Kemur þín háskólagráða úr kornflakes pakka? Davíð Már Sigurðsson skrifar 1. júní 2025 22:02 Íslenskt menntakerfi hefur átt undir högg að sækja ef marka má umfjöllun síðustu ára, sbr. niðurstöður úr PISA og auðvitað frumvörp um gjaldfellingu á virði einkunna í boði Flokks Fólksins. En hvernig komumst við hingað? Gæti vandinn verið sjálfskapaður að einhverju leyti? Tökum dæmi um stefnumótun í skólastarfi hérlendis. Hvers vegna hefur hún fyrst og fremst horft til sjónarmiða þeirra sem kvarta mest og gengur verst? Eru það raddirnar sem eru líklegar til að leysa vandann? Myndir þú þiggja fjármálaráðgjöf frá einstaklingum sem eru alltaf blankir? Eða frá þeim óhamingjusömustu um hvernig þér gæti liðið betur? Er þessir aðilar endilega góðar fyrirmyndir til að leita til um hvernig best sé að gera hlutina? Það er í besta falli ólíklegt. En hvers vegna er það í lagi í skólamálum? Háskólarnir kvarta yfir því að menntaskólanemendur mæti illa í stakk búnir til að takast á við kröfur háskólanna. Menntaskólarnir segja sömu sögu varðandi grunnskólana, sem vísa svo til leikskólanna. Einhvers staðar er pottur brotinn, og sama við hvaða kennarastétt þú ræðir, þá virðist enginn vera sáttur við hvert verið er að stefna, en færri tilbúnir til að benda opinberlega á hvað veldur þessar niðursveiflu í getu nemenda. Hvað afleiðingar hefur það á heildarmengið ef viðmið um hæfni nemenda eru sífellt lækkuð. Það ekki eitthvað sem eykur skilvirkni, framleiðni eða árangur. Nemendur þvert á skólastig ættu ekki að geta kvartað sig upp í hærri einkunn. Það þurfa að vera viðurlög fyrir því að gera hlutina með hálfum hug. Því hvers konar hvata býr það til fyrir nemendurna sem svo leggja sig fram. Hvaða afleiðingar hefur það til lengri tíma. Sérstaklega ef krafa launafólks um að menntun sé metin til launa á að taka alvarlega. Það kann ekki góðri lukka að stýra ef allir og amma þeirra komast í gegn. Upphaflega var gagnfræðapróf flottur pappír, svo tók stúdentsprófið við. Gott og vel flestir kláruðu það í kringum tvítugsaldurinn. Næst var það Bakkalár og núna er það á góðri leið með að verða Mastergráða. Hvar á þetta að stoppa? Margir hafa hvorki tíma né aðstæður til að ná sér í doktorinn. Ef háskólanám er ekki lengur gæðastimpill, af hverju ætti hið opinbera eða atvinnulífið þá að borga fyrir það. Ekki má gleyma því að það er einfaldlega langt frá því sjálfbært að bróðurpartur ungs fólk sé ekki kominn á vinnumarkaðinn fyrr en í fyrsta lagi í kringum 25 árin. Jafnvel með menntun sem enginn mun borga þeim fyrir að hafa farteskinu. Viltu að þín gráða komi úr kornflexpakka? Höfundur er kennari og áhugamaður um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Skóla- og menntamál Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Íslenskt menntakerfi hefur átt undir högg að sækja ef marka má umfjöllun síðustu ára, sbr. niðurstöður úr PISA og auðvitað frumvörp um gjaldfellingu á virði einkunna í boði Flokks Fólksins. En hvernig komumst við hingað? Gæti vandinn verið sjálfskapaður að einhverju leyti? Tökum dæmi um stefnumótun í skólastarfi hérlendis. Hvers vegna hefur hún fyrst og fremst horft til sjónarmiða þeirra sem kvarta mest og gengur verst? Eru það raddirnar sem eru líklegar til að leysa vandann? Myndir þú þiggja fjármálaráðgjöf frá einstaklingum sem eru alltaf blankir? Eða frá þeim óhamingjusömustu um hvernig þér gæti liðið betur? Er þessir aðilar endilega góðar fyrirmyndir til að leita til um hvernig best sé að gera hlutina? Það er í besta falli ólíklegt. En hvers vegna er það í lagi í skólamálum? Háskólarnir kvarta yfir því að menntaskólanemendur mæti illa í stakk búnir til að takast á við kröfur háskólanna. Menntaskólarnir segja sömu sögu varðandi grunnskólana, sem vísa svo til leikskólanna. Einhvers staðar er pottur brotinn, og sama við hvaða kennarastétt þú ræðir, þá virðist enginn vera sáttur við hvert verið er að stefna, en færri tilbúnir til að benda opinberlega á hvað veldur þessar niðursveiflu í getu nemenda. Hvað afleiðingar hefur það á heildarmengið ef viðmið um hæfni nemenda eru sífellt lækkuð. Það ekki eitthvað sem eykur skilvirkni, framleiðni eða árangur. Nemendur þvert á skólastig ættu ekki að geta kvartað sig upp í hærri einkunn. Það þurfa að vera viðurlög fyrir því að gera hlutina með hálfum hug. Því hvers konar hvata býr það til fyrir nemendurna sem svo leggja sig fram. Hvaða afleiðingar hefur það til lengri tíma. Sérstaklega ef krafa launafólks um að menntun sé metin til launa á að taka alvarlega. Það kann ekki góðri lukka að stýra ef allir og amma þeirra komast í gegn. Upphaflega var gagnfræðapróf flottur pappír, svo tók stúdentsprófið við. Gott og vel flestir kláruðu það í kringum tvítugsaldurinn. Næst var það Bakkalár og núna er það á góðri leið með að verða Mastergráða. Hvar á þetta að stoppa? Margir hafa hvorki tíma né aðstæður til að ná sér í doktorinn. Ef háskólanám er ekki lengur gæðastimpill, af hverju ætti hið opinbera eða atvinnulífið þá að borga fyrir það. Ekki má gleyma því að það er einfaldlega langt frá því sjálfbært að bróðurpartur ungs fólk sé ekki kominn á vinnumarkaðinn fyrr en í fyrsta lagi í kringum 25 árin. Jafnvel með menntun sem enginn mun borga þeim fyrir að hafa farteskinu. Viltu að þín gráða komi úr kornflexpakka? Höfundur er kennari og áhugamaður um menntamál
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun