Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2025 09:32 Leikmenn Indiana Pacers fagna eftir að Tyrese Haliburton skoraði síðustu körfu venjulegs leiktíma gegn New York Knicks. Hann hélt að hann hefði tryggt liðinu sigurinn en reyndist svo hafa skorað tveggja stiga körfu en ekki þriggja. getty/Al Bello Þrátt fyrir að vera níu stigum undir þegar innan við mínúta var eftir af leiknum vann Indiana Pacers New York Knicks, 135-138, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum í Madison Square Garden leiddi Knicks með fjórtán stigum. Og þegar 58 sekúndur voru eftir kom Jalen Brunson heimamönnum níu stigum yfir, 121-112. En þá hófst eftirminnileg endurkoma Indiana. Aaron Nesmith skoraði ellefu stig og Tyrese Haliburton jafnaði svo metin í 125-125 með síðasta skoti venjulegs leiktíma. Hann hélt reyndar að hann hefði tryggt Pacers sigurinn og fagnaði með því að halda um hálsinn á sér. Þar vísaði hann í frægt fagn Reggies Miller í leik Pacers og Knicks 1994 sem var beint gegn leikstjórarnum Spike Lee. WHAT A SHOT BY TYRESE HALIBURTON 🤯🤯🤯 https://t.co/8wEwdkeRwZ pic.twitter.com/s497GwRWi9— NBA (@NBA) May 22, 2025 Eftir að karfan hafði verið skoðuð kom í ljós að Haliburton var fyrir innan þriggja stiga línuna og því þurfti að framlengja. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn, skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu ótrúlegan endurkomusigur, 135-138. Haliburton skoraði 31 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Nesmith skoraði þrjátíu stig og hitti úr átta af níu þriggja stiga skotum sínum. Hann skoraði sex þrista í 4. leikhluta sem er jöfnun á meti í sögu úrslitakeppninnar. WHAT A NIGHT FOR AARON NESMITH ‼️🎯 30 PTS (20 in 4Q)🎯 8 3PM (6 in 4Q)🎯 2 BLKAt his best when the lights were brightest 😤 pic.twitter.com/cbX3q8Ned2— NBA (@NBA) May 22, 2025 Brunson skoraði 43 stig fyrir Knicks og Karl-Anthony Towns 35 auk þess að taka tólf fráköst. NBA Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum í Madison Square Garden leiddi Knicks með fjórtán stigum. Og þegar 58 sekúndur voru eftir kom Jalen Brunson heimamönnum níu stigum yfir, 121-112. En þá hófst eftirminnileg endurkoma Indiana. Aaron Nesmith skoraði ellefu stig og Tyrese Haliburton jafnaði svo metin í 125-125 með síðasta skoti venjulegs leiktíma. Hann hélt reyndar að hann hefði tryggt Pacers sigurinn og fagnaði með því að halda um hálsinn á sér. Þar vísaði hann í frægt fagn Reggies Miller í leik Pacers og Knicks 1994 sem var beint gegn leikstjórarnum Spike Lee. WHAT A SHOT BY TYRESE HALIBURTON 🤯🤯🤯 https://t.co/8wEwdkeRwZ pic.twitter.com/s497GwRWi9— NBA (@NBA) May 22, 2025 Eftir að karfan hafði verið skoðuð kom í ljós að Haliburton var fyrir innan þriggja stiga línuna og því þurfti að framlengja. Þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn, skoruðu síðustu fjögur stigin og unnu ótrúlegan endurkomusigur, 135-138. Haliburton skoraði 31 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Nesmith skoraði þrjátíu stig og hitti úr átta af níu þriggja stiga skotum sínum. Hann skoraði sex þrista í 4. leikhluta sem er jöfnun á meti í sögu úrslitakeppninnar. WHAT A NIGHT FOR AARON NESMITH ‼️🎯 30 PTS (20 in 4Q)🎯 8 3PM (6 in 4Q)🎯 2 BLKAt his best when the lights were brightest 😤 pic.twitter.com/cbX3q8Ned2— NBA (@NBA) May 22, 2025 Brunson skoraði 43 stig fyrir Knicks og Karl-Anthony Towns 35 auk þess að taka tólf fráköst.
NBA Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira