Lífið

Ásta Krist­rún og Val­geir biðla til vina í leit að hús­næði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Valgeir og Ásta Kristrún standa í erfiðri baráttu.
Valgeir og Ásta Kristrún standa í erfiðri baráttu.

Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson og eiginkona hans, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, leita nú að nýju húsnæði til leigu í Reykjavík. Hjónin missa í sumar íbúð sem þau hafa haft á leigu í Reykjavík vegna tíðra sjúkrahúsheimsókna á Landspítalann. 

„Við höfum verið svo ljónheppin að hafa haft húsakjól í Reykjavík á vinaverði síðustu tvö árin sem hefur gert gæfumuninn – ekki síst að vetrarlagi en líka allan ársins hring,“ segir í færslu þeirra hjóna á Facebook sem hafa fasta búsetu á Eyrarbakka.

Leigusamningurinn rennur út undir lok júlí. Því eru þau að leita að nýrri lausn.

Þau biðla til vina og kunnugra um aðstoð við að finna íbúð sem væri leigð á sanngjörnum kjörum. 

„Ef þið þekkið einhvern sem hefur íbúð og gæti hugsað sér að leigja okkur vegna 'verkefna' í borginni, þá er það auðvitað gulls ígildi,“ segir í færslunni.

Fram kom á dögunum að bakslag hefði komið í veikindi Valgeirs sem er einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. 


Tengdar fréttir

Bakslag í veikindi Valgeirs

Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson berst fyrir lífi sínu á krabbameinsdeild Landspítalans eftir að bakslag kom í baráttu hans við víðtækt eitlakrabbamein sem hann greindist með árið 2021. Sonur hans segir að tónlistin verði alltaf hans haldreipi í baráttunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.