„Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. maí 2025 22:03 Jökull verður væntanlega með hornspyrnur á heilanum fram að næsta leik. Vísir/Diego Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er meðvitaður um varnarvandræði liðsins í hornspyrnum en er að vinna í vandamálinu. Hann var ánægður með karakter sinna manna, sem stigu upp í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 2-2 jafntefli varð lokaniðurstaðan þegar Víkingar komu í heimsókn. „Mér fannst við slakir í fyrri en náðum að laga það. Ef við getum tekið þennan seinni hálfleik eitthvað áfram þá verð ég ánægður“ sagði Jökull fljótlega eftir leik. Bæði mörk Víkings og fjöldi fleiri færa kom upp úr hornspyrnum. Stjarnan bjargaði líka á línu og Víkingar skutu í stöngina. Jökull var því spurður hvers vegna liðið ætti svona erfitt með að verjast hornspyrnum. „Þeir eru sterkir þar og það verður oft alls konar klafs í kringum það. Þeir eru bara öflugir í því og við þurfum eitthvað að skoða hvernig við verjumst þeim en ég er svosem ekki með betra svar akkúrat núna.“ Hefur þetta ekki verið vandamál hjá ykkur? „Við erum aðeins búnir að ströggla núna en vorum orðnir helvíti sterkir seinni hlutann í fyrra, fengum ekki á okkur mark eftir horn hálft mótið. Við höfum ekki náð að fylgja því alveg eftir. Þannig að við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft. En við skoðum þetta bara eins og eftir alla leiki.“ Mikill munur var á frammistöðu Stjörnunnar í fyrri og seinni hálfleik. Sá seinni mun betri, sem Jökull skrifar á hreyfanleika og hugrekki. „Við vorum bara hreyfanlegri og hugrakkari, fyrst og fremst. Mér fannst það aðalatriðið. Þannig náðum við að taka aðeins yfir leikinn. [Hugrekkið] vantaði aðeins í fyrri hálfleik… en þessi seinni hálfleikur var helvíti góður og ég vil sjá meira af þessu.“ Guðmundur Kristjánsson var tekinn af velli eftir klukkutíma leik og sást haltrandi eftir á. Jóhann Árni Gunnarsson kom inn á í sömu þreföldu skiptingunni og spilaði sinn fyrsta deildarleik í sumar. „Gummi er búinn að vera aðeins stífur og við erum að reyna að passa upp á hann. Að öðru leiti er staðan á hópnum frábær, nánast ekkert um meiðsli. Stór og öflugur hópur“ sagði Jökull að lokum. Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
„Mér fannst við slakir í fyrri en náðum að laga það. Ef við getum tekið þennan seinni hálfleik eitthvað áfram þá verð ég ánægður“ sagði Jökull fljótlega eftir leik. Bæði mörk Víkings og fjöldi fleiri færa kom upp úr hornspyrnum. Stjarnan bjargaði líka á línu og Víkingar skutu í stöngina. Jökull var því spurður hvers vegna liðið ætti svona erfitt með að verjast hornspyrnum. „Þeir eru sterkir þar og það verður oft alls konar klafs í kringum það. Þeir eru bara öflugir í því og við þurfum eitthvað að skoða hvernig við verjumst þeim en ég er svosem ekki með betra svar akkúrat núna.“ Hefur þetta ekki verið vandamál hjá ykkur? „Við erum aðeins búnir að ströggla núna en vorum orðnir helvíti sterkir seinni hlutann í fyrra, fengum ekki á okkur mark eftir horn hálft mótið. Við höfum ekki náð að fylgja því alveg eftir. Þannig að við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft. En við skoðum þetta bara eins og eftir alla leiki.“ Mikill munur var á frammistöðu Stjörnunnar í fyrri og seinni hálfleik. Sá seinni mun betri, sem Jökull skrifar á hreyfanleika og hugrekki. „Við vorum bara hreyfanlegri og hugrakkari, fyrst og fremst. Mér fannst það aðalatriðið. Þannig náðum við að taka aðeins yfir leikinn. [Hugrekkið] vantaði aðeins í fyrri hálfleik… en þessi seinni hálfleikur var helvíti góður og ég vil sjá meira af þessu.“ Guðmundur Kristjánsson var tekinn af velli eftir klukkutíma leik og sást haltrandi eftir á. Jóhann Árni Gunnarsson kom inn á í sömu þreföldu skiptingunni og spilaði sinn fyrsta deildarleik í sumar. „Gummi er búinn að vera aðeins stífur og við erum að reyna að passa upp á hann. Að öðru leiti er staðan á hópnum frábær, nánast ekkert um meiðsli. Stór og öflugur hópur“ sagði Jökull að lokum.
Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira