Íslensk fyrirtæki geti endurheimt verulegar fjárhæðir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. maí 2025 13:37 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastóri SAF, vonast til þess að sem flest íslensk hótel taki þátt í málsókninni. Vísir/Arnar Samtök ferðaþjónustunnar, evrópsku hagsmunasamtökin HOTREC og yfir 25 landssamtök fyrirtækja í gistiþjónustu víðs vegar um Evrópu standa nú sameiginlega að hópmálsókn gegn bókunarfyrirtækinu Booking.com. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastóri SAF, vonast til þess að sem flest íslensk hótel taki þátt í málsókninni. Í því felist möguleiki til að endurheimta verulegar fjárhæðir frá fyrirtækinu. Hópmálsóknin byggir á dómi Evrópudómstólsins frá því í fyrra um að svokallaðir verðjöfnunarskilmálar fyrirtækisins hafi brotið gegn samkeppnislögum Evrópusambandsins. Á tuttugu ára tímabili frá 2004 til 2024 hafi Booking.com notað samkeppnishamlandi skilmála sem settu íslensk hótel „í óhagstæða samkeppnisstöðu og ollu rekstraraðilum verulegu fjárhagslegu tjóni,“ að því er segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. „Þessir skilmálar voru í september síðastliðnum dæmdir ólöglegir af Evrópudómstólnum og þar með hefur myndast réttur til þess að gera kröfu um skaðabætur vegna þessa,“ segir Jóhannes Þór. Mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki „Það sem er í húfi fyrir íslensk fyrirtæki þarna er í rauninni að endurheimta verulegar fjárhæðir frá fyrirtækinu vegna þess að þóknanir þess hafa verið of háar miðað við þessa ólöglegu skilmála á þessu tímabili. Og ekki síður að sýna það og taka þátt í þeirri samstöðu sem að felst í því að evrópsk fyrirtæki á gistimarkaði skuli taka sig saman og standa saman og sýna svona markaðsráðandi aðilum að þau geti staðið saman um að sækja bætur þegar að svona ólöglegum skilmálum er beitt,“ segir Jóhannes. Hann hvetur fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu á Íslandi til að kynna sér málið á vef samtakanna og „skrái sig sem flest til leiks og taki þátt í þessari málsókn.“ Hann kveðst ekki hafa upplýsingar að svo stöddu um það hve mörg fyrirtæki á Íslandi hafi meldað sig til þátttöku í hópmálssókninni. „Þetta fór í loftið, skráningarsíðan, bara á miðvikudaginn og við vorum að setja út í gær upplýsingar á íslensku um þetta. En ég geri ráð fyrir því að það verði þónokkur íslensk fyrirtæki sem vilja taka þátt í þessu. Við hvetjum öll íslensk fyrirtæki sem að uppfylla þessi skilyrði, þessi einföldu skilyrði að vera hótel sem hefur verið í viðskiptum við Booking á þessu tímabili, að kynna sér upplýsingarnar og taka þátt.“ Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Hópmálsóknin byggir á dómi Evrópudómstólsins frá því í fyrra um að svokallaðir verðjöfnunarskilmálar fyrirtækisins hafi brotið gegn samkeppnislögum Evrópusambandsins. Á tuttugu ára tímabili frá 2004 til 2024 hafi Booking.com notað samkeppnishamlandi skilmála sem settu íslensk hótel „í óhagstæða samkeppnisstöðu og ollu rekstraraðilum verulegu fjárhagslegu tjóni,“ að því er segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. „Þessir skilmálar voru í september síðastliðnum dæmdir ólöglegir af Evrópudómstólnum og þar með hefur myndast réttur til þess að gera kröfu um skaðabætur vegna þessa,“ segir Jóhannes Þór. Mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki „Það sem er í húfi fyrir íslensk fyrirtæki þarna er í rauninni að endurheimta verulegar fjárhæðir frá fyrirtækinu vegna þess að þóknanir þess hafa verið of háar miðað við þessa ólöglegu skilmála á þessu tímabili. Og ekki síður að sýna það og taka þátt í þeirri samstöðu sem að felst í því að evrópsk fyrirtæki á gistimarkaði skuli taka sig saman og standa saman og sýna svona markaðsráðandi aðilum að þau geti staðið saman um að sækja bætur þegar að svona ólöglegum skilmálum er beitt,“ segir Jóhannes. Hann hvetur fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu á Íslandi til að kynna sér málið á vef samtakanna og „skrái sig sem flest til leiks og taki þátt í þessari málsókn.“ Hann kveðst ekki hafa upplýsingar að svo stöddu um það hve mörg fyrirtæki á Íslandi hafi meldað sig til þátttöku í hópmálssókninni. „Þetta fór í loftið, skráningarsíðan, bara á miðvikudaginn og við vorum að setja út í gær upplýsingar á íslensku um þetta. En ég geri ráð fyrir því að það verði þónokkur íslensk fyrirtæki sem vilja taka þátt í þessu. Við hvetjum öll íslensk fyrirtæki sem að uppfylla þessi skilyrði, þessi einföldu skilyrði að vera hótel sem hefur verið í viðskiptum við Booking á þessu tímabili, að kynna sér upplýsingarnar og taka þátt.“
Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira