Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2025 19:15 Gunnar Karl Vignisson stefnir hátt í akstursíþróttum, ekki aðeins í hermiakstri. Vísir/VPE Stafræn aksturskeppni Formúlu 4 hefst í kvöld þar sem bestu ökuþórar landsins í aksturshermum leiða saman hesta sína. Landsliðsmaður í hermiakstri vill auka tengingu við raunverulegan akstur og stefnir sjálfur langt. Tíu lið verða í keppninni sem hefst í kvöld og fer fyrsti kappaksturinn af fimm fram á Suzuka-brautinni í Japan, eða stafrænni útgáfu af henni. Suzuka er á meðal brauta sem keppt er á í Formúlu 1. „Þetta er gríðarlega teknísk braut en verðlaunar ökuþóra sem þora. Ég er maður sem þorir,“ segir Gunnar Karl Vignisson, landsliðsmaður í hermiakstri, léttur. Klippa: Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Erfiður bíll í komandi keppnum Íþróttin krefst mikilla æfinga og kveðst Gunnar sjálfur æfa að lágmarki klukkustund á dag, en klukkustundirnar eru töluvert fleiri þegar nær dregur keppni. Hann hefur keyrt Suzuka-brautina í hundruð skipta undanfarna daga, og beygjurnar komnar inn í vöðvaminnið. „Maður miðar við nokkur hundruð hringi, í það minnsta, ef þú ætlar að reyna að vera eitthvað að vinna. Æfingin skapar meistarann, allan daginn. Ég gæti ekki neitt ef ég myndi bara hoppa inn,“ segir Gunnar. Bílarnir eru þó ólíkir þeim sem keppt er á í Formúlu 1 kappakstrinum, eru með minna niðurtog og getur reynst erfiðara að stýra. „Þetta er, svo ég viti, í fyrsta skipti sem við séum að fara djúpt í þennan bíl,“ segir Gunnar og bíllinn sé strembinn við að eiga. „Gríðarlega erfiður. Hann refsar. Hann gefur og tekur frá með sömu hendi.“ Það var því ekki úr vegi að fréttamaður skyldi setjast undir stýri og reyna fyrir sér á Suzuka- brautinni í þessum annars ágæta bíl. Skemmst er frá því að segja að bíllinn gjöreyðilagðist á fyrsta hring en blessunarlega var þá ekki verið að keyra bílinn í raunheimum. Stefnir út í heim Hermarnir eru mjög raunverulegir og til mörg dæmi um ökuþóra sem færa sig úr hermum yfir í raunverulegan kappakstur. Eitt dæmi um slíkt er Bretinn Jann Mardenborough sem var brautryðjandi hvað það varðar. Fjallað er um sögu hans frá því að spila Gran Turismo-tölvuleikina yfir í Formúlu 3 í kvikmyndinni Gran Turismo frá árinu 2023. „Það er ekki nógu margt fólk sem gerir sér grein fyrir því hversu ótrúlegt þetta er. Menn eru að fara á milli úr hermikappakstri í raunverulegan kappakstur allstaðar í útlöndum. Ég vil reyna að minnka og byggja þessa brú sem er á milli hermi- og raunheima,“ Það stefnir Gunnar á, að komast lengra í íþróttinni. „Að fara út. Að fara í Formúlu 4, Formúlu 3 og sýna hvað maður getur. Af því að maður getur þetta, það er bara að koma sér út,“ segir Gunnar. Keppni kvöldsins hefst klukkan 20:00 og verður streymt beint á síðu Aðalbón Racing, liðs Gunnars. Að neðan eru tenglar á bein streymi frá keppninni. YouTube: https://www.youtube.com/live/ECXIALA3lXc?si=3sxZoby6gfSItoBL Twitch: https://www.twitch.tv/adalbonracingteam Akstursíþróttir Rafíþróttir Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira
Tíu lið verða í keppninni sem hefst í kvöld og fer fyrsti kappaksturinn af fimm fram á Suzuka-brautinni í Japan, eða stafrænni útgáfu af henni. Suzuka er á meðal brauta sem keppt er á í Formúlu 1. „Þetta er gríðarlega teknísk braut en verðlaunar ökuþóra sem þora. Ég er maður sem þorir,“ segir Gunnar Karl Vignisson, landsliðsmaður í hermiakstri, léttur. Klippa: Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Erfiður bíll í komandi keppnum Íþróttin krefst mikilla æfinga og kveðst Gunnar sjálfur æfa að lágmarki klukkustund á dag, en klukkustundirnar eru töluvert fleiri þegar nær dregur keppni. Hann hefur keyrt Suzuka-brautina í hundruð skipta undanfarna daga, og beygjurnar komnar inn í vöðvaminnið. „Maður miðar við nokkur hundruð hringi, í það minnsta, ef þú ætlar að reyna að vera eitthvað að vinna. Æfingin skapar meistarann, allan daginn. Ég gæti ekki neitt ef ég myndi bara hoppa inn,“ segir Gunnar. Bílarnir eru þó ólíkir þeim sem keppt er á í Formúlu 1 kappakstrinum, eru með minna niðurtog og getur reynst erfiðara að stýra. „Þetta er, svo ég viti, í fyrsta skipti sem við séum að fara djúpt í þennan bíl,“ segir Gunnar og bíllinn sé strembinn við að eiga. „Gríðarlega erfiður. Hann refsar. Hann gefur og tekur frá með sömu hendi.“ Það var því ekki úr vegi að fréttamaður skyldi setjast undir stýri og reyna fyrir sér á Suzuka- brautinni í þessum annars ágæta bíl. Skemmst er frá því að segja að bíllinn gjöreyðilagðist á fyrsta hring en blessunarlega var þá ekki verið að keyra bílinn í raunheimum. Stefnir út í heim Hermarnir eru mjög raunverulegir og til mörg dæmi um ökuþóra sem færa sig úr hermum yfir í raunverulegan kappakstur. Eitt dæmi um slíkt er Bretinn Jann Mardenborough sem var brautryðjandi hvað það varðar. Fjallað er um sögu hans frá því að spila Gran Turismo-tölvuleikina yfir í Formúlu 3 í kvikmyndinni Gran Turismo frá árinu 2023. „Það er ekki nógu margt fólk sem gerir sér grein fyrir því hversu ótrúlegt þetta er. Menn eru að fara á milli úr hermikappakstri í raunverulegan kappakstur allstaðar í útlöndum. Ég vil reyna að minnka og byggja þessa brú sem er á milli hermi- og raunheima,“ Það stefnir Gunnar á, að komast lengra í íþróttinni. „Að fara út. Að fara í Formúlu 4, Formúlu 3 og sýna hvað maður getur. Af því að maður getur þetta, það er bara að koma sér út,“ segir Gunnar. Keppni kvöldsins hefst klukkan 20:00 og verður streymt beint á síðu Aðalbón Racing, liðs Gunnars. Að neðan eru tenglar á bein streymi frá keppninni. YouTube: https://www.youtube.com/live/ECXIALA3lXc?si=3sxZoby6gfSItoBL Twitch: https://www.twitch.tv/adalbonracingteam
Akstursíþróttir Rafíþróttir Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira