Íslensk fyrirtæki geti endurheimt verulegar fjárhæðir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. maí 2025 13:37 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastóri SAF, vonast til þess að sem flest íslensk hótel taki þátt í málsókninni. Vísir/Arnar Samtök ferðaþjónustunnar, evrópsku hagsmunasamtökin HOTREC og yfir 25 landssamtök fyrirtækja í gistiþjónustu víðs vegar um Evrópu standa nú sameiginlega að hópmálsókn gegn bókunarfyrirtækinu Booking.com. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastóri SAF, vonast til þess að sem flest íslensk hótel taki þátt í málsókninni. Í því felist möguleiki til að endurheimta verulegar fjárhæðir frá fyrirtækinu. Hópmálsóknin byggir á dómi Evrópudómstólsins frá því í fyrra um að svokallaðir verðjöfnunarskilmálar fyrirtækisins hafi brotið gegn samkeppnislögum Evrópusambandsins. Á tuttugu ára tímabili frá 2004 til 2024 hafi Booking.com notað samkeppnishamlandi skilmála sem settu íslensk hótel „í óhagstæða samkeppnisstöðu og ollu rekstraraðilum verulegu fjárhagslegu tjóni,“ að því er segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. „Þessir skilmálar voru í september síðastliðnum dæmdir ólöglegir af Evrópudómstólnum og þar með hefur myndast réttur til þess að gera kröfu um skaðabætur vegna þessa,“ segir Jóhannes Þór. Mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki „Það sem er í húfi fyrir íslensk fyrirtæki þarna er í rauninni að endurheimta verulegar fjárhæðir frá fyrirtækinu vegna þess að þóknanir þess hafa verið of háar miðað við þessa ólöglegu skilmála á þessu tímabili. Og ekki síður að sýna það og taka þátt í þeirri samstöðu sem að felst í því að evrópsk fyrirtæki á gistimarkaði skuli taka sig saman og standa saman og sýna svona markaðsráðandi aðilum að þau geti staðið saman um að sækja bætur þegar að svona ólöglegum skilmálum er beitt,“ segir Jóhannes. Hann hvetur fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu á Íslandi til að kynna sér málið á vef samtakanna og „skrái sig sem flest til leiks og taki þátt í þessari málsókn.“ Hann kveðst ekki hafa upplýsingar að svo stöddu um það hve mörg fyrirtæki á Íslandi hafi meldað sig til þátttöku í hópmálssókninni. „Þetta fór í loftið, skráningarsíðan, bara á miðvikudaginn og við vorum að setja út í gær upplýsingar á íslensku um þetta. En ég geri ráð fyrir því að það verði þónokkur íslensk fyrirtæki sem vilja taka þátt í þessu. Við hvetjum öll íslensk fyrirtæki sem að uppfylla þessi skilyrði, þessi einföldu skilyrði að vera hótel sem hefur verið í viðskiptum við Booking á þessu tímabili, að kynna sér upplýsingarnar og taka þátt.“ Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Hópmálsóknin byggir á dómi Evrópudómstólsins frá því í fyrra um að svokallaðir verðjöfnunarskilmálar fyrirtækisins hafi brotið gegn samkeppnislögum Evrópusambandsins. Á tuttugu ára tímabili frá 2004 til 2024 hafi Booking.com notað samkeppnishamlandi skilmála sem settu íslensk hótel „í óhagstæða samkeppnisstöðu og ollu rekstraraðilum verulegu fjárhagslegu tjóni,“ að því er segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. „Þessir skilmálar voru í september síðastliðnum dæmdir ólöglegir af Evrópudómstólnum og þar með hefur myndast réttur til þess að gera kröfu um skaðabætur vegna þessa,“ segir Jóhannes Þór. Mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki „Það sem er í húfi fyrir íslensk fyrirtæki þarna er í rauninni að endurheimta verulegar fjárhæðir frá fyrirtækinu vegna þess að þóknanir þess hafa verið of háar miðað við þessa ólöglegu skilmála á þessu tímabili. Og ekki síður að sýna það og taka þátt í þeirri samstöðu sem að felst í því að evrópsk fyrirtæki á gistimarkaði skuli taka sig saman og standa saman og sýna svona markaðsráðandi aðilum að þau geti staðið saman um að sækja bætur þegar að svona ólöglegum skilmálum er beitt,“ segir Jóhannes. Hann hvetur fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu á Íslandi til að kynna sér málið á vef samtakanna og „skrái sig sem flest til leiks og taki þátt í þessari málsókn.“ Hann kveðst ekki hafa upplýsingar að svo stöddu um það hve mörg fyrirtæki á Íslandi hafi meldað sig til þátttöku í hópmálssókninni. „Þetta fór í loftið, skráningarsíðan, bara á miðvikudaginn og við vorum að setja út í gær upplýsingar á íslensku um þetta. En ég geri ráð fyrir því að það verði þónokkur íslensk fyrirtæki sem vilja taka þátt í þessu. Við hvetjum öll íslensk fyrirtæki sem að uppfylla þessi skilyrði, þessi einföldu skilyrði að vera hótel sem hefur verið í viðskiptum við Booking á þessu tímabili, að kynna sér upplýsingarnar og taka þátt.“
Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira