Viðskipti innlent

Ráðinn markaðs­stjóri Bónuss

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur Thors.
Ólafur Thors.

Ólafur Thors hefur verið ráðinn markaðsstjóri Bónus.

Í tilkynningu segir að hann hafi yfir áratuga reynslu í markaðsmálum, stefnumótun og stafrænum lausnum.

„Ólafur lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Eftir stopp hjá Plain Vanilla hóf hann störf í markaðsdeild Íslandsbanka þar sem hann starfaði í tæp tíu ár. Meðal annars sem deildarstjóri Stafrænnar upplifunar þar sem hann leiddi stafræna markaðssetningu bankans, stýrði samfélagsmiðlum og tók þátt í að móta stefnu fyrir stafræna upplifun viðskiptavina.

Að auki hefur Ólafur skrifað handrit fyrir sjónvarpsauglýsingar og auglýsingaherferðir,“ segir í tilkynningunni.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×