Reknir fyrir að vinna ekki nógu mikið Árni Sæberg skrifar 30. maí 2025 10:51 Flugumferðarstjórarnir virðast hafa gert eitthvað annað en að vinna einhverja tíma sem þeir skráðu á sig tíma. Vísir/Vilhelm Isavia ANS hefur sagt upp fimm flugumferðarstjórum og mun veita fimm öðrum áminningu vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Í stað þess að sitja við vinnu skráðu flugumferðarstjórar tíma á sig sem aðrir höfðu unnið. Í fréttatilkynningu frá Isavia segir að málið hafi verið tilkynnt Samgöngustofu og sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni. Greint var frá því í vikunni að fimm flugumferðarstjórar hefðu verið sendir í leyfi vegna málsins. Í tilkynningu segir að Isavia ANS sinni flugleiðsögu á Íslandi og yfir Norður-Atlantshafi og hafi veitt þessa þjónustu um áratugaskeið. Öll frávik frá hefðbundinni starfsemi sem koma upp séu tekin alvarlega og fyrirtækið sé með ferla til að kanna þau og vinna að úrbótum. Mjög skýr lög og reglur gildi um flugleiðsögu og hæfi flugumferðarstjóra sem Samgöngustofa hafi eftirlit með. Allt miði þetta að því að tryggja öryggi flugleiðsögu og traust á henni. Aðrir unnu vinnuna sem þeir skráðu Við innri skoðun hjá Isavia ANS hafi komið í ljós að fimm flugumferðarstjórar voru með skráða tíma í vinnustöðu sem aðrir höfðu unnið. Af þessu hafi leitt að umræddir fimm flugumferðarstjórar höfðu í raun ekki uppfyllt skilyrði um lágmarkstímafjölda um setu í vinnustöðu og hafi því ekki verið með gild leyfi til að sinna flugumferðarstjórn. Isavia ANS líti á þetta sem alvarleg trúnaðarbrot í starfi og hafi gripið til viðeigandi aðgerða. Þeim fimm flugumferðarstjórum sem ekki uppfylltu kröfur um lágmarkstíma í vinnustöðu hafi verið sagt upp störfum og öðrum sem tóku þátt í brotunum með þeim verði ýmist veitt áminning eða alvarlegt tiltal eftir umfangi aðkomu þeirra að málinu. Fara í naflaskoðun Eftir ítarlega skoðun Isavia ANS á málinu sé ljóst að brotin ná eingöngu til afmarkaðs hóps flugumferðarstjóra, en hjá fyrirtækinu starfi hátt í 300 manns. Fyrirtækið muni ásamt starfsfólki horfa innávið, styrkja ferla, og koma í veg fyrir að sambærileg atvik geti endurtekið sig. Isavia Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Isavia segir að málið hafi verið tilkynnt Samgöngustofu og sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni. Greint var frá því í vikunni að fimm flugumferðarstjórar hefðu verið sendir í leyfi vegna málsins. Í tilkynningu segir að Isavia ANS sinni flugleiðsögu á Íslandi og yfir Norður-Atlantshafi og hafi veitt þessa þjónustu um áratugaskeið. Öll frávik frá hefðbundinni starfsemi sem koma upp séu tekin alvarlega og fyrirtækið sé með ferla til að kanna þau og vinna að úrbótum. Mjög skýr lög og reglur gildi um flugleiðsögu og hæfi flugumferðarstjóra sem Samgöngustofa hafi eftirlit með. Allt miði þetta að því að tryggja öryggi flugleiðsögu og traust á henni. Aðrir unnu vinnuna sem þeir skráðu Við innri skoðun hjá Isavia ANS hafi komið í ljós að fimm flugumferðarstjórar voru með skráða tíma í vinnustöðu sem aðrir höfðu unnið. Af þessu hafi leitt að umræddir fimm flugumferðarstjórar höfðu í raun ekki uppfyllt skilyrði um lágmarkstímafjölda um setu í vinnustöðu og hafi því ekki verið með gild leyfi til að sinna flugumferðarstjórn. Isavia ANS líti á þetta sem alvarleg trúnaðarbrot í starfi og hafi gripið til viðeigandi aðgerða. Þeim fimm flugumferðarstjórum sem ekki uppfylltu kröfur um lágmarkstíma í vinnustöðu hafi verið sagt upp störfum og öðrum sem tóku þátt í brotunum með þeim verði ýmist veitt áminning eða alvarlegt tiltal eftir umfangi aðkomu þeirra að málinu. Fara í naflaskoðun Eftir ítarlega skoðun Isavia ANS á málinu sé ljóst að brotin ná eingöngu til afmarkaðs hóps flugumferðarstjóra, en hjá fyrirtækinu starfi hátt í 300 manns. Fyrirtækið muni ásamt starfsfólki horfa innávið, styrkja ferla, og koma í veg fyrir að sambærileg atvik geti endurtekið sig.
Isavia Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira