NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2025 06:41 Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var við æfingu þegar hann lést. Vísir/Vilhelm Nefnd um eftirlit með lögreglu tekur fyrir í júní mál fjölskyldu sem hefur kvartað til nefndarinnar vegna framkomu lögreglumanns þegar þeir var tilkynnt um andlát sonar síns. Samkvæmt svörum frá nefndinni eru þau að bíða frekari gagna og stefni svo að því að taka málið fyrir í júní. Maðurinn, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson lést á björgunarsveitaræfingu við Tungufljótnærri Geysi í Haukadal í nóvember í fyrra. Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils sem var við æfingu síðdegis á sunnudegi 3. nóvember 2024. Fjallað var um mál mannsins í Morgunblaðinu í gær og tilkynningu foreldra hans til nefndarinnar. Þar kom fram að foreldrar mannsins fengu ekki að vita af andláti Sigurðar Kristófers fyrr en þremur tímum eftir andlát hans. Þar kom einnig fram að móðirin hafi heyrt í útvarpsfréttum RÚV klukkan sex að maður hefði fallið í fljótið. Fram kom í fréttum þegar slysið varð að lögreglu hafi borist tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur Gekk illa að fá upplýsingar Fjölskyldan hafi vitað að Sigurður Kristófer var á staðnum við æfingu og reynt að afla sér upplýsinga en það gengið illa. Þeim hafi þó verið tjáð að lögreglan væri á leið til þeirra. Þau hafi hitt lögreglumann fyrir utan heimili sitt sem var einn á ferð og spurt strax hvort Sigurður væri látinn. Þegar faðir hans kom inn eftir að hafa lagt bílnum hafi lögreglumaðurinn tilkynnt þeim að Sigurður væri látinn. Fjölskyldan gagnrýnir að ekki hafi verið kallaður til prestur eða nokkur annar til að sinna sálgæslu og að lögreglumaðurinn hafi farið stuttu eftir að hann tilkynnti þeim um andlátið, á meðan móðir hans og faðir voru enn í miklu uppnámi. Þá gagnrýna þau í greininni að farið hafi verið með lík Sigurðar á líkhús á Selfossi en ekki á höfuðborgarsvæðið þar sem hann var búsettur. Þau hafi viljað sjá hann en ekki treyst sér til að aka yfir heiðina í því ástandi sem þau voru í. Útfararstjórinn hafi á endanum sótt hann daginn eftir og flutt hann á höfuðborgarsvæðið. Mosfellsbær Lögreglan Lögreglumál Björgunarsveitir Bláskógabyggð Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Maðurinn, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson lést á björgunarsveitaræfingu við Tungufljótnærri Geysi í Haukadal í nóvember í fyrra. Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils sem var við æfingu síðdegis á sunnudegi 3. nóvember 2024. Fjallað var um mál mannsins í Morgunblaðinu í gær og tilkynningu foreldra hans til nefndarinnar. Þar kom fram að foreldrar mannsins fengu ekki að vita af andláti Sigurðar Kristófers fyrr en þremur tímum eftir andlát hans. Þar kom einnig fram að móðirin hafi heyrt í útvarpsfréttum RÚV klukkan sex að maður hefði fallið í fljótið. Fram kom í fréttum þegar slysið varð að lögreglu hafi borist tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur Gekk illa að fá upplýsingar Fjölskyldan hafi vitað að Sigurður Kristófer var á staðnum við æfingu og reynt að afla sér upplýsinga en það gengið illa. Þeim hafi þó verið tjáð að lögreglan væri á leið til þeirra. Þau hafi hitt lögreglumann fyrir utan heimili sitt sem var einn á ferð og spurt strax hvort Sigurður væri látinn. Þegar faðir hans kom inn eftir að hafa lagt bílnum hafi lögreglumaðurinn tilkynnt þeim að Sigurður væri látinn. Fjölskyldan gagnrýnir að ekki hafi verið kallaður til prestur eða nokkur annar til að sinna sálgæslu og að lögreglumaðurinn hafi farið stuttu eftir að hann tilkynnti þeim um andlátið, á meðan móðir hans og faðir voru enn í miklu uppnámi. Þá gagnrýna þau í greininni að farið hafi verið með lík Sigurðar á líkhús á Selfossi en ekki á höfuðborgarsvæðið þar sem hann var búsettur. Þau hafi viljað sjá hann en ekki treyst sér til að aka yfir heiðina í því ástandi sem þau voru í. Útfararstjórinn hafi á endanum sótt hann daginn eftir og flutt hann á höfuðborgarsvæðið.
Mosfellsbær Lögreglan Lögreglumál Björgunarsveitir Bláskógabyggð Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira