Hlutafjárvirði Samkaupa lækkaði um nærri helming á fáeinum mánuðum

Í fyrirhuguðum kaupum Orkunnar, dótturfélags SKEL, á meirihluta hlutafjár í Samkaupum er virði matvörukeðjunnar metið á tæplega fimmtíu prósent lægra gengi heldur en þegar ráðist var í hlutafjárhækkun fyrir nokkrum mánuðum síðan. Á meðal skilyrða fyrir viðskiptunum er að það takist að fá skuldbindandi áskriftarloforð frá fjárfestum til að leggja Samkaupum til að lágmarki tvo milljarða í nýtt hlutafé til að treysta fjárhagsstöðuna en rekstur félagsins hefur verið afar erfiður að undanförnu.
Tengdar fréttir

Heimkaup undir hatt Samkaupa
Samkaup og Heimkaup hafa komist að samkomulagi um helstu forsendur sameiningar félaganna.

Kaupin í Sýn gætu verið „öfug leið“ að skráningu verslunarfélaga í eigu SKEL
Markmiðið með kaupum SKEL á ríflega tíu prósenta hlut í Sýn gæti verið undanfari þess að vilja láta reyna á samrunaviðræður við Samkaup/Heimkaup og þannig fara öfuga leið að boðaðri skráningu verslunarsamsteypunnar á hlutabréfamarkað, að mati hlutabréfagreinanda. Kaupin hjá SKEL voru gerð aðeins örfáum dögum fyrir aðalfund Sýnar en sennilegt er talið að stjórnendur fjárfestingafélagsins muni fara fram á að boðað verði til nýs hluthafafundar í því skyni að tilnefna fulltrúa sinn í stjórn fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins.