Parks & Rec leikari skotinn af nágranna sínum Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2025 10:31 Jonathan Joss í þáttunum Parks and recreation. Leikarinn Jonathan Joss var skotinn til bana af nágranna sínum í Texas í gær. Eiginmaður Joss segir nágrannann vera hommahatara en þeir höfðu deilt um árabil. AP fréttaveitan segir að Joss hafi verið skotinn fyrir utan heimili hans og Tristan Kern de Gonzales í San Antonio sem skemmdist í eldsvoða í janúar. Einn af þremur hundum þeirra drapst í eldinum og de Gonzales segir þá hafa verið að syrgja hundinn þegar nágranni þeirra gekk upp að þeim og ógnaði þeim með byssu. Hann segir Joss hafa bjargað lífi sínu þegar nágranninn hóf skothríð á þá. „Hann var myrtur af einhverjum sem þoldi ekki að sjá tvo menn elska hvor annan,“ sagði de Gonzales. Joss er hvað þekktastur í Bandaríkjunum fyrir að talsetja John Redcorn úr teiknimyndaþáttunum King of the hill. Hann hefur einnig leikið í þáttum á borð við Parks and recreation og kvikmyndum eins og Magnificent Seven og True Grit, í tiltölulega smáum hlutverkum. Þá hefur Joss einnig talsett persónur í fjölda tölvuleikja gegnum árin og má þar nefna Cyberpunk 2077, Red Dead Redemption 2 og Days Gone. Engar vísbendingar um hatursglæp Lögreglan í San Antonio hefur gefið út yfirlýsingu um að enn sem komið er bendi ekkert til þess að Joss hafi verið myrtur vegna kynhneigðar hans. Hinn 56 ára gamli Sigfredo Alvarez Ceja hefur verið ákærður fyrir að myrða Joss. Sigfredo Ceja Alvarez hefur verið ákærður fyrir morðið.Getty/Lögreglustjórinn í Bexarsýslu. Samkvæmt lögreglunni hefur hann verið ákærður fyrir morð, en það gæti breyst líti vísbendingar um hatursglæp dagsins ljós. TMZ hefur eftir vitnum og nágrönnum að Joss og Ceja hafi lengi átt í miklum deilum. Þeir hafi rifist áður og jafnvel slegist. Miðillinn hefur eftir nágrönnum þeirra að Joss hafi brugðist reiður við því að finna beinagrind hundsins sem drapst og hafi verið að öskra á fólk sem var á gangi nærri húsinu. Þá hafi Ceja ekið upp að þeim og hafi á endanum skotið Joss til bana og flúið af vettvangi. Nágrannar Joss segja einnig að hann hafi reglulega gert undarlega hluti og sem dæmi hafi hann barið potta og pönnur á þaki húss síns um miðjar nætur. Húsið brann, samkvæmt þessum nágrönnum, þegar Joss notaði grill til að hita það eftir að borgaryfirvöld lokuðu á hita og rafmagn til hússins eftir að það var dæmt óíbúðarhæft. Í viðtali við héraðsmiðil í vetur sagði Joss að það hefði verið gert eftir að brotist var inn í hús hans og vírar rifnir úr veggjunum. Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Andlát Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
AP fréttaveitan segir að Joss hafi verið skotinn fyrir utan heimili hans og Tristan Kern de Gonzales í San Antonio sem skemmdist í eldsvoða í janúar. Einn af þremur hundum þeirra drapst í eldinum og de Gonzales segir þá hafa verið að syrgja hundinn þegar nágranni þeirra gekk upp að þeim og ógnaði þeim með byssu. Hann segir Joss hafa bjargað lífi sínu þegar nágranninn hóf skothríð á þá. „Hann var myrtur af einhverjum sem þoldi ekki að sjá tvo menn elska hvor annan,“ sagði de Gonzales. Joss er hvað þekktastur í Bandaríkjunum fyrir að talsetja John Redcorn úr teiknimyndaþáttunum King of the hill. Hann hefur einnig leikið í þáttum á borð við Parks and recreation og kvikmyndum eins og Magnificent Seven og True Grit, í tiltölulega smáum hlutverkum. Þá hefur Joss einnig talsett persónur í fjölda tölvuleikja gegnum árin og má þar nefna Cyberpunk 2077, Red Dead Redemption 2 og Days Gone. Engar vísbendingar um hatursglæp Lögreglan í San Antonio hefur gefið út yfirlýsingu um að enn sem komið er bendi ekkert til þess að Joss hafi verið myrtur vegna kynhneigðar hans. Hinn 56 ára gamli Sigfredo Alvarez Ceja hefur verið ákærður fyrir að myrða Joss. Sigfredo Ceja Alvarez hefur verið ákærður fyrir morðið.Getty/Lögreglustjórinn í Bexarsýslu. Samkvæmt lögreglunni hefur hann verið ákærður fyrir morð, en það gæti breyst líti vísbendingar um hatursglæp dagsins ljós. TMZ hefur eftir vitnum og nágrönnum að Joss og Ceja hafi lengi átt í miklum deilum. Þeir hafi rifist áður og jafnvel slegist. Miðillinn hefur eftir nágrönnum þeirra að Joss hafi brugðist reiður við því að finna beinagrind hundsins sem drapst og hafi verið að öskra á fólk sem var á gangi nærri húsinu. Þá hafi Ceja ekið upp að þeim og hafi á endanum skotið Joss til bana og flúið af vettvangi. Nágrannar Joss segja einnig að hann hafi reglulega gert undarlega hluti og sem dæmi hafi hann barið potta og pönnur á þaki húss síns um miðjar nætur. Húsið brann, samkvæmt þessum nágrönnum, þegar Joss notaði grill til að hita það eftir að borgaryfirvöld lokuðu á hita og rafmagn til hússins eftir að það var dæmt óíbúðarhæft. Í viðtali við héraðsmiðil í vetur sagði Joss að það hefði verið gert eftir að brotist var inn í hús hans og vírar rifnir úr veggjunum.
Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Andlát Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira