Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 1. júní 2025 12:39 Jens Andri Fylkisson segir fimmtán mínútna pásu eftir atriði FM95Blö hafa gert útslagið og leitt til þess að salurinn tæmdist algjörlega. Vísir/Viktor Freyr Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. Tónleikarnir Ferming aldarinnar á vegum FM95BLÖ fóru fram í gær en mikill troðningur myndaðist á seinni hluta þeirra. Tónleikarnir stóðu yfir í átta tíma frá klukkan 17 til 1 en húsið opnaði klukkan 16. Þrír voru fluttir á slysadeild og tveir handteknir fyrir brot á vopnalögum auk þess sem tilkynnt var um líkamsárás. Á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og í nótt lýsti fólk því að takmörkuð gæsla hefði verið á viðburðinum og pissað hefði verið á gólfið vegna bágrar salernisaðstöðu. Þá fóru einhverjir snemma heim vegna troðnings og krefjast endurgreiðslu. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögreglu hafa verið með töluverðan viðbúnað á viðburðinum. „Það kom fjöldi aðstoðarbeiðna frá tónleikagestum í og við Laugardalshöllina. Það komu upp fíkniefnamál, vopnalagabrot, aðilar teknir með hnífa og hnúajárn,“ segir Ásmundur. „Það þarf að fara yfir eftir helgina með tónleikahöldurum hvernig skipulagið var þarna á tónleikum. Lögreglan mun boða þessa aðila á sinn fund og fara yfir skipulagið, hvernig því var háttað á þessum viðburði.“ Mikill hiti og allir á leið í anddyrið Jens Andri Fylkisson, eigandi Icelandic Security og yfirmaður öryggisgæslu á viðburðinum, segir öryggisgæslu hafa verið vel mannaða á viðburðinum og fjöldi gesta hafa verið innan leyfilegra ellefu þúsund marka hallarinnar. Mikill troðningur hafi hins vegar myndast um tíuleytið beint eftir að FM95Blö kláruðu sína dagskrá. „Það myndast þessi mikli troðningur þegar einu atriðinu lauk. Þá var korters pása og tíu þúsund manns reyna að komast út á sama tíma. Svo gengur það ekki og fólk reynir að komast til baka. Þá myndast þrýstingur í báðar áttir og það tók bæði okkur og lögregluna smá tíma að ná hringrásarkerfi á umferðina,“ segir Jens. Neyðarútgangar voru opnaðir um tíuleytið svo fólk kæmist út í ferskt loft. Að sögn sjónarvotta var þá nánast frjálst flæði inn og út úr höllinni, ef fólk gat komist að útgöngunum.Vísir/Júlíus Þór Það eru oft fjölmennir viðburðir þarna. Hvað orsakar að þetta gerist á þessum viðburði? „Þetta er bara af því að það eru allir að gera þetta á sama tíma,“ segir hann. „Hitinn í húsinu var mikill og svo þegar það kemur pása vilja allir komast fram, kaupa sér áfengi og komast í ferskt loft. Það leita allir í sömu átt og það gengur ekki upp, tíu þúsund manns á sama tíma.“ Gekk illa að fá fólk til að hlýða Jens segir að það hafi ekki verið of margt fólk á viðburðinum né öryggisgæslan illa mönnuð. Laugardalshöllin leyfir ellefu þúsund gesti en að sögn Jens voru á bilinu 9.500 til tíu þúsund manns á svæðinu. Forðast hefði mátt troðninginn með betra skipulagi. Hefði verið hægt að gera þetta öðruvísi? Hvað vantaði upp á til að forðast þetta? „Stjórna sviðinu þannig það myndist ekki svona pása. Við breyttum því svo það væri þéttari dagskrá,“ segir Jens. Hefði pásan ekki verið svo löng segist Jens viss um að það hefðu ekki allir farið út á sama tíma. Margir rifu upp tólið þegar þeir komust út, eflaust einhverjir til að óska eftir að vera sóttir en samkvæmt upplýsingum fréttastofu yfirgáfu margir tónleikana áður en þeir kláruðust. Þarna er klukkan í kringum 22.Vísir/Júlíus Þór Hefði ekki verið hægt að beina fólki betur út? „Þetta er bara það mikið magn. Húsið ræður alveg við þennan fjölda og salurinn en þegar allir ætla út á sama tíma þá ræður anddyrið ekki við það. Svo gekk bara mjög illa að fá fólk til þess að hlýða, fara upp öðrum megin og niður hinum megin,“ segir Jens. „Við vorum með fullt af starfsfólki í þessari þvögu og það er starfsfólk frá mér sem er með áverka.“ Hvernig var mönnunin? Voruð þið undirmönnuð? „Nei nei, við vorum alveg vel mönnuð og bættum meira að segja við í lokin. Lögreglan var líka á svæðinu og var inni í þvögunni að hjálpa okkur þar sem mesta kraðakið var,“ segir hann. Hleypa þyrfti út á fleiri stöðum Troðningsástandið entist í minna en hálftíma að sögn Jens en fyrir utan það hafi viðburðurinn heilt yfir gengið vel. Hægt sé að fyrirbyggja troðning framvegis með fleiri útgöngum og betra skipulagi á dagskrá. Hefurðu lent í einhverju sambærilegu áður? „Kannski ekki af þessari stærðargráðu en þetta gerist alveg á viðburðum að anddyri höndla ekki alla sem eru í salnum. Anddyrin eru aldrei jafnstór og salurinn. Það var alveg rúmt um alla í salnum,“ segir hann. Gestir fyrir utan neyðarútganginn um klukkan 22 í gærkvöldi, þegar enn voru þrír tímar eftir af tónleikunum.Vísir/Júlíus Þór Sögur af bágri salernisaðstöðu bárust einnig af viðburðinum en Jens segir óumflýjanlegt að raðir myndist á viðburðum sem þessum. Hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja svona troðning? „Það þarf að vera útisvæði á öðrum stað þannig það sé hægt að hleypa út úr salnum á tveimur stöðum,“ segir Jens. Þá hefði þurft að stytta það langa stopp sem var á dagskránni. Fyrir utan þennan troðning um tíuleytið segir Jens að viðburðurinn hafi heilt yfir gengið vel. Lítið hafi verið um alvarleg ofbeldisbrot, innskönnun á viðburðinn hafi gengið vel og fólk almennt hagað sér með friði og spekt. Tíu þúsund manns lögðu leið sína á tónleikana í Laugardalshöll í gærkvöldi.Vísir/Viktor Freyr Tónleikarnir voru gríðarlega vel sóttir, kannski aðeins of vel.Vísir/Viktor Freyr Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Tónleikarnir Ferming aldarinnar á vegum FM95BLÖ fóru fram í gær en mikill troðningur myndaðist á seinni hluta þeirra. Tónleikarnir stóðu yfir í átta tíma frá klukkan 17 til 1 en húsið opnaði klukkan 16. Þrír voru fluttir á slysadeild og tveir handteknir fyrir brot á vopnalögum auk þess sem tilkynnt var um líkamsárás. Á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og í nótt lýsti fólk því að takmörkuð gæsla hefði verið á viðburðinum og pissað hefði verið á gólfið vegna bágrar salernisaðstöðu. Þá fóru einhverjir snemma heim vegna troðnings og krefjast endurgreiðslu. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögreglu hafa verið með töluverðan viðbúnað á viðburðinum. „Það kom fjöldi aðstoðarbeiðna frá tónleikagestum í og við Laugardalshöllina. Það komu upp fíkniefnamál, vopnalagabrot, aðilar teknir með hnífa og hnúajárn,“ segir Ásmundur. „Það þarf að fara yfir eftir helgina með tónleikahöldurum hvernig skipulagið var þarna á tónleikum. Lögreglan mun boða þessa aðila á sinn fund og fara yfir skipulagið, hvernig því var háttað á þessum viðburði.“ Mikill hiti og allir á leið í anddyrið Jens Andri Fylkisson, eigandi Icelandic Security og yfirmaður öryggisgæslu á viðburðinum, segir öryggisgæslu hafa verið vel mannaða á viðburðinum og fjöldi gesta hafa verið innan leyfilegra ellefu þúsund marka hallarinnar. Mikill troðningur hafi hins vegar myndast um tíuleytið beint eftir að FM95Blö kláruðu sína dagskrá. „Það myndast þessi mikli troðningur þegar einu atriðinu lauk. Þá var korters pása og tíu þúsund manns reyna að komast út á sama tíma. Svo gengur það ekki og fólk reynir að komast til baka. Þá myndast þrýstingur í báðar áttir og það tók bæði okkur og lögregluna smá tíma að ná hringrásarkerfi á umferðina,“ segir Jens. Neyðarútgangar voru opnaðir um tíuleytið svo fólk kæmist út í ferskt loft. Að sögn sjónarvotta var þá nánast frjálst flæði inn og út úr höllinni, ef fólk gat komist að útgöngunum.Vísir/Júlíus Þór Það eru oft fjölmennir viðburðir þarna. Hvað orsakar að þetta gerist á þessum viðburði? „Þetta er bara af því að það eru allir að gera þetta á sama tíma,“ segir hann. „Hitinn í húsinu var mikill og svo þegar það kemur pása vilja allir komast fram, kaupa sér áfengi og komast í ferskt loft. Það leita allir í sömu átt og það gengur ekki upp, tíu þúsund manns á sama tíma.“ Gekk illa að fá fólk til að hlýða Jens segir að það hafi ekki verið of margt fólk á viðburðinum né öryggisgæslan illa mönnuð. Laugardalshöllin leyfir ellefu þúsund gesti en að sögn Jens voru á bilinu 9.500 til tíu þúsund manns á svæðinu. Forðast hefði mátt troðninginn með betra skipulagi. Hefði verið hægt að gera þetta öðruvísi? Hvað vantaði upp á til að forðast þetta? „Stjórna sviðinu þannig það myndist ekki svona pása. Við breyttum því svo það væri þéttari dagskrá,“ segir Jens. Hefði pásan ekki verið svo löng segist Jens viss um að það hefðu ekki allir farið út á sama tíma. Margir rifu upp tólið þegar þeir komust út, eflaust einhverjir til að óska eftir að vera sóttir en samkvæmt upplýsingum fréttastofu yfirgáfu margir tónleikana áður en þeir kláruðust. Þarna er klukkan í kringum 22.Vísir/Júlíus Þór Hefði ekki verið hægt að beina fólki betur út? „Þetta er bara það mikið magn. Húsið ræður alveg við þennan fjölda og salurinn en þegar allir ætla út á sama tíma þá ræður anddyrið ekki við það. Svo gekk bara mjög illa að fá fólk til þess að hlýða, fara upp öðrum megin og niður hinum megin,“ segir Jens. „Við vorum með fullt af starfsfólki í þessari þvögu og það er starfsfólk frá mér sem er með áverka.“ Hvernig var mönnunin? Voruð þið undirmönnuð? „Nei nei, við vorum alveg vel mönnuð og bættum meira að segja við í lokin. Lögreglan var líka á svæðinu og var inni í þvögunni að hjálpa okkur þar sem mesta kraðakið var,“ segir hann. Hleypa þyrfti út á fleiri stöðum Troðningsástandið entist í minna en hálftíma að sögn Jens en fyrir utan það hafi viðburðurinn heilt yfir gengið vel. Hægt sé að fyrirbyggja troðning framvegis með fleiri útgöngum og betra skipulagi á dagskrá. Hefurðu lent í einhverju sambærilegu áður? „Kannski ekki af þessari stærðargráðu en þetta gerist alveg á viðburðum að anddyri höndla ekki alla sem eru í salnum. Anddyrin eru aldrei jafnstór og salurinn. Það var alveg rúmt um alla í salnum,“ segir hann. Gestir fyrir utan neyðarútganginn um klukkan 22 í gærkvöldi, þegar enn voru þrír tímar eftir af tónleikunum.Vísir/Júlíus Þór Sögur af bágri salernisaðstöðu bárust einnig af viðburðinum en Jens segir óumflýjanlegt að raðir myndist á viðburðum sem þessum. Hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja svona troðning? „Það þarf að vera útisvæði á öðrum stað þannig það sé hægt að hleypa út úr salnum á tveimur stöðum,“ segir Jens. Þá hefði þurft að stytta það langa stopp sem var á dagskránni. Fyrir utan þennan troðning um tíuleytið segir Jens að viðburðurinn hafi heilt yfir gengið vel. Lítið hafi verið um alvarleg ofbeldisbrot, innskönnun á viðburðinn hafi gengið vel og fólk almennt hagað sér með friði og spekt. Tíu þúsund manns lögðu leið sína á tónleikana í Laugardalshöll í gærkvöldi.Vísir/Viktor Freyr Tónleikarnir voru gríðarlega vel sóttir, kannski aðeins of vel.Vísir/Viktor Freyr
Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira