Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2025 19:15 Gunnar Karl Vignisson stefnir hátt í akstursíþróttum, ekki aðeins í hermiakstri. Vísir/VPE Stafræn aksturskeppni Formúlu 4 hefst í kvöld þar sem bestu ökuþórar landsins í aksturshermum leiða saman hesta sína. Landsliðsmaður í hermiakstri vill auka tengingu við raunverulegan akstur og stefnir sjálfur langt. Tíu lið verða í keppninni sem hefst í kvöld og fer fyrsti kappaksturinn af fimm fram á Suzuka-brautinni í Japan, eða stafrænni útgáfu af henni. Suzuka er á meðal brauta sem keppt er á í Formúlu 1. „Þetta er gríðarlega teknísk braut en verðlaunar ökuþóra sem þora. Ég er maður sem þorir,“ segir Gunnar Karl Vignisson, landsliðsmaður í hermiakstri, léttur. Klippa: Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Erfiður bíll í komandi keppnum Íþróttin krefst mikilla æfinga og kveðst Gunnar sjálfur æfa að lágmarki klukkustund á dag, en klukkustundirnar eru töluvert fleiri þegar nær dregur keppni. Hann hefur keyrt Suzuka-brautina í hundruð skipta undanfarna daga, og beygjurnar komnar inn í vöðvaminnið. „Maður miðar við nokkur hundruð hringi, í það minnsta, ef þú ætlar að reyna að vera eitthvað að vinna. Æfingin skapar meistarann, allan daginn. Ég gæti ekki neitt ef ég myndi bara hoppa inn,“ segir Gunnar. Bílarnir eru þó ólíkir þeim sem keppt er á í Formúlu 1 kappakstrinum, eru með minna niðurtog og getur reynst erfiðara að stýra. „Þetta er, svo ég viti, í fyrsta skipti sem við séum að fara djúpt í þennan bíl,“ segir Gunnar og bíllinn sé strembinn við að eiga. „Gríðarlega erfiður. Hann refsar. Hann gefur og tekur frá með sömu hendi.“ Það var því ekki úr vegi að fréttamaður skyldi setjast undir stýri og reyna fyrir sér á Suzuka- brautinni í þessum annars ágæta bíl. Skemmst er frá því að segja að bíllinn gjöreyðilagðist á fyrsta hring en blessunarlega var þá ekki verið að keyra bílinn í raunheimum. Stefnir út í heim Hermarnir eru mjög raunverulegir og til mörg dæmi um ökuþóra sem færa sig úr hermum yfir í raunverulegan kappakstur. Eitt dæmi um slíkt er Bretinn Jann Mardenborough sem var brautryðjandi hvað það varðar. Fjallað er um sögu hans frá því að spila Gran Turismo-tölvuleikina yfir í Formúlu 3 í kvikmyndinni Gran Turismo frá árinu 2023. „Það er ekki nógu margt fólk sem gerir sér grein fyrir því hversu ótrúlegt þetta er. Menn eru að fara á milli úr hermikappakstri í raunverulegan kappakstur allstaðar í útlöndum. Ég vil reyna að minnka og byggja þessa brú sem er á milli hermi- og raunheima,“ Það stefnir Gunnar á, að komast lengra í íþróttinni. „Að fara út. Að fara í Formúlu 4, Formúlu 3 og sýna hvað maður getur. Af því að maður getur þetta, það er bara að koma sér út,“ segir Gunnar. Keppni kvöldsins hefst klukkan 20:00 og verður streymt beint á síðu Aðalbón Racing, liðs Gunnars. Að neðan eru tenglar á bein streymi frá keppninni. YouTube: https://www.youtube.com/live/ECXIALA3lXc?si=3sxZoby6gfSItoBL Twitch: https://www.twitch.tv/adalbonracingteam Akstursíþróttir Rafíþróttir Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Tíu lið verða í keppninni sem hefst í kvöld og fer fyrsti kappaksturinn af fimm fram á Suzuka-brautinni í Japan, eða stafrænni útgáfu af henni. Suzuka er á meðal brauta sem keppt er á í Formúlu 1. „Þetta er gríðarlega teknísk braut en verðlaunar ökuþóra sem þora. Ég er maður sem þorir,“ segir Gunnar Karl Vignisson, landsliðsmaður í hermiakstri, léttur. Klippa: Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Erfiður bíll í komandi keppnum Íþróttin krefst mikilla æfinga og kveðst Gunnar sjálfur æfa að lágmarki klukkustund á dag, en klukkustundirnar eru töluvert fleiri þegar nær dregur keppni. Hann hefur keyrt Suzuka-brautina í hundruð skipta undanfarna daga, og beygjurnar komnar inn í vöðvaminnið. „Maður miðar við nokkur hundruð hringi, í það minnsta, ef þú ætlar að reyna að vera eitthvað að vinna. Æfingin skapar meistarann, allan daginn. Ég gæti ekki neitt ef ég myndi bara hoppa inn,“ segir Gunnar. Bílarnir eru þó ólíkir þeim sem keppt er á í Formúlu 1 kappakstrinum, eru með minna niðurtog og getur reynst erfiðara að stýra. „Þetta er, svo ég viti, í fyrsta skipti sem við séum að fara djúpt í þennan bíl,“ segir Gunnar og bíllinn sé strembinn við að eiga. „Gríðarlega erfiður. Hann refsar. Hann gefur og tekur frá með sömu hendi.“ Það var því ekki úr vegi að fréttamaður skyldi setjast undir stýri og reyna fyrir sér á Suzuka- brautinni í þessum annars ágæta bíl. Skemmst er frá því að segja að bíllinn gjöreyðilagðist á fyrsta hring en blessunarlega var þá ekki verið að keyra bílinn í raunheimum. Stefnir út í heim Hermarnir eru mjög raunverulegir og til mörg dæmi um ökuþóra sem færa sig úr hermum yfir í raunverulegan kappakstur. Eitt dæmi um slíkt er Bretinn Jann Mardenborough sem var brautryðjandi hvað það varðar. Fjallað er um sögu hans frá því að spila Gran Turismo-tölvuleikina yfir í Formúlu 3 í kvikmyndinni Gran Turismo frá árinu 2023. „Það er ekki nógu margt fólk sem gerir sér grein fyrir því hversu ótrúlegt þetta er. Menn eru að fara á milli úr hermikappakstri í raunverulegan kappakstur allstaðar í útlöndum. Ég vil reyna að minnka og byggja þessa brú sem er á milli hermi- og raunheima,“ Það stefnir Gunnar á, að komast lengra í íþróttinni. „Að fara út. Að fara í Formúlu 4, Formúlu 3 og sýna hvað maður getur. Af því að maður getur þetta, það er bara að koma sér út,“ segir Gunnar. Keppni kvöldsins hefst klukkan 20:00 og verður streymt beint á síðu Aðalbón Racing, liðs Gunnars. Að neðan eru tenglar á bein streymi frá keppninni. YouTube: https://www.youtube.com/live/ECXIALA3lXc?si=3sxZoby6gfSItoBL Twitch: https://www.twitch.tv/adalbonracingteam
Akstursíþróttir Rafíþróttir Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira