin í notkun 2018 við mikinn fögnuð rússneskra yfirvalda. Úkraínumenn sem líta á Krímskaga sem hluta af Úkraínu segja að brúin sé kolólögleg. Úkraínumenn hafa tvisvar gert atlögu að brúnni eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Fyrst árið 2022 þegar þeir sprengdu vörubíl og hluti brúarinnar var eyðilagður. Önnur árás var gerð í júlí 2023 þegar tveir létust við sprengingar á brúnni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Rússar hafa ekki staðfest fregnir um sprengingar en lokað var fyrir umferð um brúna snemma í morgun í nokkrar klukkustundir. Opnað var fyrir umferð á nýjan leik um tíuleytið að staðartíma. Lokað aftur fyrir umferð Fram kom hjá rússneska ríkissjónvarpinu að lokað hefði verið fyrir umferð um brúna í um það bil þrjár klukkustundir í morgun, en ekki væri hægt að staðfesta að Úkraínumenn hefðu komið ellefu hundruð kílóum af sprengjum fyrir undir brúnni, og að brúin væri í verulega slæmu ásigkomulagi. Skömmu eftir að úkraínsk yfirvöld gáfu út yfirlýsingu vegna sprenginganna fóru að berast fregnir af því að frekari sprengingar væru að eiga sér stað. Hvorki rússnesk né úkraínsk yfirvöld hafa staðfest þær fregnir, en lokað var fyrir umferð um brúna á nýjan leik um fjögurleytið að staðartíma. Í yfirlýsingu úkraínskra yfirvalda segir að árásin hafi verið skipulögð í marga mánuði. Þar segir að árásin hafi skilið brúna eftir í slæmu ásigkomulagi, svokölluðu neyðarástandi. Með yfirlýsingunni birtu þau myndband sem sýnir sprengjuárásina sem á að hafa átt sér stað. Kerch-brúin tengir Krímskaga við Rússland.Vísir/Sara Rut Þriðja árásin síðan stríðið hófst Brúin sem um ræðir heitir Kerch-brúin og var byggð eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Brúin var fullkláruð og tekin í notkun 2018 við mikinn fögnuð rússneskra yfirvalda. Úkraínumenn sem líta á Krímskaga sem hluta af Úkraínu segja að brúin sé kolólögleg. Úkraínumenn hafa tvisvar gert atlögu að brúnni eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Fyrst árið 2022 þegar þeir sprengdu vörubíl og hluti brúarinnar var eyðilagður. Önnur árás var gerð í júlí 2023 þegar tveir létust við sprengingar á brúnni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira