Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2025 09:32 Leikmenn Indiana Pacers fagna eftir að Tyrese Haliburton skoraði síðustu körfu venjulegs leiktíma gegn New York Knicks. Hann hélt að hann hefði tryggt liðinu sigurinn en reyndist svo hafa skorað tveggja stiga körfu en ekki þriggja. getty/Al Bello Þrátt fyrir að vera níu stigum undir þegar innan við mínúta var eftir af leiknum vann Indiana Pacers New York Knicks, 135-138, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum í Madison Square Garden leiddi Knicks með fjórtán stigum. Og þegar 58 sekúndur voru eftir kom Jalen Brunson heimamönnum níu stigum yfir, 121-112. En þá hófst eftirminnileg endurkoma Indiana. Aaron Nesmith skoraði ellefu stig og Tyrese Haliburton jafnaði svo metin í 125-125 með síðasta skoti venjulegs leiktíma. Hann hélt reyndar að hann hefði tryggt Pacers sigurinn og fagnaði með því að halda um hálsinn á sér. Þar vísaði hann í frægt fagn Reggies Miller í leik Pacers og Knicks 1994 sem var beint gegn leikstjórarnum Spike Lee. WHAT A SHOT BY TYRESE HALIBURTON 🤯🤯🤯 https://t.co/8wEwdkeRwZ pic.twitter.com/s497GwRWi9— NBA (@NBA) May 22, 2025 Eftir að karfan hafði verið skoðuð kom í ljós að Haliburton var fyrir innan þriggja stiga línuna og því þurfti að framlengja. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn, skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu ótrúlegan endurkomusigur, 135-138. Haliburton skoraði 31 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Nesmith skoraði þrjátíu stig og hitti úr átta af níu þriggja stiga skotum sínum. Hann skoraði sex þrista í 4. leikhluta sem er jöfnun á meti í sögu úrslitakeppninnar. WHAT A NIGHT FOR AARON NESMITH ‼️🎯 30 PTS (20 in 4Q)🎯 8 3PM (6 in 4Q)🎯 2 BLKAt his best when the lights were brightest 😤 pic.twitter.com/cbX3q8Ned2— NBA (@NBA) May 22, 2025 Brunson skoraði 43 stig fyrir Knicks og Karl-Anthony Towns 35 auk þess að taka tólf fráköst. NBA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum í Madison Square Garden leiddi Knicks með fjórtán stigum. Og þegar 58 sekúndur voru eftir kom Jalen Brunson heimamönnum níu stigum yfir, 121-112. En þá hófst eftirminnileg endurkoma Indiana. Aaron Nesmith skoraði ellefu stig og Tyrese Haliburton jafnaði svo metin í 125-125 með síðasta skoti venjulegs leiktíma. Hann hélt reyndar að hann hefði tryggt Pacers sigurinn og fagnaði með því að halda um hálsinn á sér. Þar vísaði hann í frægt fagn Reggies Miller í leik Pacers og Knicks 1994 sem var beint gegn leikstjórarnum Spike Lee. WHAT A SHOT BY TYRESE HALIBURTON 🤯🤯🤯 https://t.co/8wEwdkeRwZ pic.twitter.com/s497GwRWi9— NBA (@NBA) May 22, 2025 Eftir að karfan hafði verið skoðuð kom í ljós að Haliburton var fyrir innan þriggja stiga línuna og því þurfti að framlengja. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn, skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu ótrúlegan endurkomusigur, 135-138. Haliburton skoraði 31 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Nesmith skoraði þrjátíu stig og hitti úr átta af níu þriggja stiga skotum sínum. Hann skoraði sex þrista í 4. leikhluta sem er jöfnun á meti í sögu úrslitakeppninnar. WHAT A NIGHT FOR AARON NESMITH ‼️🎯 30 PTS (20 in 4Q)🎯 8 3PM (6 in 4Q)🎯 2 BLKAt his best when the lights were brightest 😤 pic.twitter.com/cbX3q8Ned2— NBA (@NBA) May 22, 2025 Brunson skoraði 43 stig fyrir Knicks og Karl-Anthony Towns 35 auk þess að taka tólf fráköst.
NBA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira