Vilja ganga á milli bols og höfuðs á geimrannsóknum í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2025 11:58 Mynd Juno-geimfarsins af Júpíter. Leiðangur þess er einn af þeim sem repúblikanar í Bandaríkjunum vilja stöðva. ESO/L. Calçada & NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Athuganastöðin sem greindi þyngdarbylgjur í fyrsta skipti verður lömuð og fjöldi þekktra rannsóknarleiðangra í sólkerfinu stöðvaðir ef óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög næsta árs verða að veruleika. Niðurskurðinum er líkt við útrýmingu vísinda í Bandaríkjunum. Hvíta húsið birti óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög ársins 2026 fyrir helgi. Þær fela í sér stórfelldan niðurskurð á öllum grunnvísindarannsóknum í Bandaríkjunum og umfangsmesta samdrátt í framlögum til geimrannsóknastofnunarinnar NASA frá stofnun hennar. Á meðal þess sem er á skurðborði forsetans er önnur af tveimur athuganastöðvum LIGO-verkefnisins svonefnda sem var það fyrsta sem náði að staðfesta tilvist þyngdarbylgna árið 2015. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2017 voru veitt vegna uppgötvunarinnar. Verkefnið er háð því að báðar starfsstöðvarnar í Bandaríkjunum vinni saman ásamt fleiri alþjóðlegum samstarfsaðilum. Hjá NASA vill forsetinn skera niður framlögin um nærri fjórðung. Það væri stærsti niðurskurður á fjárheimildum stofnunarinnar á milli ára frá því að henni var komið á fót árið 1961 samkvæmt útreikningum félagasamtakanna The Planetary Society. Tillögur Hvíta hússins endurspegla áherslur forsetans en það er í höndum Bandaríkjaþings að ákveða hvernig fjárlög næsta árs verða. Plútófarið lagt af og engin sýni sótt til Mars Um þriðjungi starfsfólks NASA yrði sagt upp og vísindarannsóknir hennar skornar niður um 47 prósent næðu óskir Bandaríkjaforseta fram að ganga. Þetta þýddi að þekktum leiðöngrum yrði slaufað og hætt yrði við nýja. Þannig yrði leiðangri New Horizons-geimfarsins, sem var það fyrsta til að heimsækja dvergreikistjörnuna Plútó árið 2015, hætt. Geimfarið er nú statt í ystu kimum sólkerfisins. Sömu örlög biðu Juno-geimfarsins sem hefur verið á braut um Júpíter frá 2016. New Horizons geimfarið tók þessa mynd af yfirborði Plútó árið 2015. Geimfarið er nú að rannsaka ystu kima sólkerfisins en þær rannsóknir gætu stöðvast innan skamms ef Bandaríkjaforseta verður að vilja sínum.NASA Ekkert yrði af leiðangri sem á að sækja jarðvegssýni sem Perseverance-geimjeppinn hefur safnað á Mars eða Rosland Franklin-leiðangrinum sem á að leita að merkjum um líf þar í samstarfi við evrópsku geimstofnunina. Rekstri tveggja brautarfara sem ganga um rauðu reikistjörnuna, Maven og Mars Odyssey, yrði jafnframt hætt, að því er kemur fram í frétt Space.com. The Planetary Society lýsir niðurskurðinum sem „útrýmingarviðburði“ í bandarískum vísindastarfi. Samtökin telja óhugsandi að Bandaríkjaþing eigi eftir að samþykkja svo róttækan niðurskurð. Blóðugur niðurskurður á vísindastyrkjum Niðurskurðarkrafan til Vísindasjóðs Bandaríkjanna (NSF), sem styrkir stóran hluta grunnrannsókna bandarískra háskóla, er enn meiri, 56 prósent á milli ára. Aðeins sjö prósent umsækjenda um styrki úr sjóðnum gætu átt von á að fá umsókn sína samþykkta í stað eins og af hverjum fjórum áður, að því er segir í frétt vísindaritsins Science. Taki Bandaríkjaþing upp tillögu forsetans styrkti NSF aðeins smíði annars af tveimur stórum sjónaukum sem bandarískir vísindamenn vilja. Risavaxni Magellan-sjónaukinn í Atacama-eyðimörkinni í Síle hlaut náð fyrir augum forsetans en ekki Þrjátíu metra sjónaukinni (TMT) á Havaí. Jafnvel verkefni sem núverandi Bandaríkjastjórn hefur lýst sem forgangsmálum sínum eru ekki óhullt fyrir niðurskurðarhnífnum. Þannig vill Bandaríkjaforseti skera framlög NSF til rannsókna á hátækniframleiðslu niður um 65 prósent, dvergrásatækni um 54 prósent og líftækni um þrjátíu prósent. Aðeins gervigreind og skammtaupplýsingatækni halda sínu eða fá smá innspýtingu. Geimurinn Vísindi Tækni Bandaríkin Donald Trump Mars Júpíter Plútó Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Hvíta húsið birti óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög ársins 2026 fyrir helgi. Þær fela í sér stórfelldan niðurskurð á öllum grunnvísindarannsóknum í Bandaríkjunum og umfangsmesta samdrátt í framlögum til geimrannsóknastofnunarinnar NASA frá stofnun hennar. Á meðal þess sem er á skurðborði forsetans er önnur af tveimur athuganastöðvum LIGO-verkefnisins svonefnda sem var það fyrsta sem náði að staðfesta tilvist þyngdarbylgna árið 2015. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2017 voru veitt vegna uppgötvunarinnar. Verkefnið er háð því að báðar starfsstöðvarnar í Bandaríkjunum vinni saman ásamt fleiri alþjóðlegum samstarfsaðilum. Hjá NASA vill forsetinn skera niður framlögin um nærri fjórðung. Það væri stærsti niðurskurður á fjárheimildum stofnunarinnar á milli ára frá því að henni var komið á fót árið 1961 samkvæmt útreikningum félagasamtakanna The Planetary Society. Tillögur Hvíta hússins endurspegla áherslur forsetans en það er í höndum Bandaríkjaþings að ákveða hvernig fjárlög næsta árs verða. Plútófarið lagt af og engin sýni sótt til Mars Um þriðjungi starfsfólks NASA yrði sagt upp og vísindarannsóknir hennar skornar niður um 47 prósent næðu óskir Bandaríkjaforseta fram að ganga. Þetta þýddi að þekktum leiðöngrum yrði slaufað og hætt yrði við nýja. Þannig yrði leiðangri New Horizons-geimfarsins, sem var það fyrsta til að heimsækja dvergreikistjörnuna Plútó árið 2015, hætt. Geimfarið er nú statt í ystu kimum sólkerfisins. Sömu örlög biðu Juno-geimfarsins sem hefur verið á braut um Júpíter frá 2016. New Horizons geimfarið tók þessa mynd af yfirborði Plútó árið 2015. Geimfarið er nú að rannsaka ystu kima sólkerfisins en þær rannsóknir gætu stöðvast innan skamms ef Bandaríkjaforseta verður að vilja sínum.NASA Ekkert yrði af leiðangri sem á að sækja jarðvegssýni sem Perseverance-geimjeppinn hefur safnað á Mars eða Rosland Franklin-leiðangrinum sem á að leita að merkjum um líf þar í samstarfi við evrópsku geimstofnunina. Rekstri tveggja brautarfara sem ganga um rauðu reikistjörnuna, Maven og Mars Odyssey, yrði jafnframt hætt, að því er kemur fram í frétt Space.com. The Planetary Society lýsir niðurskurðinum sem „útrýmingarviðburði“ í bandarískum vísindastarfi. Samtökin telja óhugsandi að Bandaríkjaþing eigi eftir að samþykkja svo róttækan niðurskurð. Blóðugur niðurskurður á vísindastyrkjum Niðurskurðarkrafan til Vísindasjóðs Bandaríkjanna (NSF), sem styrkir stóran hluta grunnrannsókna bandarískra háskóla, er enn meiri, 56 prósent á milli ára. Aðeins sjö prósent umsækjenda um styrki úr sjóðnum gætu átt von á að fá umsókn sína samþykkta í stað eins og af hverjum fjórum áður, að því er segir í frétt vísindaritsins Science. Taki Bandaríkjaþing upp tillögu forsetans styrkti NSF aðeins smíði annars af tveimur stórum sjónaukum sem bandarískir vísindamenn vilja. Risavaxni Magellan-sjónaukinn í Atacama-eyðimörkinni í Síle hlaut náð fyrir augum forsetans en ekki Þrjátíu metra sjónaukinni (TMT) á Havaí. Jafnvel verkefni sem núverandi Bandaríkjastjórn hefur lýst sem forgangsmálum sínum eru ekki óhullt fyrir niðurskurðarhnífnum. Þannig vill Bandaríkjaforseti skera framlög NSF til rannsókna á hátækniframleiðslu niður um 65 prósent, dvergrásatækni um 54 prósent og líftækni um þrjátíu prósent. Aðeins gervigreind og skammtaupplýsingatækni halda sínu eða fá smá innspýtingu.
Geimurinn Vísindi Tækni Bandaríkin Donald Trump Mars Júpíter Plútó Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira