„Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 08:33 Fróðlegt verður að sjá hvað Aron Pálmarsson tekur sér fyrir hendur eftir að handboltaferlinum lýkur í sumar. Íslenska landsliðið mun nú þurfa að spjara sig án þessa magnaða íþróttamanns. Getty/Luka Stanzl Aron Pálmarsson sýndi sanna íþróttamennsku þegar hann tjáði vinnuveitendum sínum hjá Veszprém að hann neyddist til að fá samningi sínum við félagið rift, þar sem hann hefði ekki lengur líkamlega burði til að hjálpa liðinu að markmiðum þess í framtíðinni. Þetta segir í grein Veszprém um brotthvarf Arons, þar sem einnig er vitnað í framkvæmdastjóra félagsins, Dr. Csaba Bartha, sem fer afar fögrum orðum um hinn 34 ára gamla Hafnfirðing. Aron leggur handboltaskóna á hilluna í sumar en hyggst fyrst bæta ungverskum meistaratitli við ótrúlegt verðlaunasafn sitt sem inniheldur meðal annars þrjá Evrópumeistaratitla og samtals tólf landsmeistaratitla auk fjölda annarra titla. Þá var hann til að mynda valinn verðmætasti leikmaður úrslita Meistaradeildar Evrópu tvisvar, árin 2014 og 2016. Aron segir í yfirlýsingu á Instagram að hann sé mjög stoltur af ferlinum. Hann telji hins vegar að nú sé mál að linni og að best sé fyrir sig og framtíðina að hætta núna. Hann hefði getað þegið laun hjá Veszprém í eitt ár til viðbótar en átti sjálfur frumkvæðið að því að rifta samningi sínum við félagið, eins og fram kemur á heimasíðu þess. „Hann hafði samband við stjórnendur og tilkynnti, af sannri íþróttamennsku, að hann teldi sig ekki hafa líkamlega burði til að hjálpa liðinu í framtíðinni af þeim krafti sem þyrfti til að við næðum markmiðum okkar. Hann setti því hagsmuni liðsins í forgang og fór fram á riftun samningsins og félagið virðir þá ósk,“ segir í greininni. 🔥 The Legend Says GoodbyeAron Pálmarsson 🇮🇸 ends a glorious career after titles in 🇩🇪🇩🇰🇭🇺 with Kiel, Barça, Aalborg, Veszprem! His shot and leadership marked a golden era.Veszprem 🇭🇺 confirm he retires, citing physical toll,praised for honesty and legacy.©Hen Livgot (@livgot) pic.twitter.com/mVHl9UnEXW— Hen Livgot (@Hen_Livgot) May 26, 2025 Þar er honum þakkað sérstaklega eftir að hafa til að mynda unnið tvo ungverska meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og SEHA-deildina. Framkvæmdastjórinn Bartha tekur einnig til máls: „Ferill íþróttamanns ræðst ekki aðeins af hæfileikum hans í að spila, heldur einnig af persónuleika hans. Ég tel að leikmaður okkar, Aron Pálmarsson, hafi sýnt fram á sanna stórmennsku þegar hann hafði samband við mig fyrir fáeinum dögum og gaf til kynna að miðað við heilsufar sitt væri hann ekki klár í að hjálpa liðinu til fulls á hæsta stigi íþróttarinnar í framtíðinni. Samningur hans var til eins árs til viðbótar en hann bað um að fá að segja honum upp og sama hversu erfitt það var, þá tel ég að Aron hafi tekið rétta ákvörðun. Ég óska honum þess innilega að, rétt eins og hann hefur áorkað öllu á íþróttaferli sínum, muni hann einnig finna sinn rétta stað í borgaralegu lífi, en ég þekki hann persónulega og efast ekki um það.“ Handbolti Ungverski handboltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Þetta segir í grein Veszprém um brotthvarf Arons, þar sem einnig er vitnað í framkvæmdastjóra félagsins, Dr. Csaba Bartha, sem fer afar fögrum orðum um hinn 34 ára gamla Hafnfirðing. Aron leggur handboltaskóna á hilluna í sumar en hyggst fyrst bæta ungverskum meistaratitli við ótrúlegt verðlaunasafn sitt sem inniheldur meðal annars þrjá Evrópumeistaratitla og samtals tólf landsmeistaratitla auk fjölda annarra titla. Þá var hann til að mynda valinn verðmætasti leikmaður úrslita Meistaradeildar Evrópu tvisvar, árin 2014 og 2016. Aron segir í yfirlýsingu á Instagram að hann sé mjög stoltur af ferlinum. Hann telji hins vegar að nú sé mál að linni og að best sé fyrir sig og framtíðina að hætta núna. Hann hefði getað þegið laun hjá Veszprém í eitt ár til viðbótar en átti sjálfur frumkvæðið að því að rifta samningi sínum við félagið, eins og fram kemur á heimasíðu þess. „Hann hafði samband við stjórnendur og tilkynnti, af sannri íþróttamennsku, að hann teldi sig ekki hafa líkamlega burði til að hjálpa liðinu í framtíðinni af þeim krafti sem þyrfti til að við næðum markmiðum okkar. Hann setti því hagsmuni liðsins í forgang og fór fram á riftun samningsins og félagið virðir þá ósk,“ segir í greininni. 🔥 The Legend Says GoodbyeAron Pálmarsson 🇮🇸 ends a glorious career after titles in 🇩🇪🇩🇰🇭🇺 with Kiel, Barça, Aalborg, Veszprem! His shot and leadership marked a golden era.Veszprem 🇭🇺 confirm he retires, citing physical toll,praised for honesty and legacy.©Hen Livgot (@livgot) pic.twitter.com/mVHl9UnEXW— Hen Livgot (@Hen_Livgot) May 26, 2025 Þar er honum þakkað sérstaklega eftir að hafa til að mynda unnið tvo ungverska meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og SEHA-deildina. Framkvæmdastjórinn Bartha tekur einnig til máls: „Ferill íþróttamanns ræðst ekki aðeins af hæfileikum hans í að spila, heldur einnig af persónuleika hans. Ég tel að leikmaður okkar, Aron Pálmarsson, hafi sýnt fram á sanna stórmennsku þegar hann hafði samband við mig fyrir fáeinum dögum og gaf til kynna að miðað við heilsufar sitt væri hann ekki klár í að hjálpa liðinu til fulls á hæsta stigi íþróttarinnar í framtíðinni. Samningur hans var til eins árs til viðbótar en hann bað um að fá að segja honum upp og sama hversu erfitt það var, þá tel ég að Aron hafi tekið rétta ákvörðun. Ég óska honum þess innilega að, rétt eins og hann hefur áorkað öllu á íþróttaferli sínum, muni hann einnig finna sinn rétta stað í borgaralegu lífi, en ég þekki hann persónulega og efast ekki um það.“
Handbolti Ungverski handboltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira