Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2025 09:06 Rómverjar kæla sig í gosbrunni í hitabylgju árið 2023. Einn fylgifiskur hnattrænnar hlýnunar eru skæðari hitabylgjur og þurrkar. Evrópusambandið stefnir á að draga úr losun um 55 prósent fyrir 2030 til þess að bregðast við loftslagsvánni. Vísir/EPA Evrópusambandið er á góðri leið með að ná markmiði sínu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir 2030 miðað við þær uppfærðu áætlanir sem aðildarríkin hafa lagt fram. Markmið um 90 prósent samdrátt fyrir 2040 er sagt verða sveigjanlegt til þess að auðvelda ríkjum að ná því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti skýrslu með mati á uppfærðum landsáætlun aðildarríkjanna um aðgerðir þeirra til þess að ná losunarmarkmiðinu fyrir 2030 í dag. Samkvæmt því næði sambandið að draga úr losun um 54 prósent. Áður hafði framkvæmdastjórnin varað við því að landsáætlanirnar dygðu ekki til að ná 55 prósent markmiðinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem samanlagður árangur er í samræmi við Parísarsamkomulagið. Það eru góðar fréttir,“ segir Pascal Canfin, franskur Evrópuþingmaður sem tók þátt í að setja saman loftslagsáætlun Evrópusambandsins. Til þess að markmiðið náist þurfa ríkin engu að síður að standa við gefin loforð og setja sér enn háleitari markmið í skugga bakslags í loftslagsmálum og vaxandi áherslna á útgjöld til varnarmála í álfunni, að sögn Evrópuútgáfu blaðsins Politico. Ísland og Noregur taka þátt í markmiði Evrópusambandsins um að draga sameiginlega úr losun um 55 prósent miðað við losun ársins 1990. Ekki hefur enn verið greint frá því hver hlutdeild Íslands í því markmiði verður en talað hefur verið um að hún gæti verið um 41 prósent samdráttur. Draga lappirnar á sumum sviðum Þrátt fyrir að núverandi áætlanir gefi betri möguleika á því að markmið ESB náist bendir framkvæmdastjórnin að Evrópuríki hafi ekki gert nóg á ýmsum sviðum ennþá. Þannig hafi ríkin til dæmis ekki gert nóg til þess að skapa kolefnisviðtaka eins og heilbrigða skóga og landsvæði sem getur bundið hundruð milljóna tonna af koltvísýringi fyrir lok áratugsins. Þá eru ríkin eftir á með markmið um orkunýtni. Markmiðið er að draga úr orkunotkun um 11,7 prósent fyrir 2030 en eins og stendur stefnir í að samdrátturinn nemi rúmum átta prósentum. Auk þess hafa þrjú ríki; Belgía, Eistland og Pólland, ekki skila uppfærðum landsáætlun um loftslagsaðgerðir sínar. Vilja ekki útvatna markmiðið um of Búist er við að Evrópusambandið tilkynni bráðlega um nýtt markmið um 90 prósent samdrátt í losun fyrir árið 2040. Teresa Ribera, loftslagsmálastjóri ESB, segir við Politico, að sambandið ætli að halda sig við það markmið en koma til móts við ýmis álitaefni aðildarríkjanna og gera það sveigjanlegra til þess að tryggja samstöðu ríkjanna um stefnuna. Spánverjinn Teresa Ribera er æðsti embættismaður Evrópusambandsins í loftslagsmálum en henni er einnig lýst sem hægri hönd Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar.Vísir/EPA Á meðal þess „sveigjanleika“ sem sum ríki hafa kallað eftir er að fjárfestingar þeirra til að draga úr losun í öðrum ríkjum telji upp í þeirra eigin skuldbindingar. Slíkar alþjóðlegar kolefniseiningar væru meiriháttar stefnubreyting fyrir Evrópusambandið. Ribera segir að kolefniseiningar af þessu tagi séu til umræðu. Hún varar þó við að markmiðið, sem er samkvæmt ráðleggingum evrópskra vísindamanna, verði ekki útvatnað um of. Evrópusambandið Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti skýrslu með mati á uppfærðum landsáætlun aðildarríkjanna um aðgerðir þeirra til þess að ná losunarmarkmiðinu fyrir 2030 í dag. Samkvæmt því næði sambandið að draga úr losun um 54 prósent. Áður hafði framkvæmdastjórnin varað við því að landsáætlanirnar dygðu ekki til að ná 55 prósent markmiðinu. „Þetta er í fyrsta skipti sem samanlagður árangur er í samræmi við Parísarsamkomulagið. Það eru góðar fréttir,“ segir Pascal Canfin, franskur Evrópuþingmaður sem tók þátt í að setja saman loftslagsáætlun Evrópusambandsins. Til þess að markmiðið náist þurfa ríkin engu að síður að standa við gefin loforð og setja sér enn háleitari markmið í skugga bakslags í loftslagsmálum og vaxandi áherslna á útgjöld til varnarmála í álfunni, að sögn Evrópuútgáfu blaðsins Politico. Ísland og Noregur taka þátt í markmiði Evrópusambandsins um að draga sameiginlega úr losun um 55 prósent miðað við losun ársins 1990. Ekki hefur enn verið greint frá því hver hlutdeild Íslands í því markmiði verður en talað hefur verið um að hún gæti verið um 41 prósent samdráttur. Draga lappirnar á sumum sviðum Þrátt fyrir að núverandi áætlanir gefi betri möguleika á því að markmið ESB náist bendir framkvæmdastjórnin að Evrópuríki hafi ekki gert nóg á ýmsum sviðum ennþá. Þannig hafi ríkin til dæmis ekki gert nóg til þess að skapa kolefnisviðtaka eins og heilbrigða skóga og landsvæði sem getur bundið hundruð milljóna tonna af koltvísýringi fyrir lok áratugsins. Þá eru ríkin eftir á með markmið um orkunýtni. Markmiðið er að draga úr orkunotkun um 11,7 prósent fyrir 2030 en eins og stendur stefnir í að samdrátturinn nemi rúmum átta prósentum. Auk þess hafa þrjú ríki; Belgía, Eistland og Pólland, ekki skila uppfærðum landsáætlun um loftslagsaðgerðir sínar. Vilja ekki útvatna markmiðið um of Búist er við að Evrópusambandið tilkynni bráðlega um nýtt markmið um 90 prósent samdrátt í losun fyrir árið 2040. Teresa Ribera, loftslagsmálastjóri ESB, segir við Politico, að sambandið ætli að halda sig við það markmið en koma til móts við ýmis álitaefni aðildarríkjanna og gera það sveigjanlegra til þess að tryggja samstöðu ríkjanna um stefnuna. Spánverjinn Teresa Ribera er æðsti embættismaður Evrópusambandsins í loftslagsmálum en henni er einnig lýst sem hægri hönd Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar.Vísir/EPA Á meðal þess „sveigjanleika“ sem sum ríki hafa kallað eftir er að fjárfestingar þeirra til að draga úr losun í öðrum ríkjum telji upp í þeirra eigin skuldbindingar. Slíkar alþjóðlegar kolefniseiningar væru meiriháttar stefnubreyting fyrir Evrópusambandið. Ribera segir að kolefniseiningar af þessu tagi séu til umræðu. Hún varar þó við að markmiðið, sem er samkvæmt ráðleggingum evrópskra vísindamanna, verði ekki útvatnað um of.
Evrópusambandið Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira