„Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. maí 2025 22:03 Jökull verður væntanlega með hornspyrnur á heilanum fram að næsta leik. Vísir/Diego Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er meðvitaður um varnarvandræði liðsins í hornspyrnum en er að vinna í vandamálinu. Hann var ánægður með karakter sinna manna, sem stigu upp í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 2-2 jafntefli varð lokaniðurstaðan þegar Víkingar komu í heimsókn. „Mér fannst við slakir í fyrri en náðum að laga það. Ef við getum tekið þennan seinni hálfleik eitthvað áfram þá verð ég ánægður“ sagði Jökull fljótlega eftir leik. Bæði mörk Víkings og fjöldi fleiri færa kom upp úr hornspyrnum. Stjarnan bjargaði líka á línu og Víkingar skutu í stöngina. Jökull var því spurður hvers vegna liðið ætti svona erfitt með að verjast hornspyrnum. „Þeir eru sterkir þar og það verður oft alls konar klafs í kringum það. Þeir eru bara öflugir í því og við þurfum eitthvað að skoða hvernig við verjumst þeim en ég er svosem ekki með betra svar akkúrat núna.“ Hefur þetta ekki verið vandamál hjá ykkur? „Við erum aðeins búnir að ströggla núna en vorum orðnir helvíti sterkir seinni hlutann í fyrra, fengum ekki á okkur mark eftir horn hálft mótið. Við höfum ekki náð að fylgja því alveg eftir. Þannig að við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft. En við skoðum þetta bara eins og eftir alla leiki.“ Mikill munur var á frammistöðu Stjörnunnar í fyrri og seinni hálfleik. Sá seinni mun betri, sem Jökull skrifar á hreyfanleika og hugrekki. „Við vorum bara hreyfanlegri og hugrakkari, fyrst og fremst. Mér fannst það aðalatriðið. Þannig náðum við að taka aðeins yfir leikinn. [Hugrekkið] vantaði aðeins í fyrri hálfleik… en þessi seinni hálfleikur var helvíti góður og ég vil sjá meira af þessu.“ Guðmundur Kristjánsson var tekinn af velli eftir klukkutíma leik og sást haltrandi eftir á. Jóhann Árni Gunnarsson kom inn á í sömu þreföldu skiptingunni og spilaði sinn fyrsta deildarleik í sumar. „Gummi er búinn að vera aðeins stífur og við erum að reyna að passa upp á hann. Að öðru leiti er staðan á hópnum frábær, nánast ekkert um meiðsli. Stór og öflugur hópur“ sagði Jökull að lokum. Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
„Mér fannst við slakir í fyrri en náðum að laga það. Ef við getum tekið þennan seinni hálfleik eitthvað áfram þá verð ég ánægður“ sagði Jökull fljótlega eftir leik. Bæði mörk Víkings og fjöldi fleiri færa kom upp úr hornspyrnum. Stjarnan bjargaði líka á línu og Víkingar skutu í stöngina. Jökull var því spurður hvers vegna liðið ætti svona erfitt með að verjast hornspyrnum. „Þeir eru sterkir þar og það verður oft alls konar klafs í kringum það. Þeir eru bara öflugir í því og við þurfum eitthvað að skoða hvernig við verjumst þeim en ég er svosem ekki með betra svar akkúrat núna.“ Hefur þetta ekki verið vandamál hjá ykkur? „Við erum aðeins búnir að ströggla núna en vorum orðnir helvíti sterkir seinni hlutann í fyrra, fengum ekki á okkur mark eftir horn hálft mótið. Við höfum ekki náð að fylgja því alveg eftir. Þannig að við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft. En við skoðum þetta bara eins og eftir alla leiki.“ Mikill munur var á frammistöðu Stjörnunnar í fyrri og seinni hálfleik. Sá seinni mun betri, sem Jökull skrifar á hreyfanleika og hugrekki. „Við vorum bara hreyfanlegri og hugrakkari, fyrst og fremst. Mér fannst það aðalatriðið. Þannig náðum við að taka aðeins yfir leikinn. [Hugrekkið] vantaði aðeins í fyrri hálfleik… en þessi seinni hálfleikur var helvíti góður og ég vil sjá meira af þessu.“ Guðmundur Kristjánsson var tekinn af velli eftir klukkutíma leik og sást haltrandi eftir á. Jóhann Árni Gunnarsson kom inn á í sömu þreföldu skiptingunni og spilaði sinn fyrsta deildarleik í sumar. „Gummi er búinn að vera aðeins stífur og við erum að reyna að passa upp á hann. Að öðru leiti er staðan á hópnum frábær, nánast ekkert um meiðsli. Stór og öflugur hópur“ sagði Jökull að lokum.
Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira