Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar 25. maí 2025 10:33 Það er ekki ýkja langt síðan að allir bjuggu í sveit. Búandi á Íslandi var nokkurn veginn um tvennt að velja; annað hvort að vera bóndi eða þá að sækja sjóinn. Hvoru tveggja fólst í því að afla matar sem enginn hefur jú nokkurn tímann getað verið án. En margt hefur svo sannarlega breyst í gegnum tíðina. Sveitirnar okkar endurspegla þjóðarsál Íslendinga, þær umlykja og eru umluktar okkar mestu gersemi og stolti, íslenskri náttúru. Þó að flestir Íslendingar búi nú í þéttbýli, þá lifir tengingin við sveitina sterkt áfram – í matnum sem við borðum, landslaginu sem við dáumst að og gildunum sem við höldum í. En á tímum aukins hraða og breytinga í samfélaginu þarf að huga að og rækta tengsl bænda og neytenda. Við þurfum að endurnýja heitin milli bænda og borgar. Það er mikilvægt að efla skilning og traust á milli þessara tveggja heima. Neytendur vilja vita hvaðan maturinn kemur; hvort sem það er í versluninni, veitingastaðnum eða mötuneytinu, hvernig hann er framleiddur og að landbúnaðurinn sé rekinn með ábyrgum hætti. Bændur vilja á sama tíma standa undir væntingum neytenda og heyra hverjar þær eru. Bændur vilja sömuleiðis að afurðir þeirra séu metnar að verðleikum og að það sé skilningur á þeirri þrotlausu vinnu og fagmennsku sem liggur að baki hverri fullunninni vöru. Við bændur stöndum með neytendum og neytendur standa með okkur. Það traust og sú samstaða er lykillinn að því að halda uppi sterkum og sjálfbærum landbúnaði í þágu þjóðar. Íslenskir bændur leggja sig fram við að framleiða hágæða matvæli, nýta nýjustu tækni og þróa framleiðslu með umhverfið í huga. Það er engin tilviljun að íslenskar landbúnaðarafurðir njóta trausts – þær byggja á hreinni náttúru, vandaðri vinnu og alúð. Neytendur kjósa íslenskt – það skiptir máli. Þegar við veljum íslenskt, styðjum við ekki aðeins nærsamfélagið heldur einnig áframhaldandi þróun og nýsköpun í landbúnaði. Við verjum matvæla- og fæðuöryggi okkar, styðjum við sjálfbæra framleiðslu og tryggjum að sveitirnar okkar haldi áfram að vera lifandi hluti af íslenskri menningu. Við erum öll í sama liðinu – bændur og neytendur – öll úr sömu sveit. Þess vegna er full ástæða til bjartsýni. Saman munum við tryggja góða og bjarta framtíð fyrir íslenskan landbúnað, í þágu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Samtaka ungra bænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er ekki ýkja langt síðan að allir bjuggu í sveit. Búandi á Íslandi var nokkurn veginn um tvennt að velja; annað hvort að vera bóndi eða þá að sækja sjóinn. Hvoru tveggja fólst í því að afla matar sem enginn hefur jú nokkurn tímann getað verið án. En margt hefur svo sannarlega breyst í gegnum tíðina. Sveitirnar okkar endurspegla þjóðarsál Íslendinga, þær umlykja og eru umluktar okkar mestu gersemi og stolti, íslenskri náttúru. Þó að flestir Íslendingar búi nú í þéttbýli, þá lifir tengingin við sveitina sterkt áfram – í matnum sem við borðum, landslaginu sem við dáumst að og gildunum sem við höldum í. En á tímum aukins hraða og breytinga í samfélaginu þarf að huga að og rækta tengsl bænda og neytenda. Við þurfum að endurnýja heitin milli bænda og borgar. Það er mikilvægt að efla skilning og traust á milli þessara tveggja heima. Neytendur vilja vita hvaðan maturinn kemur; hvort sem það er í versluninni, veitingastaðnum eða mötuneytinu, hvernig hann er framleiddur og að landbúnaðurinn sé rekinn með ábyrgum hætti. Bændur vilja á sama tíma standa undir væntingum neytenda og heyra hverjar þær eru. Bændur vilja sömuleiðis að afurðir þeirra séu metnar að verðleikum og að það sé skilningur á þeirri þrotlausu vinnu og fagmennsku sem liggur að baki hverri fullunninni vöru. Við bændur stöndum með neytendum og neytendur standa með okkur. Það traust og sú samstaða er lykillinn að því að halda uppi sterkum og sjálfbærum landbúnaði í þágu þjóðar. Íslenskir bændur leggja sig fram við að framleiða hágæða matvæli, nýta nýjustu tækni og þróa framleiðslu með umhverfið í huga. Það er engin tilviljun að íslenskar landbúnaðarafurðir njóta trausts – þær byggja á hreinni náttúru, vandaðri vinnu og alúð. Neytendur kjósa íslenskt – það skiptir máli. Þegar við veljum íslenskt, styðjum við ekki aðeins nærsamfélagið heldur einnig áframhaldandi þróun og nýsköpun í landbúnaði. Við verjum matvæla- og fæðuöryggi okkar, styðjum við sjálfbæra framleiðslu og tryggjum að sveitirnar okkar haldi áfram að vera lifandi hluti af íslenskri menningu. Við erum öll í sama liðinu – bændur og neytendur – öll úr sömu sveit. Þess vegna er full ástæða til bjartsýni. Saman munum við tryggja góða og bjarta framtíð fyrir íslenskan landbúnað, í þágu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Samtaka ungra bænda.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun