Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2025 09:42 Slökkviliðsmenn berjast við eld eftir loftárás í Kænugarði. AP Minnst tólf létust, þar af þrjú börn, og fjöldi særðist í loftárásum Rússlandshers víða um Úkraínu í nótt. Árásirnar voru þær umfangsmestu frá upphafi stríðs. Embættismenn segja herinn hafa skotið 298 drónum og 69 loftskeytum á borgir víðsvegar um Úkraínu, þar með talið í Kænugarði. Í borginni Zhytomyr létust þrjú börn í árásunum. Árásirnar eru þær umfangsmestu frá upphafi stríðsins að því leyti að aldrei hafa jafnmörg vopn verið notuð þó að fleiri hafi látist í öðrum árásum, samkvæmt umfjöllun Reuters. Ihor Klymenko innviðaráðherra Úkraínu segir sextíu særða eftir árásirnar, sem gerðar voru á þriðja og síðasta degi fangaskipta sem fólu í sér skipti á þúsund föngum úr haldi Úkraínu gegn þúsund föngum úr haldi Rússlands. Volodímír Selenskí fordæmdi aðgerðaleysi Bandaríkjanna í yfirstandandi friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu í færslu á Telegram í morgun. „Þögn Bandaríkjanna og þögn annarra þjóða hvetur Pútín bara áfram,“ skrifaði hann í færsluna. „Hver einasta hryðjuverkaárás eins og þessi er nægileg ástæða til frekari viðskiptaþvingana gegn Rússum.“ Friðarviðræður ríkjanna tveggja hafa gengið brösuglega en Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnaði fyrr í vikunni að beita frekari viðskiptaþvingunum á Rússlandsstjórn eftir að hún hafnaði vopnahléstillögu Úkraínustjórnar. Í tillögunni fólst tafarlaust þrjátíu daga vopnahlé sem fyrsta skref í átt að friði. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Embættismenn segja herinn hafa skotið 298 drónum og 69 loftskeytum á borgir víðsvegar um Úkraínu, þar með talið í Kænugarði. Í borginni Zhytomyr létust þrjú börn í árásunum. Árásirnar eru þær umfangsmestu frá upphafi stríðsins að því leyti að aldrei hafa jafnmörg vopn verið notuð þó að fleiri hafi látist í öðrum árásum, samkvæmt umfjöllun Reuters. Ihor Klymenko innviðaráðherra Úkraínu segir sextíu særða eftir árásirnar, sem gerðar voru á þriðja og síðasta degi fangaskipta sem fólu í sér skipti á þúsund föngum úr haldi Úkraínu gegn þúsund föngum úr haldi Rússlands. Volodímír Selenskí fordæmdi aðgerðaleysi Bandaríkjanna í yfirstandandi friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu í færslu á Telegram í morgun. „Þögn Bandaríkjanna og þögn annarra þjóða hvetur Pútín bara áfram,“ skrifaði hann í færsluna. „Hver einasta hryðjuverkaárás eins og þessi er nægileg ástæða til frekari viðskiptaþvingana gegn Rússum.“ Friðarviðræður ríkjanna tveggja hafa gengið brösuglega en Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnaði fyrr í vikunni að beita frekari viðskiptaþvingunum á Rússlandsstjórn eftir að hún hafnaði vopnahléstillögu Úkraínustjórnar. Í tillögunni fólst tafarlaust þrjátíu daga vopnahlé sem fyrsta skref í átt að friði.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira