Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2025 20:25 Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, segir spennandi tíma fram undan hjá félaginu, Vísir/Vilhelm Margföld umframeftirspurn var í hlutabréfaútboði Alvotech í Stokkhólmi í morgun. Róbert Wessman forstjóri félagsins segir rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum líkt og Trump hefur boðað. Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, hringdi inn markaðinn í kauphöllinni í Stokkhólmi í morgun í tilefni skráningar félagsins. Hlutabréfamarkaðurinn þar er einn sá stærsti í Evrópu, og þá sérstaklega í viðskiptum með bréf fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum. Í vor keypti Alvotech þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma og segir Róbert skráninguna eðlilegt skref í kjölfar þess. „Svíþjóð er auðvitað með mikið af lyfjafyrirtækjum sem eru skráð og þekking á lyfjageiranum er umtalsverð. Þannig við töldum þetta bara vera mjög heillavænlegt skref að bæði geta boðið íslenskum fjárfestum að selja hér í Svíþjóð og þá að bjóða sænskum fjárfestum að kaupa hlutbréf í gegnum Ísland og þá Svíþjóð til lengri tíma,“ segir Róbert. Margföld eftirspurn Hann segir að stefnt hafi verið að því að ná inn lágmarksfjölda hluthafa í þessu útboði. Eftirspurnin var margföld. „Í raun og veru var stefnt að því að ná fimm hundruð hluthöfum inn en við fengum í kringum þrjú þúsund og þrjú hundruð hluthafa þarna strax í dag.“ Hann segir mörg spennandi verkefni fram undan; félagið stefnir að því að setja á markað þrjú ný lyf í árslok og auk þess séu hátt í þrjátíu í þróun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðar lækkun á lyfjaverðiAP/Alex Brandon Félagið á mikið undir Vestanhafs þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í síðustu viku undir forsetatilskipun sem miðar að því að lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í landinu. Að sögn Trumps ætti verð lækka nánast samstundis um 30 til 80 prósent. Enn er þó óvíst með áhrif tilskipunarinnar. Róbert bendir á að þetta sé endurtekið efni að einhverju leyti og að Trump hafi verið gerður afturreka með sambærilegt mál í fyrri forsetatíð. „En lyfjaverð í Bandaríkjunum er allt að tíu sinnum hærra en í Evrópu þannig að mér þætti það alveg lógískt skref til lengri tíma að lyfjaverð í Bandaríkjunum myndi lækka. En við erum að selja okkar hliðstæður á miklu lægra verði en frumlyfin þannig við munum alltaf geta keppt við frumlyfin og gert mun betur en þau, þá með það í huga að bjóða góð verð til sjúklinga og geta aukið aðgengi að þessum lyfjum,“ segir Róbert. Lyf Kauphöllin Bandaríkin Donald Trump Alvotech Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, hringdi inn markaðinn í kauphöllinni í Stokkhólmi í morgun í tilefni skráningar félagsins. Hlutabréfamarkaðurinn þar er einn sá stærsti í Evrópu, og þá sérstaklega í viðskiptum með bréf fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum. Í vor keypti Alvotech þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma og segir Róbert skráninguna eðlilegt skref í kjölfar þess. „Svíþjóð er auðvitað með mikið af lyfjafyrirtækjum sem eru skráð og þekking á lyfjageiranum er umtalsverð. Þannig við töldum þetta bara vera mjög heillavænlegt skref að bæði geta boðið íslenskum fjárfestum að selja hér í Svíþjóð og þá að bjóða sænskum fjárfestum að kaupa hlutbréf í gegnum Ísland og þá Svíþjóð til lengri tíma,“ segir Róbert. Margföld eftirspurn Hann segir að stefnt hafi verið að því að ná inn lágmarksfjölda hluthafa í þessu útboði. Eftirspurnin var margföld. „Í raun og veru var stefnt að því að ná fimm hundruð hluthöfum inn en við fengum í kringum þrjú þúsund og þrjú hundruð hluthafa þarna strax í dag.“ Hann segir mörg spennandi verkefni fram undan; félagið stefnir að því að setja á markað þrjú ný lyf í árslok og auk þess séu hátt í þrjátíu í þróun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðar lækkun á lyfjaverðiAP/Alex Brandon Félagið á mikið undir Vestanhafs þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í síðustu viku undir forsetatilskipun sem miðar að því að lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í landinu. Að sögn Trumps ætti verð lækka nánast samstundis um 30 til 80 prósent. Enn er þó óvíst með áhrif tilskipunarinnar. Róbert bendir á að þetta sé endurtekið efni að einhverju leyti og að Trump hafi verið gerður afturreka með sambærilegt mál í fyrri forsetatíð. „En lyfjaverð í Bandaríkjunum er allt að tíu sinnum hærra en í Evrópu þannig að mér þætti það alveg lógískt skref til lengri tíma að lyfjaverð í Bandaríkjunum myndi lækka. En við erum að selja okkar hliðstæður á miklu lægra verði en frumlyfin þannig við munum alltaf geta keppt við frumlyfin og gert mun betur en þau, þá með það í huga að bjóða góð verð til sjúklinga og geta aukið aðgengi að þessum lyfjum,“ segir Róbert.
Lyf Kauphöllin Bandaríkin Donald Trump Alvotech Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent