„Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2025 19:13 Guðrún Eva er ráðalaus vegna aðstæða sonar síns sem fær ekki viðeigandi aðstoð. Stöð 2 Móðir fimmtán ára drengs með þroskaröskun óttast um líf hans en hún segir fjölskylduna allsstaðar koma að lokuðum dyrum. Hún segir son sinn hættulegan sjálfum sér og öðrum og óttast um öryggi hans sem og fjölskyldu sinnar. Guðrún Eva Jónsdóttir er móðir hins fimmtán ára gamla Hjartar Hlíðars. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun og hefur þurft á sérstökum stuðning að halda í skóla. Guðrún ræddi við fréttastofu fyrir fjórum árum þegar Hirti þá tólf ára, var synjað um skólavist. Nú er hann orðinn fimmtán ára gamall og mjög andlega veikur og segir Guðrún hann þurfa á aðstoð Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að halda. Það hafi hins vegar reynst þrautinni þyngri að tryggja honum það úrræði og eftir að hafa ráðist á lögregluþjón var hann vistaður á Stuðla. „Stuðlar er meðferðarrúrræði fyrir börn undir átján ára eldri sem eru í neyslu. Hvers vegna var hann sendur þangað? Af því að það voru ekki til nein önnur úrræði og þeir lofuðu því að hann kæmist inn á BUGL strax daginn eftir því hann er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Hann er núna í október búinn að stela bíl mínum og eyðileggja hann, þar til dæmis hefði hann getað verið búinn að skaða marga og nokkrum sinnum eftir það líka,“ segir Guðrún. „Enn og aftur þarf ég að ljúga að barninu mínu að hann þurfi bara að bíða hér í smá tíma því ég og amma þín erum að fara niður á spítala á fund og við ætlum að bjarga þér í læknishendur. Barnið mitt brotnar í viðurvist þriggja ef ekki fjögurra starfsmanna þarna og öskrar: „Mamma hjálpaðu mér hjálpaðu mér hjálpaðu mér, ég vil bara hjálp ég drep mig ég drep mig ég drep mig ég drep mig.“ Hjörtur hafi brugðist illa við því að frekari aðstoð væri ekki í boði og segir Guðrún son sinn þá hafa verið beittan mikilli hörku, auk þess sem hann hafi ekki fengið lyfin sín og upplifað mikil fráhvarfseinkenni. „Á meðan það var beðið eftir sjúkrabíl þá grýtti lögreglan honum inn í sjúkrabíl og læsti og svo bankar hann og bankar og bankar á hurðina því hann þurfti svo mikið að æla. Fyrir utan sjálfsmorðshugleiðingarnar þá er barnið mitt í bullandi fráhvörfum af lyfjunum sem hann þarf að vera á en það opnar enginn fyrir honum og hann þarf að æla út um allt þarna inni. Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Hún lýsir fálæti kerfisins gagnvart syni sínum og segist ráðþrota vegna málsins. Foreldrar hennar aðstoði og hafi tekið Hjört að sér, tímabundið. „Nú sitja foreldrarnir mínir heima, því ég get ekki tekið hann, því mér ber að vernda tvö önnur börn líka og við eigum bara að bíða eftir næsta kasti og hvað skeður þá?“ Hún segir kerfið bjóða sér upp á tvo kosti, taka son sinn að sér, eða: „Eða ákveða það ha, vera með hin börnin mín og setja hann út á götu, því það ætlar enginn að taka hann. Ég er með pappíra þar sem er sagt að hann á ekki heima í þessu úrræði og ekki þessu.“ Geðheilbrigði Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Einhverfa Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Guðrún Eva Jónsdóttir er móðir hins fimmtán ára gamla Hjartar Hlíðars. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun og hefur þurft á sérstökum stuðning að halda í skóla. Guðrún ræddi við fréttastofu fyrir fjórum árum þegar Hirti þá tólf ára, var synjað um skólavist. Nú er hann orðinn fimmtán ára gamall og mjög andlega veikur og segir Guðrún hann þurfa á aðstoð Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að halda. Það hafi hins vegar reynst þrautinni þyngri að tryggja honum það úrræði og eftir að hafa ráðist á lögregluþjón var hann vistaður á Stuðla. „Stuðlar er meðferðarrúrræði fyrir börn undir átján ára eldri sem eru í neyslu. Hvers vegna var hann sendur þangað? Af því að það voru ekki til nein önnur úrræði og þeir lofuðu því að hann kæmist inn á BUGL strax daginn eftir því hann er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Hann er núna í október búinn að stela bíl mínum og eyðileggja hann, þar til dæmis hefði hann getað verið búinn að skaða marga og nokkrum sinnum eftir það líka,“ segir Guðrún. „Enn og aftur þarf ég að ljúga að barninu mínu að hann þurfi bara að bíða hér í smá tíma því ég og amma þín erum að fara niður á spítala á fund og við ætlum að bjarga þér í læknishendur. Barnið mitt brotnar í viðurvist þriggja ef ekki fjögurra starfsmanna þarna og öskrar: „Mamma hjálpaðu mér hjálpaðu mér hjálpaðu mér, ég vil bara hjálp ég drep mig ég drep mig ég drep mig ég drep mig.“ Hjörtur hafi brugðist illa við því að frekari aðstoð væri ekki í boði og segir Guðrún son sinn þá hafa verið beittan mikilli hörku, auk þess sem hann hafi ekki fengið lyfin sín og upplifað mikil fráhvarfseinkenni. „Á meðan það var beðið eftir sjúkrabíl þá grýtti lögreglan honum inn í sjúkrabíl og læsti og svo bankar hann og bankar og bankar á hurðina því hann þurfti svo mikið að æla. Fyrir utan sjálfsmorðshugleiðingarnar þá er barnið mitt í bullandi fráhvörfum af lyfjunum sem hann þarf að vera á en það opnar enginn fyrir honum og hann þarf að æla út um allt þarna inni. Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Hún lýsir fálæti kerfisins gagnvart syni sínum og segist ráðþrota vegna málsins. Foreldrar hennar aðstoði og hafi tekið Hjört að sér, tímabundið. „Nú sitja foreldrarnir mínir heima, því ég get ekki tekið hann, því mér ber að vernda tvö önnur börn líka og við eigum bara að bíða eftir næsta kasti og hvað skeður þá?“ Hún segir kerfið bjóða sér upp á tvo kosti, taka son sinn að sér, eða: „Eða ákveða það ha, vera með hin börnin mín og setja hann út á götu, því það ætlar enginn að taka hann. Ég er með pappíra þar sem er sagt að hann á ekki heima í þessu úrræði og ekki þessu.“
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Einhverfa Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira