Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 26. maí 2025 09:32 Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps slær nú hvert metið á fætur öðru í yfirlýsingum um virkjanir í þágu laxa. Eftir að hann komst til áhrifa í Veiðifélagi Þjórsár er baráttumálið orðið að virkja Þjórsá alla leið og er þar ekkert undanskilið. Við erum að tala um þrjár stórvirkjanir í byggð, en oddvitinn hefur líka verið hlynntur Kjalölduveitu, virkjanahugmynd sem sveitungar hans hafa barist gegn allt frá árinu 1972 til að verja Þjórsárver, hjarta landsins. Sú hugmynd var í verndarflokki rammaáætlunar, Alþingi færði hana þaðan í biðflokk og nú hefur aftur verið lagt til að hún fari í vernd. Þrýstingur á Kjalölduveitu hefur alla tíð verið mikill frá harðasta kjarna orkugeirans, en annars hefur ríkt sátt um vernd þar fyrir friðhelgi miðhálendisins. Veiðifélagið Landsvirkjun Oddvitinn hélt því fram í þættinum Sprengisandi um daginn að saman myndu hann og Landsvirkjun skapa stærsta sjálfbæra laxastofn í heimi. Sjálfur eigi hann að greiða götu allra virkjanaframkvæmda í Þjórsá sem oddviti, talsmaður stjórnvalda, sérstakur talsmaður Landsvirkjunar og formaður veiðifélags – allt fyrir laxinn – eins og Landsvirkjun sé veiðifélag. Oddvitinn gerði hallarbyltingu í veiðifélaginu, af því fyrri stjórn veiðifélagsins trúði ekki á þau vísindi oddvitans að stórtækar virkjanaframkvæmdir væru það besta sem komið gæti fyrir laxastofninn í Þjórsá. Nú vinnur oddvitinn hörðum höndum að framkvæmdum við Hvammsvirkjun, þótt ekkert sé virkjanaleyfið. Allt fyrir laxinn og lífríkið. Maður margra hatta Í sveitarfélögum sem setja sér viðmið og umgengisreglur er gjarnan farið eftir gildum um hæfi og góða siði þannig að menn sitji ekki allt í kringum borðið og semji við sjálfa sig. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur oddvitinn ákveðið að slíkt eigi ekki við. Sjálfur er hann maður margra hatta og segir að þannig eigi það að vera í litlum sveitum. Honum finnst sjálfsagt að vera í senn oddviti, veiðifélagsformaður, stjórnandi framkvæmda, friðlýstra svæða, skipulagsmála, menntunar og viðburða. Oddvitinn vann til dæmis að verndaráætlun Þjórsárdals, þar sem finna má hina friðlýstu náttúruperlu Hjálparfoss. Nú vill hann laxastiga í fossinn, en á það var aldrei minnst við gerð verndaráætlunarinnar, sem oddvitinn tók sjálfur þátt í að semja. Líffræði í laxaparadís Enn eitt höfuðfat Haraldar Þórs er græni hatturinn, En oddvitinn er einmitt heimalærður vatnalíffræðingur. Samkvæmt fræðum hans um ljóstillífun, sjálfbærni og stuðning virkjana við laxastofninn í Þjórsá, verður Suðurland iðandi af laxi upp um alla Þjórsá og þverár, fyrir tilstuðlan nýrra virkjana. Með aðgerðum sem aldrei hafa verið reyndar, en oddvitinn telur borðleggjandi. Þannig á Þjórsá að verða stærsta laxveiðiparadís í heimi og gefa af sér mikla fjármuni. Oddvitinn vísar til sérfræðinga sem telji að Kjalölduveita yrði kórónan á sköpunarverkinu, með henni verði jökuláin silfurtær, sem ýti undir vöxt og viðkomu laxfiska allt frá ósum Þjórsár og langt upp fyrir Þjófafoss. Ósamræmi Það er áhugavert oddviti, vel tengdur Landsvirkjun, sem telur sig þekkja orkumál, lífríki og stjórnsýslu út og inn, hafi vakið máls á því að umdeildasta virkjanatillaga á hálendinu yrði framkvæmd til að styðja enn betur við laxinn í Þjórsá. Segið svo að Landsvirkjun sé ekki veiðifélag. Fróðlegt verður að sjá hvort Landsvirkjun rökstyður þessi laxafræði á sama hátt og Haraldur Þór, fulltrúi virkjana í veiðifélagi Þjórsár. En vísindi hans er í töluverðu ósamræmi við rannsóknir margra líffræðinga, innlendra og erlendra, sem hafa aðeins öðruvísi bakgrunn en oddvitinn. Samvæmt þeim ógna Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun laxastofninum en styðja hann ekki. Hvað Kjalölduveitu varðar er þó gott að vita til þess að ríkisstjórnin mun leggja fyrir Alþingi að hún fari í vernd, hvað sem veiðifélagsoddvitar og lagsmenn þeirra láta það heita. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps slær nú hvert metið á fætur öðru í yfirlýsingum um virkjanir í þágu laxa. Eftir að hann komst til áhrifa í Veiðifélagi Þjórsár er baráttumálið orðið að virkja Þjórsá alla leið og er þar ekkert undanskilið. Við erum að tala um þrjár stórvirkjanir í byggð, en oddvitinn hefur líka verið hlynntur Kjalölduveitu, virkjanahugmynd sem sveitungar hans hafa barist gegn allt frá árinu 1972 til að verja Þjórsárver, hjarta landsins. Sú hugmynd var í verndarflokki rammaáætlunar, Alþingi færði hana þaðan í biðflokk og nú hefur aftur verið lagt til að hún fari í vernd. Þrýstingur á Kjalölduveitu hefur alla tíð verið mikill frá harðasta kjarna orkugeirans, en annars hefur ríkt sátt um vernd þar fyrir friðhelgi miðhálendisins. Veiðifélagið Landsvirkjun Oddvitinn hélt því fram í þættinum Sprengisandi um daginn að saman myndu hann og Landsvirkjun skapa stærsta sjálfbæra laxastofn í heimi. Sjálfur eigi hann að greiða götu allra virkjanaframkvæmda í Þjórsá sem oddviti, talsmaður stjórnvalda, sérstakur talsmaður Landsvirkjunar og formaður veiðifélags – allt fyrir laxinn – eins og Landsvirkjun sé veiðifélag. Oddvitinn gerði hallarbyltingu í veiðifélaginu, af því fyrri stjórn veiðifélagsins trúði ekki á þau vísindi oddvitans að stórtækar virkjanaframkvæmdir væru það besta sem komið gæti fyrir laxastofninn í Þjórsá. Nú vinnur oddvitinn hörðum höndum að framkvæmdum við Hvammsvirkjun, þótt ekkert sé virkjanaleyfið. Allt fyrir laxinn og lífríkið. Maður margra hatta Í sveitarfélögum sem setja sér viðmið og umgengisreglur er gjarnan farið eftir gildum um hæfi og góða siði þannig að menn sitji ekki allt í kringum borðið og semji við sjálfa sig. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur oddvitinn ákveðið að slíkt eigi ekki við. Sjálfur er hann maður margra hatta og segir að þannig eigi það að vera í litlum sveitum. Honum finnst sjálfsagt að vera í senn oddviti, veiðifélagsformaður, stjórnandi framkvæmda, friðlýstra svæða, skipulagsmála, menntunar og viðburða. Oddvitinn vann til dæmis að verndaráætlun Þjórsárdals, þar sem finna má hina friðlýstu náttúruperlu Hjálparfoss. Nú vill hann laxastiga í fossinn, en á það var aldrei minnst við gerð verndaráætlunarinnar, sem oddvitinn tók sjálfur þátt í að semja. Líffræði í laxaparadís Enn eitt höfuðfat Haraldar Þórs er græni hatturinn, En oddvitinn er einmitt heimalærður vatnalíffræðingur. Samkvæmt fræðum hans um ljóstillífun, sjálfbærni og stuðning virkjana við laxastofninn í Þjórsá, verður Suðurland iðandi af laxi upp um alla Þjórsá og þverár, fyrir tilstuðlan nýrra virkjana. Með aðgerðum sem aldrei hafa verið reyndar, en oddvitinn telur borðleggjandi. Þannig á Þjórsá að verða stærsta laxveiðiparadís í heimi og gefa af sér mikla fjármuni. Oddvitinn vísar til sérfræðinga sem telji að Kjalölduveita yrði kórónan á sköpunarverkinu, með henni verði jökuláin silfurtær, sem ýti undir vöxt og viðkomu laxfiska allt frá ósum Þjórsár og langt upp fyrir Þjófafoss. Ósamræmi Það er áhugavert oddviti, vel tengdur Landsvirkjun, sem telur sig þekkja orkumál, lífríki og stjórnsýslu út og inn, hafi vakið máls á því að umdeildasta virkjanatillaga á hálendinu yrði framkvæmd til að styðja enn betur við laxinn í Þjórsá. Segið svo að Landsvirkjun sé ekki veiðifélag. Fróðlegt verður að sjá hvort Landsvirkjun rökstyður þessi laxafræði á sama hátt og Haraldur Þór, fulltrúi virkjana í veiðifélagi Þjórsár. En vísindi hans er í töluverðu ósamræmi við rannsóknir margra líffræðinga, innlendra og erlendra, sem hafa aðeins öðruvísi bakgrunn en oddvitinn. Samvæmt þeim ógna Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun laxastofninum en styðja hann ekki. Hvað Kjalölduveitu varðar er þó gott að vita til þess að ríkisstjórnin mun leggja fyrir Alþingi að hún fari í vernd, hvað sem veiðifélagsoddvitar og lagsmenn þeirra láta það heita. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun