Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2025 18:47 Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsóknina umfangsmikla og á frumstigum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar inni í íbúðinni. vísir/samsett Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun vegna eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar bjuggu fjórir karlmenn sem leigðu herbergi í íbúðinni en einn þeirra var farinn í vinnuna þegar eldurinn kom upp. Þrír voru inni og komst einn þeirra út um glugga. Hinir tveir eru látnir. „Annar þeirra var frá Bandaríkjunum og á sextugsaldri og hinn var frá Tékklandi á fertugsaldri. Báðir höfðu þeir búið hér á landi í nokkur ár,“ segir Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við að þeir tengist einungis í gegnum það að vera samleigjendur. Sá þriðji er þungt haldinn. „Hann er mikið slasaður og mun líklegast þurfa að liggja á sjúkrahúsi í nokkra daga í viðbót.“ Ævar segir ekki tímabært að tjá sig um eldsupptök. Rannsókn stendur yfir og beinist meðal annars að því hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Er grunur um slíkt? „Ég get ekki tjáð mig um það að svo stöddu, það er eitt af því sem er til rannsóknar, það er hvort eldurinn hafi kviknað eða verið kveiktur og þá með saknæmum hætti.“ Er eitthvað sem bendir til þess? „Ég get ekki tjáð mig um það.“ Lögregla hefur tekið skýrslu af nokkrum aðilum. „Bæði af þeim sem lentu í brunanum og vitnum og íbúum í húsinu,“ segir Ævar. Slökkvilið hefur talað um að mikill eldur hafi verið í íbúðinni og samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar þar inni. Nágrannar lýstu því að hafa heyrt sprengingu í tengslum við eldsvoðann. Er eitthvað sem bendir til þess að hafi verið fíkniefnaframleiðsla í íbúðinni, eða eitthvað slíkt? „Nei, það er ekkert sem bendir til þess.“ Rannsóknin sé umfangsmikil og muni taka tíma. Heldurðu að það verði farið fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum? „Nei ég á ekki von á því,“ segir Ævar. Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærmorgun vegna eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar bjuggu fjórir karlmenn sem leigðu herbergi í íbúðinni en einn þeirra var farinn í vinnuna þegar eldurinn kom upp. Þrír voru inni og komst einn þeirra út um glugga. Hinir tveir eru látnir. „Annar þeirra var frá Bandaríkjunum og á sextugsaldri og hinn var frá Tékklandi á fertugsaldri. Báðir höfðu þeir búið hér á landi í nokkur ár,“ segir Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við að þeir tengist einungis í gegnum það að vera samleigjendur. Sá þriðji er þungt haldinn. „Hann er mikið slasaður og mun líklegast þurfa að liggja á sjúkrahúsi í nokkra daga í viðbót.“ Ævar segir ekki tímabært að tjá sig um eldsupptök. Rannsókn stendur yfir og beinist meðal annars að því hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Er grunur um slíkt? „Ég get ekki tjáð mig um það að svo stöddu, það er eitt af því sem er til rannsóknar, það er hvort eldurinn hafi kviknað eða verið kveiktur og þá með saknæmum hætti.“ Er eitthvað sem bendir til þess? „Ég get ekki tjáð mig um það.“ Lögregla hefur tekið skýrslu af nokkrum aðilum. „Bæði af þeim sem lentu í brunanum og vitnum og íbúum í húsinu,“ segir Ævar. Slökkvilið hefur talað um að mikill eldur hafi verið í íbúðinni og samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar þar inni. Nágrannar lýstu því að hafa heyrt sprengingu í tengslum við eldsvoðann. Er eitthvað sem bendir til þess að hafi verið fíkniefnaframleiðsla í íbúðinni, eða eitthvað slíkt? „Nei, það er ekkert sem bendir til þess.“ Rannsóknin sé umfangsmikil og muni taka tíma. Heldurðu að það verði farið fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum? „Nei ég á ekki von á því,“ segir Ævar.
Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira