Parks & Rec leikari skotinn af nágranna sínum Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2025 10:31 Jonathan Joss í þáttunum Parks and recreation. Leikarinn Jonathan Joss var skotinn til bana af nágranna sínum í Texas í gær. Eiginmaður Joss segir nágrannann vera hommahatara en þeir höfðu deilt um árabil. AP fréttaveitan segir að Joss hafi verið skotinn fyrir utan heimili hans og Tristan Kern de Gonzales í San Antonio sem skemmdist í eldsvoða í janúar. Einn af þremur hundum þeirra drapst í eldinum og de Gonzales segir þá hafa verið að syrgja hundinn þegar nágranni þeirra gekk upp að þeim og ógnaði þeim með byssu. Hann segir Joss hafa bjargað lífi sínu þegar nágranninn hóf skothríð á þá. „Hann var myrtur af einhverjum sem þoldi ekki að sjá tvo menn elska hvor annan,“ sagði de Gonzales. Joss er hvað þekktastur í Bandaríkjunum fyrir að talsetja John Redcorn úr teiknimyndaþáttunum King of the hill. Hann hefur einnig leikið í þáttum á borð við Parks and recreation og kvikmyndum eins og Magnificent Seven og True Grit, í tiltölulega smáum hlutverkum. Þá hefur Joss einnig talsett persónur í fjölda tölvuleikja gegnum árin og má þar nefna Cyberpunk 2077, Red Dead Redemption 2 og Days Gone. Engar vísbendingar um hatursglæp Lögreglan í San Antonio hefur gefið út yfirlýsingu um að enn sem komið er bendi ekkert til þess að Joss hafi verið myrtur vegna kynhneigðar hans. Hinn 56 ára gamli Sigfredo Alvarez Ceja hefur verið ákærður fyrir að myrða Joss. Sigfredo Ceja Alvarez hefur verið ákærður fyrir morðið.Getty/Lögreglustjórinn í Bexarsýslu. Samkvæmt lögreglunni hefur hann verið ákærður fyrir morð, en það gæti breyst líti vísbendingar um hatursglæp dagsins ljós. TMZ hefur eftir vitnum og nágrönnum að Joss og Ceja hafi lengi átt í miklum deilum. Þeir hafi rifist áður og jafnvel slegist. Miðillinn hefur eftir nágrönnum þeirra að Joss hafi brugðist reiður við því að finna beinagrind hundsins sem drapst og hafi verið að öskra á fólk sem var á gangi nærri húsinu. Þá hafi Ceja ekið upp að þeim og hafi á endanum skotið Joss til bana og flúið af vettvangi. Nágrannar Joss segja einnig að hann hafi reglulega gert undarlega hluti og sem dæmi hafi hann barið potta og pönnur á þaki húss síns um miðjar nætur. Húsið brann, samkvæmt þessum nágrönnum, þegar Joss notaði grill til að hita það eftir að borgaryfirvöld lokuðu á hita og rafmagn til hússins eftir að það var dæmt óíbúðarhæft. Í viðtali við héraðsmiðil í vetur sagði Joss að það hefði verið gert eftir að brotist var inn í hús hans og vírar rifnir úr veggjunum. Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Andlát Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
AP fréttaveitan segir að Joss hafi verið skotinn fyrir utan heimili hans og Tristan Kern de Gonzales í San Antonio sem skemmdist í eldsvoða í janúar. Einn af þremur hundum þeirra drapst í eldinum og de Gonzales segir þá hafa verið að syrgja hundinn þegar nágranni þeirra gekk upp að þeim og ógnaði þeim með byssu. Hann segir Joss hafa bjargað lífi sínu þegar nágranninn hóf skothríð á þá. „Hann var myrtur af einhverjum sem þoldi ekki að sjá tvo menn elska hvor annan,“ sagði de Gonzales. Joss er hvað þekktastur í Bandaríkjunum fyrir að talsetja John Redcorn úr teiknimyndaþáttunum King of the hill. Hann hefur einnig leikið í þáttum á borð við Parks and recreation og kvikmyndum eins og Magnificent Seven og True Grit, í tiltölulega smáum hlutverkum. Þá hefur Joss einnig talsett persónur í fjölda tölvuleikja gegnum árin og má þar nefna Cyberpunk 2077, Red Dead Redemption 2 og Days Gone. Engar vísbendingar um hatursglæp Lögreglan í San Antonio hefur gefið út yfirlýsingu um að enn sem komið er bendi ekkert til þess að Joss hafi verið myrtur vegna kynhneigðar hans. Hinn 56 ára gamli Sigfredo Alvarez Ceja hefur verið ákærður fyrir að myrða Joss. Sigfredo Ceja Alvarez hefur verið ákærður fyrir morðið.Getty/Lögreglustjórinn í Bexarsýslu. Samkvæmt lögreglunni hefur hann verið ákærður fyrir morð, en það gæti breyst líti vísbendingar um hatursglæp dagsins ljós. TMZ hefur eftir vitnum og nágrönnum að Joss og Ceja hafi lengi átt í miklum deilum. Þeir hafi rifist áður og jafnvel slegist. Miðillinn hefur eftir nágrönnum þeirra að Joss hafi brugðist reiður við því að finna beinagrind hundsins sem drapst og hafi verið að öskra á fólk sem var á gangi nærri húsinu. Þá hafi Ceja ekið upp að þeim og hafi á endanum skotið Joss til bana og flúið af vettvangi. Nágrannar Joss segja einnig að hann hafi reglulega gert undarlega hluti og sem dæmi hafi hann barið potta og pönnur á þaki húss síns um miðjar nætur. Húsið brann, samkvæmt þessum nágrönnum, þegar Joss notaði grill til að hita það eftir að borgaryfirvöld lokuðu á hita og rafmagn til hússins eftir að það var dæmt óíbúðarhæft. Í viðtali við héraðsmiðil í vetur sagði Joss að það hefði verið gert eftir að brotist var inn í hús hans og vírar rifnir úr veggjunum.
Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Andlát Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira