Vestræn ríki niðurgreiða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2025 08:57 Árásarstríð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta gegn Úkraínu er að stórum hluta fjármagnað með tekjum af sölu á jarðefnaeldsneyti til NATO-ríkja. Vísir/EPA Tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi til vestrænna ríkja eru þrefalt hærri en stuðningur þeirra síðarnefndu til Úkraínu frá því að innrás Rússa í nágrannaríkið hófst. Næstum þriðjungur af tekjum rússneska ríkisins koma frá sölu á olíu og gasi. Þrátt fyrir refsiaðgerðir sem bandalagsríki Úkraínu lögðu á olíu- og gasútflutning Rússa í kjölfar innrásarinnar í febrúar 2022 hafa Rússar fengið meira en 883 milljarða evra í tekjur af henni á þeim tíma. Þær tekjur eru grundvallarforsenda þess að Rússar geti haldið árásarstríði sínu áfram. Um fjórðungur, 228 milljarðar, er vegna sölu til ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðunum samkvæmt greiningu sem breska ríkisútvarpið BBC segir frá. Langmestur hluti þess, 209 milljarðar evra, kemur frá Evrópusambandsríkjum en ólíkt Bandaríkjunum bannaði ESB ekki innflutning á rússnesku gasi. Kaup Evrópusambandsríkja á rússnesku gasi nema meira en þrefalt hærri upphæð en stuðningur þeirra við Úkraínu frá upphafi stríðsins. Greiðslur NATO-ríkja til Rússa eru hátt í helmingi hærri en aðstoð þeirra við Úkraínumenn. Haft er eftir Kaju Kallas, utanríkismálaráðherra ESB, að viðskiptaþvinganirnar á olíu- og gassölu Rússa séu ekki þær sterkustu vegna andstöðu sumra aðildarríkja. Þau óttist stigmögnun átakanna en það ráði einnig för að það sé ódýrt til skemmri tíma litið að kaupa rússneskt gas og olíu. „Þvætta“ olíuna í Tyrklandi og á Indlandi Evrópuríki og Bandaríkin hafa verið hvött til þess að gera enn meira til þess að stöðva innflutning á rússnesku gasi og olíu. Engu að síður hefur salan til Evrópu á gasi aðeins aukist. Rússneskt gas var flutt beint til Evrópu með leiðslum þar til Úkraínumenn skrúfuðu fyrir það í janúar. Rússnesk olía er enn flutt til Ungverjalands og Slóvakíu. Bæði ríki kaupa einnig rússneskt gas sem er flutt inn með leiðslum í gegnum Tyrkland. Tekjur Rússa af jarðefnaeldsneyti drógust aðeins saman um fimm prósent á milli ára í fyrra. Þeir höfðu jafnframt sex prósent meira upp úr sölu á hráolíu en árið áður en níu prósent meira af sölu af gasi. Rússar segja sjálfir að útflutningur á gasi til Evrópu hafi aukist um fimmtung í fyrra og hann hafi aldrei verið meiri. Þar við bætist að rússnesk olía er keypt til vestrænna ríkja eftir að hún er unnin í þriðja ríki. Rússar eru sagðir nota hreinsistöðvar í Tyrklandi og á Indlandi til þess að „þvætta“ olíuna og selja hana til ríkjanna sem taka þátt í refsiaðgerðunum gegn þeim. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira
Þrátt fyrir refsiaðgerðir sem bandalagsríki Úkraínu lögðu á olíu- og gasútflutning Rússa í kjölfar innrásarinnar í febrúar 2022 hafa Rússar fengið meira en 883 milljarða evra í tekjur af henni á þeim tíma. Þær tekjur eru grundvallarforsenda þess að Rússar geti haldið árásarstríði sínu áfram. Um fjórðungur, 228 milljarðar, er vegna sölu til ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðunum samkvæmt greiningu sem breska ríkisútvarpið BBC segir frá. Langmestur hluti þess, 209 milljarðar evra, kemur frá Evrópusambandsríkjum en ólíkt Bandaríkjunum bannaði ESB ekki innflutning á rússnesku gasi. Kaup Evrópusambandsríkja á rússnesku gasi nema meira en þrefalt hærri upphæð en stuðningur þeirra við Úkraínu frá upphafi stríðsins. Greiðslur NATO-ríkja til Rússa eru hátt í helmingi hærri en aðstoð þeirra við Úkraínumenn. Haft er eftir Kaju Kallas, utanríkismálaráðherra ESB, að viðskiptaþvinganirnar á olíu- og gassölu Rússa séu ekki þær sterkustu vegna andstöðu sumra aðildarríkja. Þau óttist stigmögnun átakanna en það ráði einnig för að það sé ódýrt til skemmri tíma litið að kaupa rússneskt gas og olíu. „Þvætta“ olíuna í Tyrklandi og á Indlandi Evrópuríki og Bandaríkin hafa verið hvött til þess að gera enn meira til þess að stöðva innflutning á rússnesku gasi og olíu. Engu að síður hefur salan til Evrópu á gasi aðeins aukist. Rússneskt gas var flutt beint til Evrópu með leiðslum þar til Úkraínumenn skrúfuðu fyrir það í janúar. Rússnesk olía er enn flutt til Ungverjalands og Slóvakíu. Bæði ríki kaupa einnig rússneskt gas sem er flutt inn með leiðslum í gegnum Tyrkland. Tekjur Rússa af jarðefnaeldsneyti drógust aðeins saman um fimm prósent á milli ára í fyrra. Þeir höfðu jafnframt sex prósent meira upp úr sölu á hráolíu en árið áður en níu prósent meira af sölu af gasi. Rússar segja sjálfir að útflutningur á gasi til Evrópu hafi aukist um fimmtung í fyrra og hann hafi aldrei verið meiri. Þar við bætist að rússnesk olía er keypt til vestrænna ríkja eftir að hún er unnin í þriðja ríki. Rússar eru sagðir nota hreinsistöðvar í Tyrklandi og á Indlandi til þess að „þvætta“ olíuna og selja hana til ríkjanna sem taka þátt í refsiaðgerðunum gegn þeim.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Sjá meira