Mestu árásirnar hingað til, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2025 11:32 Mjög umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á Úkraínu undanfarna daga. Almannavarnir Úkraínu Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt sína umfangsmestu dróna- og eldflaugaárás á Úkraínu hingað til. Notast var við 355 dróna, bæði sjálfsprengjudróna og tálbeitur, auk níu stýriflauga. Var það í kjölfar umfangsmikillar árásar á Kænugarð og önnur héruð þar sem notast var við dróna og stýriflaugar. Enn sem komið er hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásum næturinnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir fólk hafa særst og að borgaralegir innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Að minnsta kosti tólf manns létu lífið í árásunum í fyrrinótt en þeim hafði einnig verið lýst sem þeim umfangsmestu þangað til. Þá notuðust Rússar við 69 eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal skotflaugar, og 298 dróna, samkvæmt Úkraínumönnum. Árásirnar síðustu daga eru að miklu leyti sagðar hafa beinst að borgum og bæjum Úkraínu en ekki hernaðarlegum skotmörkum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um þær í nótt og sagði hann meðal annars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri „genginn af göflunum“. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump. Trump gagnrýndi Selenskí einnig í nótt, fyrir það að „tala eins og hann gerir“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, tjáði sig um ummæli Trumps í morgun. Talsmaðurinn sagði að árásirnar hefðu allar beinst að hernaðarlegum skotmörkum og engu öðru. Þá sagði Peskóv að ummæli Trumps einkenndust af geðshræringu. Andlegt álag einkenndi alla sem komið hafa af viðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Hann sagði geðshræringuna skiljanlega og þakkaði Trump fyrir aðkomu hans að nýlegum viðræðum í Istanbúl. Sjá einnig: „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskóv einnig að Pútín tæki ákvarðanir um árásir í Úkraínu með öryggi Rússlands í huga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 96 dróna frá Úkraínu hafa verið skotna niður yfir tólf héruðum Rússlands í gærkvöldi og í nótt. Þar af hafi sex verið skotnir niður nærri Moskvu. While Russian drones and missiles kept slamming into Ukrainian residential areas last night, Ukraine continued precision strikes on key Russian military industries in Tula, Tver, Ivanovo and Tatarstan regions, among others. pic.twitter.com/gXH4lecEbe— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) May 26, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. 22. maí 2025 23:23 Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. 21. maí 2025 12:34 Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24 Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Ráðamenn í Finnlandi tilkynntu í dag að þær ætli að nota níutíu milljónir evra af vöxtum frá frosnum sjóðum Rússa til að fjármagna kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn á þessu ári. 19. maí 2025 21:34 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Enn sem komið er hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásum næturinnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir fólk hafa særst og að borgaralegir innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Að minnsta kosti tólf manns létu lífið í árásunum í fyrrinótt en þeim hafði einnig verið lýst sem þeim umfangsmestu þangað til. Þá notuðust Rússar við 69 eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal skotflaugar, og 298 dróna, samkvæmt Úkraínumönnum. Árásirnar síðustu daga eru að miklu leyti sagðar hafa beinst að borgum og bæjum Úkraínu en ekki hernaðarlegum skotmörkum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um þær í nótt og sagði hann meðal annars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri „genginn af göflunum“. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump. Trump gagnrýndi Selenskí einnig í nótt, fyrir það að „tala eins og hann gerir“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, tjáði sig um ummæli Trumps í morgun. Talsmaðurinn sagði að árásirnar hefðu allar beinst að hernaðarlegum skotmörkum og engu öðru. Þá sagði Peskóv að ummæli Trumps einkenndust af geðshræringu. Andlegt álag einkenndi alla sem komið hafa af viðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Hann sagði geðshræringuna skiljanlega og þakkaði Trump fyrir aðkomu hans að nýlegum viðræðum í Istanbúl. Sjá einnig: „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskóv einnig að Pútín tæki ákvarðanir um árásir í Úkraínu með öryggi Rússlands í huga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 96 dróna frá Úkraínu hafa verið skotna niður yfir tólf héruðum Rússlands í gærkvöldi og í nótt. Þar af hafi sex verið skotnir niður nærri Moskvu. While Russian drones and missiles kept slamming into Ukrainian residential areas last night, Ukraine continued precision strikes on key Russian military industries in Tula, Tver, Ivanovo and Tatarstan regions, among others. pic.twitter.com/gXH4lecEbe— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) May 26, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. 22. maí 2025 23:23 Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. 21. maí 2025 12:34 Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24 Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Ráðamenn í Finnlandi tilkynntu í dag að þær ætli að nota níutíu milljónir evra af vöxtum frá frosnum sjóðum Rússa til að fjármagna kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn á þessu ári. 19. maí 2025 21:34 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. 22. maí 2025 23:23
Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. 21. maí 2025 12:34
Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24
Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Ráðamenn í Finnlandi tilkynntu í dag að þær ætli að nota níutíu milljónir evra af vöxtum frá frosnum sjóðum Rússa til að fjármagna kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn á þessu ári. 19. maí 2025 21:34