„Ozempic tennur“ meðal aukaverkana þyngdarstjórnunarlyfja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júní 2025 23:16 Stefán Pálmason er tannlæknir. Stöð 2 Ozempic tennur og Ozempic tunga er meðal mögulegra aukaverkana af notkun þyngdarstjórnunarlyfja sem tannlæknar víða um heim velta fyrir sér núna. Íslenskur tannlæknir segir ekki búið að sanna orsakasamhengi milli notkunar lyfjanna og versnandi tannheilsu en þau geti vissulega valdið verulegum munnþurrki sem geti haft slæmar afleiðingar. Dagblaðið Independent greindi frá því á dögunum að tannlæknar hafi orðið varir við versnandi tannheilsu hjá ýmsum sem notast við þyngdarstjórnunarlyf líkt og Ozempic eða Wegovy sem voru upphaflega þróuð til að meðhöndla sykursýki. Um er að ræða ýmsar óvæntar aukaverkanir og er vísað til einkennanna sem Ozempic-tennur. Tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum segir það of snemmt að tala um Ozempic-tennur hér á landi sökum skorts á orsakasamhengi á milli lyfjanna og versnandi tannheilsu. Hann tekur þó fram að þyngdarstjórnunarlyf geta valdið auknum munnþurrki sem hafi slæmar afleiðingar. „Það er svona mögulegt að mögulega séu einhver tilfelli þar sem munnþurrkur getur orðið töluverður af þyngdarstjórnunarlyfjum en það er mjög einstaklingsbundið hvort fólk fái þessa aukaverkun eða ekki,“ segir Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum. „Hjá sumum getur þetta gerst mjög hratt ef að munnvatnsflæðið fer niður fyrir ákveðin mörk og farið að skemma mjög mikið. Það geta komið margar tannskemmdir í einu allt í einu á stuttum tíma.“ Hefur einnig heyrt um „Ozempic-tungu“ Jafnframt geti munnþurrkur valdið tannholdssjúkdómum og glerungseyðingu. Einnig séu óstaðfestar aukaverkanir á tungu. „Menn hafa verið að ræða aðeins um Ozempic tungu, sem eru aðallega bragðskynsbreytingar, minnkað bragð og skrítið bragð,“ segir Stefán. Hann bendir á að aukaverkanir sem bitni á tannheilsu geti orðið enn meiri ef fólk er nú þegar á munnþurrksvaldandi lyfjum og nefnir sem dæmi lyf við athyglisbrest, þunglyndi eða blóðþrýstingslyf. „Þá getur annað lyf eins og til dæmis Wegovy eða Ozempic tekið munnvatnsflæðið það lágt að það fari að hliðra jafnvæginu þannig að það fari að valda meiri tannskemmdum og meiri tilfinningu um munnþurrk og meiri vandamálum í tengslum við það,“ segir hann. „Ef fólk lendir í því að fá mikinn munnþurrk af þessum þyngdarstjórnunarlyfjum þá er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að hreinsa tennurnar.“ Heilbrigðismál Tannheilsa Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Dagblaðið Independent greindi frá því á dögunum að tannlæknar hafi orðið varir við versnandi tannheilsu hjá ýmsum sem notast við þyngdarstjórnunarlyf líkt og Ozempic eða Wegovy sem voru upphaflega þróuð til að meðhöndla sykursýki. Um er að ræða ýmsar óvæntar aukaverkanir og er vísað til einkennanna sem Ozempic-tennur. Tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum segir það of snemmt að tala um Ozempic-tennur hér á landi sökum skorts á orsakasamhengi á milli lyfjanna og versnandi tannheilsu. Hann tekur þó fram að þyngdarstjórnunarlyf geta valdið auknum munnþurrki sem hafi slæmar afleiðingar. „Það er svona mögulegt að mögulega séu einhver tilfelli þar sem munnþurrkur getur orðið töluverður af þyngdarstjórnunarlyfjum en það er mjög einstaklingsbundið hvort fólk fái þessa aukaverkun eða ekki,“ segir Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum. „Hjá sumum getur þetta gerst mjög hratt ef að munnvatnsflæðið fer niður fyrir ákveðin mörk og farið að skemma mjög mikið. Það geta komið margar tannskemmdir í einu allt í einu á stuttum tíma.“ Hefur einnig heyrt um „Ozempic-tungu“ Jafnframt geti munnþurrkur valdið tannholdssjúkdómum og glerungseyðingu. Einnig séu óstaðfestar aukaverkanir á tungu. „Menn hafa verið að ræða aðeins um Ozempic tungu, sem eru aðallega bragðskynsbreytingar, minnkað bragð og skrítið bragð,“ segir Stefán. Hann bendir á að aukaverkanir sem bitni á tannheilsu geti orðið enn meiri ef fólk er nú þegar á munnþurrksvaldandi lyfjum og nefnir sem dæmi lyf við athyglisbrest, þunglyndi eða blóðþrýstingslyf. „Þá getur annað lyf eins og til dæmis Wegovy eða Ozempic tekið munnvatnsflæðið það lágt að það fari að hliðra jafnvæginu þannig að það fari að valda meiri tannskemmdum og meiri tilfinningu um munnþurrk og meiri vandamálum í tengslum við það,“ segir hann. „Ef fólk lendir í því að fá mikinn munnþurrk af þessum þyngdarstjórnunarlyfjum þá er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að hreinsa tennurnar.“
Heilbrigðismál Tannheilsa Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira