Hver borgar fyrir ódýrar lóðir? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2025 09:32 Í umræðu um húsnæðismál er oft talað um lausn vandans við háu húsnæðisverði og háu lóðaverði sé að byggja verði á ódýrum lóðum á óbrotnu landi í jaðri byggðar. Það sé mun hagstæðara, mun ódýrara en að byggja inn á við, byggja þétt. Hátt hefur heyrst í uppbyggingaraðilum, verktökum og jafnvel verkalýðshreyfingunni þar sem þau kalla eftir fleiri ódýrum lóðum, það sé lóðaskortur og því þurfi að stækka vaxtar mörkin sem rúma nú þegar 24 þúsund íbúðir innan Reykjavíkur og 58 þúsund íbúðir innan alls höfuðborgarsvæðisins Þetta er sagt nauðsynlegt til að hægt sé að byggja á lægra verði. Lægra verði fyrir hvern? Hver borgar fyrir ódýrar lóðir? Lífsgæða hverfi = 23 milljarðar Að mörgu er að huga þegar nýtt hverfi er byggt. Dýrasta fjárfesting sveitarfélaga er að fara í uppbyggingu leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja sem tengjast skólastarfi eins og skólasundlaug og skólaíþróttahúsi. Í dag er um það bil einn skóli í borginni á hverja 3.100 íbúa og að meðaltali búa 2,4 íbúar í hverri íbúð í borginni þannig að þessir 3.100 íbúar búa í um 1.300 íbúðum. Nýr grunnskóli kostar um sex milljarða í byggingu, einn til tvo leikskóla þarf í nýtt hverfi og hvor um sig kosta tvo og hálfan milljarð, samtals um 5 milljarða króna. Skólasundlaug og skólaíþróttahús fyrir lögbundna kennslu í skólaíþróttum og sundi er áætlaður einn og hálfur milljarður króna. Grunnfjárfesting sveitarfélags í lögbundnum skólainnviðum í nýju hverfi eru því um 11 milljarðar króna. Í nýtt hverfi þarf líka aðstöðu fyrir íþróttafélagið, sundlaug fyrir íbúanna og jafnvel menningarmiðstöð. Uppbygging sambærileg og hefur byggst í Úlfársdal yrði fjárfesting upp á tæplega 12 milljarða króna miðað við byggingavístölu í dag, 8 milljarðar fyrir íþróttamannvirki og sundlaug með menningarmiðstöð fyrir 3,5 milljarð króna. Kílómetri gatna og fráveitu = 1,3 milljarður Gatna- og veitugerð er næst dýrasti kostnaðarliður í uppbyggingu nýs hverfis á eftir skólum. Nauðsynleg lífsgæði, en ekki mjög sýnileg nema í tölum á blaði – því lengri veitukerfi, lóðafrágangur og stígakerfi í metrum því dýrara er að sturta niður, þvo þvott, þrífa bílinn og ganga í skólann. Úlfarsárdalurinn er nýjasta nýbyggingahverfið í Reykjavík en hverfið er nokkuð þétt úthverfi með blöndu af fjölbýlishúsum, raðhúsum og sérbýlum. Þar er gatnakerfið um 7 kílómetrar að lengd. Í sérbýlahverfi getur veitukerfið verið allt að 17 metrar á hvert hús. Kílómetri af veitulögnum kostar rúmlega þrettán hundruð milljónir, 100 metrar kosta 130 milljónir, 10 metrar kosta þrettán milljónir króna. Samtals fjárfesting í nýja hverfinu getur numið allt að 40 milljónum króna á hverja íbúð þegar horft er til fjárfestingar í gatna- og veitugerð, skóla-, íþrótta- og menningarhúss. Hver á að bera þennan kostnað? Verktakinn, kaupandinn eða við hin sem búum í borginni? Ódýrara fyrir samfélagið að byggja þétt Við Hlíðarenda hefur risið þétt og blómleg byggð, hverfið er enn að stækka og gera má ráð fyrir 1.700 íbúðir verði byggðar þegar sú uppbygging sem ráðgerð er klárast. Gatnakerfið er um tveir kílómetrar og hverfið þarf uppbyggingu tengt leik- og grunnskóla sem felur í sér samtals fjárfestingu upp á um 11 milljarða króna. Fyrir í hverfinu er sundlaug, baðströnd við Nauthólsvík, íþróttamannvirki Vals, menningarhús í miðbænum. Aðgengi er gott að grænum svæðum eins og Perlufestinni í Öskjuhlíð, strandlengjunni, blómaskrúða Hljómskálagarðsins og töfrum Klambratúns. Hverfið tengist neti göngu- og hjólastíga að ógleymdri Borgarlínu. Ef við deilum þessum kostnaði samfélagsins við nýju innviðina í hverfinu niður á fjölda íbúða kemur í ljós að kostnaðurinn á hverja íbúð er tæplega 11 milljónir, í stað 40 milljóna í hverfi sem byggist frá grunni í jaðri byggðarinnar. Þarna er gat upp á 29 milljónir króna á hverja íbúð sem greiddur er af sameignlegum sjóðum borgabúa. Hádegisverðurinn er ekki ókeypis Það er ekkert til sem heitir ódýrar lóðir. Það er ekki ódýrara að brjóta nýtt land í jaðri byggðar. Það er ekki ódýrara að þenja út vaxtamörkin. Það er mun dýrara fyrir íbúa í Reykjavík, fyrir útsvarsgreiðendur í borginni, fyrir mannlífið í borginni að þenja út byggð. Það er mun hagkvæmara fyrir samfélagið okkar að byggja inn á við, að byggja þétta blómlega, fjölbreytta byggð og reyna eftir mætti að nýta þá innviði sem fyrir eru betur. Við þurfum að tryggja að dýrustu samfélagslegu sameignlegu gæði okkar allra séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Hádegisverðurinn er nefnilega aldrei ókeypis, það borgar alltaf einhver fyrir gæðin rétt eins og frjálshyggjumaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur margoft bent á en bara sumir af flokksfélögum hans í Sjálfstæðisflokknum hafa áttað sig á því en ekki öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Jarða- og lóðamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um húsnæðismál er oft talað um lausn vandans við háu húsnæðisverði og háu lóðaverði sé að byggja verði á ódýrum lóðum á óbrotnu landi í jaðri byggðar. Það sé mun hagstæðara, mun ódýrara en að byggja inn á við, byggja þétt. Hátt hefur heyrst í uppbyggingaraðilum, verktökum og jafnvel verkalýðshreyfingunni þar sem þau kalla eftir fleiri ódýrum lóðum, það sé lóðaskortur og því þurfi að stækka vaxtar mörkin sem rúma nú þegar 24 þúsund íbúðir innan Reykjavíkur og 58 þúsund íbúðir innan alls höfuðborgarsvæðisins Þetta er sagt nauðsynlegt til að hægt sé að byggja á lægra verði. Lægra verði fyrir hvern? Hver borgar fyrir ódýrar lóðir? Lífsgæða hverfi = 23 milljarðar Að mörgu er að huga þegar nýtt hverfi er byggt. Dýrasta fjárfesting sveitarfélaga er að fara í uppbyggingu leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja sem tengjast skólastarfi eins og skólasundlaug og skólaíþróttahúsi. Í dag er um það bil einn skóli í borginni á hverja 3.100 íbúa og að meðaltali búa 2,4 íbúar í hverri íbúð í borginni þannig að þessir 3.100 íbúar búa í um 1.300 íbúðum. Nýr grunnskóli kostar um sex milljarða í byggingu, einn til tvo leikskóla þarf í nýtt hverfi og hvor um sig kosta tvo og hálfan milljarð, samtals um 5 milljarða króna. Skólasundlaug og skólaíþróttahús fyrir lögbundna kennslu í skólaíþróttum og sundi er áætlaður einn og hálfur milljarður króna. Grunnfjárfesting sveitarfélags í lögbundnum skólainnviðum í nýju hverfi eru því um 11 milljarðar króna. Í nýtt hverfi þarf líka aðstöðu fyrir íþróttafélagið, sundlaug fyrir íbúanna og jafnvel menningarmiðstöð. Uppbygging sambærileg og hefur byggst í Úlfársdal yrði fjárfesting upp á tæplega 12 milljarða króna miðað við byggingavístölu í dag, 8 milljarðar fyrir íþróttamannvirki og sundlaug með menningarmiðstöð fyrir 3,5 milljarð króna. Kílómetri gatna og fráveitu = 1,3 milljarður Gatna- og veitugerð er næst dýrasti kostnaðarliður í uppbyggingu nýs hverfis á eftir skólum. Nauðsynleg lífsgæði, en ekki mjög sýnileg nema í tölum á blaði – því lengri veitukerfi, lóðafrágangur og stígakerfi í metrum því dýrara er að sturta niður, þvo þvott, þrífa bílinn og ganga í skólann. Úlfarsárdalurinn er nýjasta nýbyggingahverfið í Reykjavík en hverfið er nokkuð þétt úthverfi með blöndu af fjölbýlishúsum, raðhúsum og sérbýlum. Þar er gatnakerfið um 7 kílómetrar að lengd. Í sérbýlahverfi getur veitukerfið verið allt að 17 metrar á hvert hús. Kílómetri af veitulögnum kostar rúmlega þrettán hundruð milljónir, 100 metrar kosta 130 milljónir, 10 metrar kosta þrettán milljónir króna. Samtals fjárfesting í nýja hverfinu getur numið allt að 40 milljónum króna á hverja íbúð þegar horft er til fjárfestingar í gatna- og veitugerð, skóla-, íþrótta- og menningarhúss. Hver á að bera þennan kostnað? Verktakinn, kaupandinn eða við hin sem búum í borginni? Ódýrara fyrir samfélagið að byggja þétt Við Hlíðarenda hefur risið þétt og blómleg byggð, hverfið er enn að stækka og gera má ráð fyrir 1.700 íbúðir verði byggðar þegar sú uppbygging sem ráðgerð er klárast. Gatnakerfið er um tveir kílómetrar og hverfið þarf uppbyggingu tengt leik- og grunnskóla sem felur í sér samtals fjárfestingu upp á um 11 milljarða króna. Fyrir í hverfinu er sundlaug, baðströnd við Nauthólsvík, íþróttamannvirki Vals, menningarhús í miðbænum. Aðgengi er gott að grænum svæðum eins og Perlufestinni í Öskjuhlíð, strandlengjunni, blómaskrúða Hljómskálagarðsins og töfrum Klambratúns. Hverfið tengist neti göngu- og hjólastíga að ógleymdri Borgarlínu. Ef við deilum þessum kostnaði samfélagsins við nýju innviðina í hverfinu niður á fjölda íbúða kemur í ljós að kostnaðurinn á hverja íbúð er tæplega 11 milljónir, í stað 40 milljóna í hverfi sem byggist frá grunni í jaðri byggðarinnar. Þarna er gat upp á 29 milljónir króna á hverja íbúð sem greiddur er af sameignlegum sjóðum borgabúa. Hádegisverðurinn er ekki ókeypis Það er ekkert til sem heitir ódýrar lóðir. Það er ekki ódýrara að brjóta nýtt land í jaðri byggðar. Það er ekki ódýrara að þenja út vaxtamörkin. Það er mun dýrara fyrir íbúa í Reykjavík, fyrir útsvarsgreiðendur í borginni, fyrir mannlífið í borginni að þenja út byggð. Það er mun hagkvæmara fyrir samfélagið okkar að byggja inn á við, að byggja þétta blómlega, fjölbreytta byggð og reyna eftir mætti að nýta þá innviði sem fyrir eru betur. Við þurfum að tryggja að dýrustu samfélagslegu sameignlegu gæði okkar allra séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Hádegisverðurinn er nefnilega aldrei ókeypis, það borgar alltaf einhver fyrir gæðin rétt eins og frjálshyggjumaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur margoft bent á en bara sumir af flokksfélögum hans í Sjálfstæðisflokknum hafa áttað sig á því en ekki öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun