Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. maí 2025 09:02 Auðlindaskattar, hvort sem þeir eru á sjávarútveg, orkuvinnslu, ferðaþjónustu eða á hvað sem fólki kann að detta í hug að innheimta auðlindaskatt af, eru aldrei að fara að ríða einhvern stórkostlegan baggamun til góðs í ríkisbókhaldinu. Sem dæmi, mun veiðigjaldið, þrátt fyrir boðaða hækkun ekki ná því að verða 2% af tekjum ríkissjóðs. Auðlindaskattar eru í eðli sínu skattar á verðmætasköpun. Hér er þó ekki verið að segja, að ekki eigi að rukka hér veiðigjald eða önnur gjöld af noktun auðlinda í þjóðar eða ríkiseign. Heldur að það sé óskynsamlegt að nota þá skatta sem tæki til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Innheimta auðlindaskatta eða gjalda, þarf því að vera í senn hófleg og ekki setja íþyngjandi hömlur á aukna verðmætasköpun þeirra sem auðlindirnar nýta. Hvað sem huglægum ómælanlegum réttlætis og sanngirnisrökum líður. Aukin verðmætasköpun er drifkraftur og forsenda þess að tekjur ríkissjóðs hækki nægjanlega, svo hægt sé að reka þetta ágæta þjóðfélag okkar sómasamlega. Ef farið er of geyst í það að skattleggja verðmætasköpun, getur það haft þau áhrif að tekjur ríkissjóðs lækki í stað þess að hækka, eins og stefnt var að í upphafi með hækkun skattsins. Auk þess sem að íþyngjandi auðlindaskattar geta dregið verulega úr alþjóðlegri samkeppnishæfni okkar og rýrt þar með lífskjör hér verulega. Aukin verðmætasköpun er forsenda þess að fyrirtækin í landinu, geti ráðið fólk í vinnu, greitt því þokkaleg eða jafnvel góð laun og fjárfest í nýsköpun og búnaði til þess að auka við sína verðmætasköpun, ásamt því að efla markaðssetningu á sinni vöru og þjónustu. Aukin verðmætasköpun er jafnframt lykilforsenda þess að hér verði lífskjör áfram með besta móti á heimsvísu. Ef skattlagning þrengir að vexti þeirra fyrirtækja er verðmætin skapa, þá er auðvitað hætta á því að fyrirtækin þurfi að hagræða hjá sér. Fresta eða hætta við nýjar fjárfestingar og hægja á nýjum ráðningum eða jafnvel segja upp starfsfólki til þess að lækka kostnað. Það mun veikja stærstu skattstofna okkar, tekjuskatt og virðisaukaskatt. Gæti veiking skattstofnana hæglega numið hærri upphæð en áætlaður ávinningur ríkissjóðs af auðlindaskattnum eða gjaldinu. Það er því veruleg hætta á því, að ef stjórnmálamenn missa sig í því að toppa réttlætiskennd hvors annars með sífellt "réttlátari" og “sanngjarnari” skattheimtu af verðmætasköpun, að tekjur ríkissjóðs til reksturs allra okkar kerfa, heilbrigðis, velferðar, mennta, samgöngu og fleiri kerfa minnki og verði á endanum ónægar til þess að rekstur ríkissjóðs verði nokkurn tímann sjálfbær. Sanngirni, já – en ekki á kostnað framtíðarinnar. Réttlæti, vissulega – en byggt á raunverulegum verðmætum, ekki pólitískum slagorðum. Ef við viljum samfélag sem stendur undir velferð, menntun og öryggi, þá verðum við að byrja á því að spyrja: Hverjir skapa verðmætin – og hvernig tryggjum við að þeir geti haldið því áfram? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Auðlindaskattar, hvort sem þeir eru á sjávarútveg, orkuvinnslu, ferðaþjónustu eða á hvað sem fólki kann að detta í hug að innheimta auðlindaskatt af, eru aldrei að fara að ríða einhvern stórkostlegan baggamun til góðs í ríkisbókhaldinu. Sem dæmi, mun veiðigjaldið, þrátt fyrir boðaða hækkun ekki ná því að verða 2% af tekjum ríkissjóðs. Auðlindaskattar eru í eðli sínu skattar á verðmætasköpun. Hér er þó ekki verið að segja, að ekki eigi að rukka hér veiðigjald eða önnur gjöld af noktun auðlinda í þjóðar eða ríkiseign. Heldur að það sé óskynsamlegt að nota þá skatta sem tæki til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Innheimta auðlindaskatta eða gjalda, þarf því að vera í senn hófleg og ekki setja íþyngjandi hömlur á aukna verðmætasköpun þeirra sem auðlindirnar nýta. Hvað sem huglægum ómælanlegum réttlætis og sanngirnisrökum líður. Aukin verðmætasköpun er drifkraftur og forsenda þess að tekjur ríkissjóðs hækki nægjanlega, svo hægt sé að reka þetta ágæta þjóðfélag okkar sómasamlega. Ef farið er of geyst í það að skattleggja verðmætasköpun, getur það haft þau áhrif að tekjur ríkissjóðs lækki í stað þess að hækka, eins og stefnt var að í upphafi með hækkun skattsins. Auk þess sem að íþyngjandi auðlindaskattar geta dregið verulega úr alþjóðlegri samkeppnishæfni okkar og rýrt þar með lífskjör hér verulega. Aukin verðmætasköpun er forsenda þess að fyrirtækin í landinu, geti ráðið fólk í vinnu, greitt því þokkaleg eða jafnvel góð laun og fjárfest í nýsköpun og búnaði til þess að auka við sína verðmætasköpun, ásamt því að efla markaðssetningu á sinni vöru og þjónustu. Aukin verðmætasköpun er jafnframt lykilforsenda þess að hér verði lífskjör áfram með besta móti á heimsvísu. Ef skattlagning þrengir að vexti þeirra fyrirtækja er verðmætin skapa, þá er auðvitað hætta á því að fyrirtækin þurfi að hagræða hjá sér. Fresta eða hætta við nýjar fjárfestingar og hægja á nýjum ráðningum eða jafnvel segja upp starfsfólki til þess að lækka kostnað. Það mun veikja stærstu skattstofna okkar, tekjuskatt og virðisaukaskatt. Gæti veiking skattstofnana hæglega numið hærri upphæð en áætlaður ávinningur ríkissjóðs af auðlindaskattnum eða gjaldinu. Það er því veruleg hætta á því, að ef stjórnmálamenn missa sig í því að toppa réttlætiskennd hvors annars með sífellt "réttlátari" og “sanngjarnari” skattheimtu af verðmætasköpun, að tekjur ríkissjóðs til reksturs allra okkar kerfa, heilbrigðis, velferðar, mennta, samgöngu og fleiri kerfa minnki og verði á endanum ónægar til þess að rekstur ríkissjóðs verði nokkurn tímann sjálfbær. Sanngirni, já – en ekki á kostnað framtíðarinnar. Réttlæti, vissulega – en byggt á raunverulegum verðmætum, ekki pólitískum slagorðum. Ef við viljum samfélag sem stendur undir velferð, menntun og öryggi, þá verðum við að byrja á því að spyrja: Hverjir skapa verðmætin – og hvernig tryggjum við að þeir geti haldið því áfram? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun