Erlent

Árásarkonan Þjóð­verji á fer­tugs­aldri

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Um hálf milljón manna ferðast um lestarstöðina á hverjum degi. 
Um hálf milljón manna ferðast um lestarstöðina á hverjum degi.  EPA

Þýsk kona á fertugsaldri var handtekinn á aðallestarstöðinni í Hamborg í Þýskalandi í gærkvöldi eftir að hafa veist að fólki sem beið þess að komast inn í lest vopnuð hníf. Átján eru særðir eftir árásina og þar af eru fjórir í lífshættu. 

Þetta kemur fram í umfjöllun Spiegel, þar sem haft er eftir lögreglu að konan verði dregin fyrir dómara í dag. Ekkert bendi til þess að árásin hafi verið gerð í pólitískum tilgangi og að geðmat verði framkvæmt á konunni. 

Friedrich Merz kanslari Þýskalands segir fréttir af árásinni átakanlegar og þakkar viðbragðsaðilum fyrir skjóta aðstoð. Hlúð var að einhverjum þolendum inni í lestinni sem beðið var eftir. 

Samkvæmt upplýsingum frá Deutsche Bahn, sem rekur lestarkerfið í Þýskalandi, verður fjórum brautarpöllum lokað í dag meðan rannsókn stendur yfir. Lestarstöðin er ein sú fjölfarnasta í Þýskalandi en um hálf milljón manna ferðast um stöðina dag hvern.


Tengdar fréttir

Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg

Tólf eru særðir eftir hnífstunguárás á aðallestarstöðinni í Hamborg. Kona hefur verið handtekinn af lögreglunni. Öll lestaumferð um stöðina hefur verið stöðvuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×