Erlent

Út­skrifuð af geð­deild daginn fyrir stunguárásina í Ham­borg

Kjartan Kjartansson skrifar
Tæknimenn lögreglunnar athafna sig á vettvangi stunguárásarinnar á brautarpalli aðallestarstöðvarinnar í Hamborg.
Tæknimenn lögreglunnar athafna sig á vettvangi stunguárásarinnar á brautarpalli aðallestarstöðvarinnar í Hamborg. Vísir/EPA

Þýska lögreglan þekkti til konunnar sem særði átján manns á lestarstöð í Hamborg á föstudag vegna geðrænna vandamála hennar. Hún var útskrifuð af geðdeild daginn fyrir árásina eftir þriggja vikna dvöl.

Konan, sem er 39 ára gömul, hefur játað verknaðinn, að sögn saksóknara. Hún er frá Neðra-Saxlandi þar sem hún á sér sögu afbrota undanfarin ár, að sögn þýska fjölmiðilsins Deutsche Welle. Engar vísbendingar hafi þó verið um að hún hafi beitt hnífi áður.

Talsmaður heilbrigðisráðuneytis Neðra-Saxlands segir að konan hafi nokkrum sinnum komið á lögreglustöðvar þar og sýnt skýr merki um geðrof. Eftir uppákomu í byrjun þessa mánaðar hafi dómstóll skipað fyrir um að hún yrði vistuð á geðdeild í Cuxhaven.

Konan var útskrifuð eftir þrjá vikur þar sem engar læknisfræðilegar ástæður voru taldar réttlæta að henni yrði haldið lengur á geðsjúkrahúsinu.

Dómari skipaði fyrir um að konan skyldi enn vistuð á geðdeild eftir að hún var handtekin á föstudagskvöld. Hún er sökuð um fimmtán tilraunir til manndráps og stórfelldar líkamsárásir. Hin þrjú sem slösuðust í árásinni ýmist duttu eða urðu fyrir áfalli.

Þrjá konur; 24, 52 og 85 ára gamlar, og 24 ára gamall karlmaður særðust lífshættulega. Ástandi þeirra er nú lýst sem stöðugu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×