Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar 25. maí 2025 10:33 Það er ekki ýkja langt síðan að allir bjuggu í sveit. Búandi á Íslandi var nokkurn veginn um tvennt að velja; annað hvort að vera bóndi eða þá að sækja sjóinn. Hvoru tveggja fólst í því að afla matar sem enginn hefur jú nokkurn tímann getað verið án. En margt hefur svo sannarlega breyst í gegnum tíðina. Sveitirnar okkar endurspegla þjóðarsál Íslendinga, þær umlykja og eru umluktar okkar mestu gersemi og stolti, íslenskri náttúru. Þó að flestir Íslendingar búi nú í þéttbýli, þá lifir tengingin við sveitina sterkt áfram – í matnum sem við borðum, landslaginu sem við dáumst að og gildunum sem við höldum í. En á tímum aukins hraða og breytinga í samfélaginu þarf að huga að og rækta tengsl bænda og neytenda. Við þurfum að endurnýja heitin milli bænda og borgar. Það er mikilvægt að efla skilning og traust á milli þessara tveggja heima. Neytendur vilja vita hvaðan maturinn kemur; hvort sem það er í versluninni, veitingastaðnum eða mötuneytinu, hvernig hann er framleiddur og að landbúnaðurinn sé rekinn með ábyrgum hætti. Bændur vilja á sama tíma standa undir væntingum neytenda og heyra hverjar þær eru. Bændur vilja sömuleiðis að afurðir þeirra séu metnar að verðleikum og að það sé skilningur á þeirri þrotlausu vinnu og fagmennsku sem liggur að baki hverri fullunninni vöru. Við bændur stöndum með neytendum og neytendur standa með okkur. Það traust og sú samstaða er lykillinn að því að halda uppi sterkum og sjálfbærum landbúnaði í þágu þjóðar. Íslenskir bændur leggja sig fram við að framleiða hágæða matvæli, nýta nýjustu tækni og þróa framleiðslu með umhverfið í huga. Það er engin tilviljun að íslenskar landbúnaðarafurðir njóta trausts – þær byggja á hreinni náttúru, vandaðri vinnu og alúð. Neytendur kjósa íslenskt – það skiptir máli. Þegar við veljum íslenskt, styðjum við ekki aðeins nærsamfélagið heldur einnig áframhaldandi þróun og nýsköpun í landbúnaði. Við verjum matvæla- og fæðuöryggi okkar, styðjum við sjálfbæra framleiðslu og tryggjum að sveitirnar okkar haldi áfram að vera lifandi hluti af íslenskri menningu. Við erum öll í sama liðinu – bændur og neytendur – öll úr sömu sveit. Þess vegna er full ástæða til bjartsýni. Saman munum við tryggja góða og bjarta framtíð fyrir íslenskan landbúnað, í þágu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Samtaka ungra bænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ekki ýkja langt síðan að allir bjuggu í sveit. Búandi á Íslandi var nokkurn veginn um tvennt að velja; annað hvort að vera bóndi eða þá að sækja sjóinn. Hvoru tveggja fólst í því að afla matar sem enginn hefur jú nokkurn tímann getað verið án. En margt hefur svo sannarlega breyst í gegnum tíðina. Sveitirnar okkar endurspegla þjóðarsál Íslendinga, þær umlykja og eru umluktar okkar mestu gersemi og stolti, íslenskri náttúru. Þó að flestir Íslendingar búi nú í þéttbýli, þá lifir tengingin við sveitina sterkt áfram – í matnum sem við borðum, landslaginu sem við dáumst að og gildunum sem við höldum í. En á tímum aukins hraða og breytinga í samfélaginu þarf að huga að og rækta tengsl bænda og neytenda. Við þurfum að endurnýja heitin milli bænda og borgar. Það er mikilvægt að efla skilning og traust á milli þessara tveggja heima. Neytendur vilja vita hvaðan maturinn kemur; hvort sem það er í versluninni, veitingastaðnum eða mötuneytinu, hvernig hann er framleiddur og að landbúnaðurinn sé rekinn með ábyrgum hætti. Bændur vilja á sama tíma standa undir væntingum neytenda og heyra hverjar þær eru. Bændur vilja sömuleiðis að afurðir þeirra séu metnar að verðleikum og að það sé skilningur á þeirri þrotlausu vinnu og fagmennsku sem liggur að baki hverri fullunninni vöru. Við bændur stöndum með neytendum og neytendur standa með okkur. Það traust og sú samstaða er lykillinn að því að halda uppi sterkum og sjálfbærum landbúnaði í þágu þjóðar. Íslenskir bændur leggja sig fram við að framleiða hágæða matvæli, nýta nýjustu tækni og þróa framleiðslu með umhverfið í huga. Það er engin tilviljun að íslenskar landbúnaðarafurðir njóta trausts – þær byggja á hreinni náttúru, vandaðri vinnu og alúð. Neytendur kjósa íslenskt – það skiptir máli. Þegar við veljum íslenskt, styðjum við ekki aðeins nærsamfélagið heldur einnig áframhaldandi þróun og nýsköpun í landbúnaði. Við verjum matvæla- og fæðuöryggi okkar, styðjum við sjálfbæra framleiðslu og tryggjum að sveitirnar okkar haldi áfram að vera lifandi hluti af íslenskri menningu. Við erum öll í sama liðinu – bændur og neytendur – öll úr sömu sveit. Þess vegna er full ástæða til bjartsýni. Saman munum við tryggja góða og bjarta framtíð fyrir íslenskan landbúnað, í þágu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Samtaka ungra bænda.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun