Innlent

Í annar­legu á­standi með tvo hnífa

Samúel Karl Ólason skrifar
Í heildina voru 127 mál skráð í kerfi lögreglu frá fimm í morgun til klukkan fimm í dag.
Í heildina voru 127 mál skráð í kerfi lögreglu frá fimm í morgun til klukkan fimm í dag. Vísir/vilhelm

Lögregluþjónar tóku í dag tvo hnífa af manni í Reykjavík, sem mun hafa verið í annarlegu ástandi. Hald var lagt á hnífanna og manninn sleppt í kjölfarið, miðað við það sem fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki fylgir sögunni hvað maðurinn var að gera þegar afskipti voru höfð af honum.

Að öðru leiti virðist sem lítið hafi verið að gera hjá lögregluþjónum á höfuðborgarsvæðinu frá fimm í morgun til fimm í dag.

Tveir menn voru handteknir fyrir þjófnað úr verslun í miðbæ Reykjavíkur og einn í Grafarvogi. Þá var tilkynnt um þrjú umferðarslys en svo virðist sem í einu þeirra hafi einhver slasast minniháttar.

Einn ökumaður var stöðvaður í Hafnarfirði fyrir að keyra á 139 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er áttatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×