Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar 20. maí 2025 10:01 Þann 19. maí kom út frétt á visir.is þess efnis að leggja eigi fram frumvarp sem vindi ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Skoðum stuttlega það virði sem jafnlaunavottun hefur fært Íslandi, atvinnurekendum, og starfsfólki almennt. Virði fyrir Ísland Þegar talað er um jafnrétti á erlendri grundu þá hefur jafnlaunavottun Íslands oft verið slengt fram og kynnt sem þessa frábæru vottun sem hefur kollvelt launamismunun og ójafnrétti milli kynjanna. Ef þessari umræðu fylgja tölur, þá sést vel að launamismunurinn er ennþá verulegur og breytist hægt milli ára, en þessi hægfara breyting er alfarið þakkað jafnlaunavottuninni. Jafnlaunavottunin er því frábær leið til þess að kynna Ísland sem jafnlaunaparadís og hampa einstaka stjórnmálafólki sem erindrekum og baráttufólki fyrir jafnrétti á erlendri grundu, á meðan raunveruleikinn er að hægfara breytingar á launamun milli ára er eingöngu vegna aukinnar almennar vitundarvakningar. Umfram það, þá skapar jafnlaunavottunin störf þar sem atvinnurekendur þurfa að gangast undir vottunina sjálfa og síðar reglulega endurskoðun á vottuninni frá utanaðkomandi vottunaraðila. Virði fyrir atvinnurekendur Jafnlaunavottunin á að vera aðferð til að minna atvinnurekendur á að jafnréttismál skipti máli, og á jafnframt að auka á þekkingu atvinnurekenda er kemur að ákvörðunum sem gætu tengst jafnrétti á hvers kyns máta. Jafnlaunavottunin á því ekki eingöngu að jafna út launin, heldur einnig viðhorf atvinnurekenda. Jafnlaunavottunin er því sett fram sem jafnlaunakerfi, sem hver og einn atvinnurekandi hannar til að þóknast þeirra viðskiptamódeli, og á jafnlaunavottunina að sjá til þess að viðskiptamódelið hampi öllum jafnt. Líkt og með öll önnur kerfi, þá er jafnlaunakerfið eingöngu jafn gott og það er hannað til að vera, og það er eingöngu jafn gott og það er notað til að vera. Að setja upp og viðhalda jafnlaunakerfinu krefst aukinnar vinnu af atvinnurekendum sem er annað hvort lögð á mannauðsdeild, launafulltrúa, eða á utanaðkomandi þriðju aðila. Hver svo sem lausnin þar er, þá skapar þetta ávallt aukinn kostnað fyrir atvinnurekanda. Eftir að jafnlaunakerfið er sett upp, þá er fastur kostnaður við mat á jafnlaunakerfinu til þess að hljóta jafnlaunavottun, og fastur árlegur kostnaður vegna endurmats og -skoðunar á jafnlaunakerfi atvinnurekanda af hendi þriðja aðila. Að hljóta jafnlaunavottunina og viðhalda henni er því einfalt mál en kostnaðarsamt fyrir atvinnurekendur. Að fylgja því sem jafnlaunavottunin á að kenna og standa fyrir er annað mál. Eftir að jafnlaunavottunin hefur fengist, þá er einfaldlega „fundin leið“ til þess að viðhalda launamun milli kynjanna, sem núna sést minna því launamunurinn hefur verið smættaður í jafnlaunakerfi sem er einfaldlega hannað til að réttlæta launamuninn. Jafnlaunavottunin er því lykill að meiri vinnu, auknum kostnaði, en engum breytingum af hendi atvinnurekenda er kemur að jafnréttismálum. Er því hægt að segja að jafnlaunavottunin sé íþyngjandi fyrir atvinnurekendur án þess að hafa nein jákvæð áhrif umfram það sem aukin vitundarvakning og þekking á jafnréttismálum myndi hafa. Virði fyrir starfsfólk almennt Jafnlaunavottunin er fín leið fyrir atvinnurekendur til að segja starfsfólki „svona eru bara launin, við getum ekkert gert“. Þar sem þetta er ekki virði fyrir starfsfólk almennt, heldur þvert þar á móti ef eitthvað er, þá verður almennu starfsfólki ekki gerður sá óleikur að halda því fram að eitthvað virði sé í jafnlaunavottuninni fyrir þau. En þar sem jafnlaunavottunin er hönnuð til að hampa jafnrétti fyrir alla, þá væri ósæmandi að nefna ekki þann hóp fólks sem aðallega verður fyrir barðinu á vottuninni. Að lokum Jafnlaunavottunin hefur skapað nokkur störf í formi uppsetningar á jafnlaunakerfi, yfirferð á kerfinu, útgáfu jafnlaunavottorða, og vegna reglulegra endurskoðunar á jafnlaunakerfum atvinnurekenda. Fleiri störf eru alltaf jákvæð að mati undirritaðrar, en á einhverjum tímapunkti þarf að spyrja hvort að tilgangurinn réttlæti hér meðalið. Undirrituð hefur sett upp þó nokkur jafnlaunakerfi og hefur til þess setið marga fundi með stjórnendum þar sem farið er yfir launatölur og bent á aðila úr minnihluta hópum sem eru að fá lægri laun en aðrir í sambærilegum störfum, og hefur verið sagt að „finna leið“ til þess að réttlæta þennan mun innan kerfisins. Undirrituð hefur setið marga fundi með stjórnendum þar sem „finna þarf leið“ til að hækka laun eins aðila umfram aðra í sambærilegum störfum. Undirrituð hefur einnig setið marga fundi þar sem auka átti á ábyrgð eða verkefni aðila sem innan jafnlaunakerfisins krafðist hærri launa, en „finna þurfti leið“ til að halda viðkomandi niðri í launum. Undirrituð skrifaði grein þessa með 87% uppsafnaðri reiði yfir því að hafa unnið með jafnlaunavottanir nú til fjölda ára, 9% pirringi yfir því að verkalýðshreyfingin sé ekki búin að standa upp á afturlappirnar og krefjast þess að þessi óskapnaður sé tekinn af og kerfi sem sé hannað til þess að virkilega hampa þeim sem hampa þarf sé tekið upp, og 4% þreytu yfir því að samfélagið á Íslandi sjálfkrafa sætti sig við hvaðeina sem sé hent yfir það án þess að berjast fyrir betri kjörum og jafnrétti. Baráttan fyrir jafnrétti mun aldrei ljúka. En að henda fram ónothæfu tóli og hampa sem frábærri aðferð til að ná fram jafnrétti hefur hindrað frekari framför sem glöggir aðilar á íslenskum vinnumarkaði ættu auðveldlega að sjá. Höfundur er mannauðsstjóri og baráttumanneskja gegn ójafnrétti á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sunna Arnardóttir Jafnréttismál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 19. maí kom út frétt á visir.is þess efnis að leggja eigi fram frumvarp sem vindi ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Skoðum stuttlega það virði sem jafnlaunavottun hefur fært Íslandi, atvinnurekendum, og starfsfólki almennt. Virði fyrir Ísland Þegar talað er um jafnrétti á erlendri grundu þá hefur jafnlaunavottun Íslands oft verið slengt fram og kynnt sem þessa frábæru vottun sem hefur kollvelt launamismunun og ójafnrétti milli kynjanna. Ef þessari umræðu fylgja tölur, þá sést vel að launamismunurinn er ennþá verulegur og breytist hægt milli ára, en þessi hægfara breyting er alfarið þakkað jafnlaunavottuninni. Jafnlaunavottunin er því frábær leið til þess að kynna Ísland sem jafnlaunaparadís og hampa einstaka stjórnmálafólki sem erindrekum og baráttufólki fyrir jafnrétti á erlendri grundu, á meðan raunveruleikinn er að hægfara breytingar á launamun milli ára er eingöngu vegna aukinnar almennar vitundarvakningar. Umfram það, þá skapar jafnlaunavottunin störf þar sem atvinnurekendur þurfa að gangast undir vottunina sjálfa og síðar reglulega endurskoðun á vottuninni frá utanaðkomandi vottunaraðila. Virði fyrir atvinnurekendur Jafnlaunavottunin á að vera aðferð til að minna atvinnurekendur á að jafnréttismál skipti máli, og á jafnframt að auka á þekkingu atvinnurekenda er kemur að ákvörðunum sem gætu tengst jafnrétti á hvers kyns máta. Jafnlaunavottunin á því ekki eingöngu að jafna út launin, heldur einnig viðhorf atvinnurekenda. Jafnlaunavottunin er því sett fram sem jafnlaunakerfi, sem hver og einn atvinnurekandi hannar til að þóknast þeirra viðskiptamódeli, og á jafnlaunavottunina að sjá til þess að viðskiptamódelið hampi öllum jafnt. Líkt og með öll önnur kerfi, þá er jafnlaunakerfið eingöngu jafn gott og það er hannað til að vera, og það er eingöngu jafn gott og það er notað til að vera. Að setja upp og viðhalda jafnlaunakerfinu krefst aukinnar vinnu af atvinnurekendum sem er annað hvort lögð á mannauðsdeild, launafulltrúa, eða á utanaðkomandi þriðju aðila. Hver svo sem lausnin þar er, þá skapar þetta ávallt aukinn kostnað fyrir atvinnurekanda. Eftir að jafnlaunakerfið er sett upp, þá er fastur kostnaður við mat á jafnlaunakerfinu til þess að hljóta jafnlaunavottun, og fastur árlegur kostnaður vegna endurmats og -skoðunar á jafnlaunakerfi atvinnurekanda af hendi þriðja aðila. Að hljóta jafnlaunavottunina og viðhalda henni er því einfalt mál en kostnaðarsamt fyrir atvinnurekendur. Að fylgja því sem jafnlaunavottunin á að kenna og standa fyrir er annað mál. Eftir að jafnlaunavottunin hefur fengist, þá er einfaldlega „fundin leið“ til þess að viðhalda launamun milli kynjanna, sem núna sést minna því launamunurinn hefur verið smættaður í jafnlaunakerfi sem er einfaldlega hannað til að réttlæta launamuninn. Jafnlaunavottunin er því lykill að meiri vinnu, auknum kostnaði, en engum breytingum af hendi atvinnurekenda er kemur að jafnréttismálum. Er því hægt að segja að jafnlaunavottunin sé íþyngjandi fyrir atvinnurekendur án þess að hafa nein jákvæð áhrif umfram það sem aukin vitundarvakning og þekking á jafnréttismálum myndi hafa. Virði fyrir starfsfólk almennt Jafnlaunavottunin er fín leið fyrir atvinnurekendur til að segja starfsfólki „svona eru bara launin, við getum ekkert gert“. Þar sem þetta er ekki virði fyrir starfsfólk almennt, heldur þvert þar á móti ef eitthvað er, þá verður almennu starfsfólki ekki gerður sá óleikur að halda því fram að eitthvað virði sé í jafnlaunavottuninni fyrir þau. En þar sem jafnlaunavottunin er hönnuð til að hampa jafnrétti fyrir alla, þá væri ósæmandi að nefna ekki þann hóp fólks sem aðallega verður fyrir barðinu á vottuninni. Að lokum Jafnlaunavottunin hefur skapað nokkur störf í formi uppsetningar á jafnlaunakerfi, yfirferð á kerfinu, útgáfu jafnlaunavottorða, og vegna reglulegra endurskoðunar á jafnlaunakerfum atvinnurekenda. Fleiri störf eru alltaf jákvæð að mati undirritaðrar, en á einhverjum tímapunkti þarf að spyrja hvort að tilgangurinn réttlæti hér meðalið. Undirrituð hefur sett upp þó nokkur jafnlaunakerfi og hefur til þess setið marga fundi með stjórnendum þar sem farið er yfir launatölur og bent á aðila úr minnihluta hópum sem eru að fá lægri laun en aðrir í sambærilegum störfum, og hefur verið sagt að „finna leið“ til þess að réttlæta þennan mun innan kerfisins. Undirrituð hefur setið marga fundi með stjórnendum þar sem „finna þarf leið“ til að hækka laun eins aðila umfram aðra í sambærilegum störfum. Undirrituð hefur einnig setið marga fundi þar sem auka átti á ábyrgð eða verkefni aðila sem innan jafnlaunakerfisins krafðist hærri launa, en „finna þurfti leið“ til að halda viðkomandi niðri í launum. Undirrituð skrifaði grein þessa með 87% uppsafnaðri reiði yfir því að hafa unnið með jafnlaunavottanir nú til fjölda ára, 9% pirringi yfir því að verkalýðshreyfingin sé ekki búin að standa upp á afturlappirnar og krefjast þess að þessi óskapnaður sé tekinn af og kerfi sem sé hannað til þess að virkilega hampa þeim sem hampa þarf sé tekið upp, og 4% þreytu yfir því að samfélagið á Íslandi sjálfkrafa sætti sig við hvaðeina sem sé hent yfir það án þess að berjast fyrir betri kjörum og jafnrétti. Baráttan fyrir jafnrétti mun aldrei ljúka. En að henda fram ónothæfu tóli og hampa sem frábærri aðferð til að ná fram jafnrétti hefur hindrað frekari framför sem glöggir aðilar á íslenskum vinnumarkaði ættu auðveldlega að sjá. Höfundur er mannauðsstjóri og baráttumanneskja gegn ójafnrétti á vinnumarkaði.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar