„Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. maí 2025 07:00 Gyða Bjarkadóttir starfar sem heiðarlegur hjakkari og öryggisfræðingur. Hún segir allar líkur á að hægt sé að hjakka sig inn á allt hjá okkur ef einbeittur vilji er til þess. Vondu kallarnir séu alltaf að verða betri og betri og því sé fólkið í góða liðinu alltaf að reyna að vera skrefinu á undan. Vísir/Anton Brink Við höfum ákveðna ímynd af hökkurum úr sjónvarpinu. Sem reyndar á ekki að skrifa sem hakkari, heldur hjakkari að sögn Gyðu Bjarkardóttur hjakkara og hugbúnaðarprófara. Því já; Gyða er heiðarlegur hjakkari að atvinnu. Í bíómyndum sjáum við karlkyns hjakkara helst sitja í frekar dimmum rýmum, annað hvort í hettupeysum með hettuna á hausnum eða frekar lúðalega, oft í ofþyngd og með gleraugu. Kvenkynshjakkararnir eru oftast miklu meiri töff; klárar og kúl konur. Sú fyrsta sem sló eftirminnilega í gegn eflaust úr kvikmyndinni Karlar sem hata konur. Gyða segir hjakkara þó ósköp venjulegt fólk sem fyrirfinnist alls staðar; Hjá ríkinu, spítölum bönkum og svo framvegis. En til að undirbúa ykkur undir frekari lestur skal það þó tilkynnt hér og nú að Gyða er brjálæðislegur töffari að tala við. Þótt Gyða segi hjakkara ósköp venjulegt fólk og ólíkt því sem við sjáum í sjónvarpinu eða bíómyndum verður að segjast að þessi litla rauðhærða stelpa sem var lögð í einelti í mörg ár, steig fram sem fyrsta opinbera eikynhneigða manneskjan á Íslandi og talar mjög hreint út þegar hún talar um vinnuna sem annað, er vægast sagt mikill töffari sjálf. Falsfréttir og falsauglýsingar Gyða hefur starfað við hugbúnaðarprófanir frá árinu 2007 og er í dag ein af hjökkurum Defend Iceland. Sem er villuveiðigátt sem tengir saman fyrirtæki við heiðarlega hjakkara sem herma aðferðir netárása til að finna veikleikum í kerfum þeirra. „Í dag get ég spottað ótrúlegustu hluti strax og ósjálfrátt. Að vera með platform eins og Defend Iceland skiptir hins vegar miklu máli því annars myndi ég ekki vita hvort ég myndi heyra í lögfræðing í kjölfar þess að benda fyrirtækjum á eitthvað: Fólk gæti tekið ábendingu frá mér sem árás!“ segir Gyða. Um þessar mundir er Gyða líka að stofna sitt eigið fyrirtæki, Nerdet. Sem ætlunin er að nýta fyrir frekari vinnu við öryggisprófanir en líka námskeið. Að sögn Gyðu erum við rétt að sjá nasaþef af því í fréttum og á samfélagsmiðlum hvað hægt er að gera með aukinni tækni. Þó erum við alltaf að heyra um alls konar: Gagnastuld, gagnaleka, árásir, svindl, gíslatökur á gögnum og svo framvegis. „Ég er nú þegar með ákveðið lykilorð í gangi fyrir mig og mína fjölskyldu. Því ef mamma fengi einn daginn símtal um að það væri búið að ræna mér þar sem ég heyrðist segja eitthvað, þá væri það alveg hægt vegna þess að það er einhvers staðar til af mér nokkurra mínútna myndband á netinu,“ segir Gyða. Ha? Eru þá allir sem eru með röddina sína eða mynd af sér í opnum gáttum á netinu kannski sérstaklega útsettir fyrir svindli? „Já við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er,“ nefnir Gyða sem dæmi. Enda til efni með rödd Boga og mynd í ómældum mínútufjölda. Er þá líklegt að til dæmis fólk í fjölmiðlum , sem talar mikið í útvarp eða er alltaf á skjánum, þurfi að búa til leyniorð fyrir sig og sínar búbblur í framtíðinni? „Já það getur alveg farið svo,“ svarar Gyða og nefnir áhrifavalda líka í þessu samhengi. „Mamma myndi til dæmis vita að hún þyrfti að sannreyna falsið með því að skella á, hringja til baka og nota leyniorðið okkar. Það er staðlað ferli til að sannreyna hluti í fyrirtækjum og við ættum að gera það sama í einkalífinu,“ segir Gyða róleg. Gúlp! Hugsa nú eflaust margir. Hvernig mun okkur reiða af að þekkja muninn á réttu eða röngu í framtíðinni? Falsfréttum eða falsauglýsingum sérstaklega? Gyða segir okkur rétt vera að sjá nasaþef af því hversu góð tæknin er orðin í að búa til fals allskonar. Fjölmiðlafólk og áhrifavaldar eru sérstaklega útsettir. Hvernig mun okkur reiða af að greina falsfréttir og falsauglýsingar í framtíðinni? Vísir/Anton Brink Einelti, perrar og skemmtilegar þrautir Það eru fáar konur í tækni og enn færri í hjakkarabransanum. Hjá Defend Iceland starfa til dæmis 170 hjakkarar en aðeins örfáar konur. Þegar Gyða útskrifaðist úr tölvunarfræðinni í HR voru strákarnir 60 talsins en stelpurnar þrjár. Gyða er fædd 1985 en foreldrar hennar eru Kristín Halla Marinósdóttir, hjúkrunarfræðinur á bráðamóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss. Faðir hennar er Bjarki Bragason sem starfaði lengi í útlánum í Landsbankanum en er nú kominn á eftirlaun. Gyða á tvö yngri systkini; Helgu sem starfar hjá Vinnueftirlitinu og Rúnar sem er tölvunarfræðingur. Gyða lýsir sér sem grallara og miklum pælara þegar hún var lítil. En það er sárt til þess að vita að fyrsta minningin sem kemur samt upp í hugann þegar hún ræðir æskuna er einelti. „Ég er bullandi lesblind og var greind með ADHD í fyrra. Ég er líka svo laus-tára að það var auðvelt að stríða mér. Þegar skólaferðalög voru, bað ég oft um að sleppa ferðunum en vera frekar ein í skólanum.“ Umræða um einelti var mun skemur á veg komin þegar þetta var. „Mamma barðist mikið í þessum málum en ekkert gekk og ástandið skánaði ekkert fyrr en ég var orðin svona fjórtán ára. Þá byrjaði ný stelpa í bekknum sem þekkti einelti en varð vinsæl og stoppaði því oft hlutina með því að segja setningar eins og: Æi, hættið þessu. þetta er svo barnalegt,“ segir Gyða og bætir við: „Við þetta jókst sjálfstraustið mitt og ég fór að hugsa hvernig ég gæti svarað fyrir mig. Sem varð til þess að krakkarnir fóru frekar að hlæja með mér, frekar en að mér. Þetta var kannski ekki heilbrigðasta leiðin en hún bjargaði mér.“ Gyða upplifði sig þó aldrei einmana. „Ég var hamingjusöm ein enda er það þannig að þegar maður er lagður í einelti þráir maður heitast að fá að vera í friði og er drull sama að eiga ekki vini. Alla vega var það þannig hjá mér.“ Í hverfinu heima voru líka aðrir krakkar en skólafélagarnir úti að leika; Fallin spýta og allt það sem fólk man eftir úr gamalli tíð. „Þegar ég var tíu ára fékk pabbi borðtölvu heim í gegnum vinnuna sem ég get alveg sagt þér að var sko sá mest spennandi hlutur í heimi. Með tölvunni fylgdu áskriftir af blöðum og með þeim áskriftum fylgdu stundum floppídískar með leikjum,“ segir Gyða og bætir við: „Stundum spiluðum við fjölskyldan saman. Sátum fyrir framan tölvuna og leystum þrautir og annað skemmtilegt. Að finnast gaman að leysa þrautir er reyndar eitt af því sem einkennir marga hjakkara; Því það að vinna sem hjakkari byggir í raun á því sama; Að leysa einhverja þraut. Annað einkenni er fólk sem hafði gaman af því sem börn að taka hluti í sundur og setja þá saman aftur. Ekki vegna þess að eitthvað væri bilað heldur bara til að sjá hvernig hlutirnir virkuðu.“ Tæknin hefur breyst mikið frá því að Gyða var barn. Að sama skapi meðvitund fólks um tæknina og hætturnar sem þar geta leynst. „Ég var á irc-inu“ nefnir Gyða sem dæmi. En fyrir þá sem vita ekki hvað irc-ið var má lýsa því sem með fyrstu einu af fyrstu samskiptamiðlunum sem Íslendingar kynntust. En Gyða segir bæði gott og slæmt fólk alltaf fljótt að tileinka sér nýja tækni. Og þar voru strax einhverjir karlar að reyna að afvegaleiða mann. Kannski einhver sem var 33 ára þannig að maður hugsaði sjálfur: Oj, bara gamall kall. En þegar maður benti á aldursmuninn var svarið kannski; Aldur er nú bara afstæður…“ Gyða fékk snemma áhuga á tækni og tölvum en hún segir eitt af því sem einkennir hjakkara er að þetta er fólk sem elskar að leysa þrautir, eins og hún elskaði þegar hún var lítil og gerir enn. Margir hjakkarar hafi líka stundað sem börn að rífa hluti í sundur og setja þá aftur saman; Einfaldlega til að sjá hvernig þeir virka. Bankahrun og búsáhaldarbylting Móðir Gyðu barðist hart fyrir því að Gyða fengi greiningu á lesblindunni. Sem loksins tókst undir það síðasta áður en hún útskrifaðist úr grunnskóla. Næst lá leiðin í Menntaskólann í Hamrahlíð, sem var eini framhaldsskólinn á þeim tíma sem bauð upp á sérstakan stuðning fyrir lesblinda. Gyða fór síðan í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 2008. Korter fyrir hrun. „Ég hafði fengið sumarvinnu við hugbúnaðarprófanir í Landsbankanum 2007 og réði mig síðan þangað eftir útskrift. Stuttu síðar hélt Geir Haarde Guð blessi ræðuna og allt það fór af stað. Ég var rekin en ráðin aftur þremur vikum síðar. Það var afar mismunandi að því staðið hvernig fólki var sagt upp. Hjá sumum hópum var einfaldlega bent á fólk og sagt: Þú, þú, þú og þú megið vera. Restin má fara heim.“ Í deild Gyðu var þetta þó ívið manneskjulegra og sest niður með hverjum og einum. Þegar búsáhaldabyltingin hófst var Gyða farin að vinna aftur í bankanum. „Við vorum að vinna í gamla símahúsinu, við hliðina á búsáhaldarbyltingunni. Sumir í vinnunni voru farnir að hamra á lyklaborðið í takt við trommurnar,“ segir Gyða og brosir: „En það komu alveg upp alvarlegri atvik. Til dæmis að mótmælendur væru að ryðjast inn í húsið og ógna starfsfólki. Ég man líka að eitt sinn var ég á bar að spjalla við ungan mann sem daðraði heilmikið við mig. Þar til ég sagðist vinna hjá Landsbankanum. Þá stóð hann upp og sagði: Það er ekki hægt að treysta bankafólki.“ Fallegt par: Gyða og Alptug Stormur. Þegar þau kynntust var Gyða loksins búin að uppgötva að hún væri eikynhneigð en það að vera eikynhneigð þýðir að fólk finnur fyrir lítilli eða engri kynferðislegri aðlöðun, en getur þó upplifað aðrar eins og rómantíska aðlöðun. Píndi sig í kynlíf Árið 2014 færði Gyða sig yfir til fyrirtækisins Akkuro, áður Five Degrees, en frá árinu þar til nýverið starfaði hún hjá Íslandsbanka. Einhverjir kannast eflaust við Gyðu vegna þess að árið 2017 steig hún fram á sjónarsviðið sem eikynhneigð. Fólk sem er eikynhneigt er fólk sem finnur fyrir lítilli eða engri kynferðislegri aðlöðun, en getur þó upplifað aðrar eins og rómantíska aðlöðun. Gyða á nefnilega kærasta og tvær stjúpdætur svo það sé sagt, en sambýlismaður hennar heitir Alptug Stormur. Reynum því að skilja þetta aðeins betur: Hvað er að vera eikynhneigður og hvers vegna skiptir sú skilgreining máli? „Orðið eikynhneigð var ekki einu sinni til á mínu tungumáli þegar ég var að átta mig á þessu fyrst,“ segir Gyða og útskýrir að á ensku er eikynhneigð Asexual. Að vera eikynhneigð kemur kynhvöt ekkert við. Heldur hvort fólk finni fyrir kynferðislegri aðlöðun gagnvart öðrum. Fólk getur verið að springa úr greddu og stundað sjálfsfróun á meðan aðrir stunda kynlíf til að losa um kynhvötina.“ Gyða hélt lengi að það væri eitthvað að sér. Enda mælti heimilislæknirinn með því að hún leitaði til geðlæknis. „Í mörg ár píndi ég mig til að stunda kynlíf. Sló mér upp og átti kærasta og gerði allt í kynlífi sem ég átti að gera. Því allt gengur út á að fólk vilji stunda kynlíf. Í breskum lögum er hjónaband ekki einu sinni gilt ef samræði hefur ekki átt sér stað; Það þarf typpi inn í píku til að gera það löglegt nema um sé að ræða lesbíur.“ Að halda að það sé eitthvað að sér er vond tilfinning. „Einu sinni var ég með kærasta þar sem það var nokkuð föst venja að við stunduðum kynlíf á mánudagskvöldum. Sem þýddi að ég var komin í kvíðakast á föstudegi.“ Í mörg ár píndi Gyða sig í kynlíf. Því hún hélt að það væri eitthvað að sér. Meira að segja heimilislæknirinn mælti með að hún hitti geðlækni. Gyða segir eikynhneigð ekki koma kynhvöt neitt við. Fólk geti verið að drepast úr greddu og stundað sjálfsfróun á meðan aðrir stunda kynlíf til að losa um kynhvötina. Það sem varð að Aha-mómenti Gyðu var fundur sem hún fór á hjá Samtökunum ´78 þar sem var verið að segja frá Asexuality, því íslenska orðið var ekki til þá. „Sumir velta fyrir sér hvers vegna það skiptir máli að segja að maður sé eikynhneigður. En það er aukaatriði því það eina sem skiptir máli er að þetta er orð og skilgreining sem skiptir mig máli,“ segir Gyða með áherslu á orðið MIG. „Það að vera með skilgreiningu á einhverju og að eiga til orð á sinni eigin tungu yfir skilgreininguna þýðir líka að skilgreiningin er samþykkt og ekki í plati.“ En hvernig tókstu þessa umræðu við Alptug þegar þið fóruð að draga ykkur saman? „Það var ekkert mál því ég tók þetta mjög skilmerkilega fram á Tinder og skýrði vel út í hverju eikynhneigð fælist,“ segir Gyða og brosir. „Ég var reyndar ekkert að leita af sambandi þegar við kynntumst en hann hefur lýst því þannig að þegar við hittumst fyrst hafi hann bara strax hugsað: Já, þetta er sú sem ég er að leita að.“ Gyða segir sumt fólk þó ekki skilja hvernig eikynhneigt fólk getur átt sitt parsamband eða hjónaband eins og annað fólk. „Það eru enn alltaf einhverjir sem segja: Ef þið stundið ekki kynlíf sem par, þá eruð þið bara vinir en ekki par,“ segir Gyða og útskýrir hversu hættulegt það getur þó verið að ætla sér að steypa allt fólk í sama farið: Að ákveða fyrir aðra hvað er norm og hvað ekki. „Við munum öll þessar sögur um þegar hommar og lesbíur voru send í búðir eða meðferðir til að afhomma eða aflesbíuvæða fólk. Þetta er enn í gangi með eikynhneigt fólk, sem er jafnvel sett á lyf. Því normið telst það að allir vilji kynlíf. Sem er ekki rétt því sumt fólk vill það ekki." Síðustu átta árin hefur Gyða verið í fjöllistahópnum Dömur og herrar. Sem varð til fljótlega eftir að Margrét Erla Maack fór að kenna í Kramhúsinu, þar á meðal búrlesk. Hópurinn hefur komið víða fram; í Reykjavík, á Akureyri og í Bretlandi. Gyða ljómar í frásögninni um hópinn en segir þetta fyrst og fremst dýrt hobbí. Dömur og herrar Aftur að töffaranum í Gyðu. Sem talar mjög kjarnyrt mál. Því ég held að fólk og fyrirtæki verði bara oft að heyra hlutina eins og þeir eru. Að segja að þeir séu í fokking rugli þýðir ekki að mæta með því að segja: Svona segjum við ekki hér. Því ef allt er í fokking rugli þá þarf að díla við það, ekki sykurhúða það til að draga úr gildi þess.“ Gyða segir líka mikilvægt að fjölga kvenhjökkurum. Hún sé sjálf alltaf að reyna að tala fyrir því. „Það er margt sem konur átta sig frekar á en karlmenn. Til dæmis alls konar hlutir sem fela í sér einhvers konar misnotkun eða ofbeldi á netinu.“ Að konur séu svona miklu fámennari í faginu er ekki gott. „Oft er til dæmis tekið minna mark á okkur einfaldlega vegna þess að við erum ekki með typpi.“ Gyða segir að þrátt fyrir lesblinduna, hafi allt í sambandi við tæknina alltaf átt vel við hana. Enda sé námið og fagið fyrst og fremst verklegt og henni hafi líka alltaf gengið vel í stærðfræði og tengdum greinum. Fyrir utan vinnu hefur dágóður tími farið í félagsstarfið Ásar á Íslandi, sem er hinsegin félagið sem Gyða stofnaði í kringum eikynhneigða. En hún er líka meðlimur í Dömur og herrar og hefur verið það í átta ár. Fjöllistahópi sem varð til fljótlega eftir að Margrét Erla Maack fór að kenna í Kramhúsinu, þar á meðal búrlesk. Gyða ljómar í frásögnum af hópnum. Sem hún segir afar skemmtilegan þótt hann komi ekki oft fram. Enda geti það verið kostnaðarsamt að leigja svið og fleira til að halda sýningu. Hópurinn hafi þó komið fram viða; Í Tjarnabíó og á Gauknum svo eitthvað sé nefnt úr Reykjavík, á Akureyri og meira að segja í Bretlandi. „Við þénum auðvitað ekkert á þessum sýningum, kannski rétt náum upp í kostnað fyrir hljóðmann eða smá upp í búninga. Þetta er dýrt hobbí,“ segir Gyða og brosir. Gyða segir stöðuna í dag vera líka því að við séum öll á gulu ljósi og þurfum því að fara varlega. Ekki eigi að taka neinu sem gefnu, ekki heldur Chatgpt sem hún kallar ekki gervigreind því hún segir að þessi tækni sé ekki ,,greind" heldur frábært tól að nýta. Án þess þó að taka öllu sem Chatgpt segir sem gefnu.Vísir/Anton Brink Erum á gulu ljósi Fyrir utan vinnuna er daglega lífið í nokkuð föstum skorðum. Stjúpdæturnar búa hjá henni og Alptug viku og viku og framundan er uppbygging á nýja fyrirtækinu Nerdet. Sem einfaldlega þýðir: Nördakvenndi eins og segir á vefsíðunni. Því Gyða er meðvituð um hversu mikla reynslu hún býr nú þegar yfir sem hjakkari og öryggissérfræðingur. Í heimi þar sem tæknin þróast hratt, glæpir jafnvel hraðar og sá tími er framundan að nánast allt muni breytast. Ekki síst nú þegar allir eru að velta sér upp úr Chat GPT. Sem Gyða vill ekki tala um sem gervigreind. „Nei ég segi ekki AI um Chatgpt, heldur bara Chatgpt því Chatgpt er ekki „greind,““ útskýrir Gyða. „Þetta er frábært tól. En við verðum að nota rökhugsunina okkar en ekki gleypa öllu hráu því þetta er ekki ,,greind.“ Oft minni ég fólk á það sem við lærðum snemma um til dæmis Wikipedia. Að treysta ekki á þær upplýsingar sem áræðanlegar heimildir. En Wikipedia er samt frábært tól,“ segir Gyða og bætir við: Það sama gildir um Chatgpt. Þetta er eins og frábært gúggl. En við vitum ekki alltaf hvaða hagsmunir búa að baki. Núna styttist til dæmis í kosningar um ESB. Eru einhverjir þarna úti sem hafa hagsmuni af því að reyna að hafa áhrif á það sem Chatgpt birtir?“ Þannig séu öryggismálin ekki aðeins mál sem snúi að fólki eða fyrirtækjum, heldur líka öryggi fyrir almenning og samfélög. Þar sem við þurfum öll í raun að meta stöðuna eins og við séum á gulu ljósi. „Fólk er samt sem betur fer orðið miklu meðvitaðra í dag um hvað er svindl og hvað ekki. Maður tekur bara eftir því á Facebook. Það sama má segja um lögregluna sem er dugleg að vara fólk við alls konar,“ segir Gyða en bætir við: „Það er óþarfi að vera hrædd við stafræna heiminn en mikilvægt að vera gagnrýnin og varkár. Svipað og við gerum heima hjá okkur, þar sem við setjum upp reykskynjara til að tryggja öryggi en ekki vegna þess að við erum hrædd. Sama gildir um stafræna heiminn. Þar getum við aukið á öryggi með tvíþættri auðkenningu eða með því að kynna okkur nýjustu árásaraðferðirnar sem til dæmis lögreglan deilir oft upplýsingar um á samfélagsmiðlum og fleira.“ Tækni Starfsframi Nýsköpun Tengdar fréttir „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04 „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ „Það má ekki vera tabú að segja frá,“ segir Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður hjá LEX í samtali um netöryggismál. 27. febrúar 2025 07:03 Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira „Ég hef alveg mætt í fyrirtæki, kallaður út á laugardegi. Þar sem bíða mín 50 starfsmenn og mér réttur tússpenni og tafla og fólk spyr: Hvað eigum við að gera?" segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Keystrike. 26. febrúar 2025 07:01 Á mannamáli: „Ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn“ „Ég heyri stundum þarna úti: Nei ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn,“ segir Anton Egilsson forstjóri Syndis. 28. ágúst 2024 07:01 Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02 Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Því já; Gyða er heiðarlegur hjakkari að atvinnu. Í bíómyndum sjáum við karlkyns hjakkara helst sitja í frekar dimmum rýmum, annað hvort í hettupeysum með hettuna á hausnum eða frekar lúðalega, oft í ofþyngd og með gleraugu. Kvenkynshjakkararnir eru oftast miklu meiri töff; klárar og kúl konur. Sú fyrsta sem sló eftirminnilega í gegn eflaust úr kvikmyndinni Karlar sem hata konur. Gyða segir hjakkara þó ósköp venjulegt fólk sem fyrirfinnist alls staðar; Hjá ríkinu, spítölum bönkum og svo framvegis. En til að undirbúa ykkur undir frekari lestur skal það þó tilkynnt hér og nú að Gyða er brjálæðislegur töffari að tala við. Þótt Gyða segi hjakkara ósköp venjulegt fólk og ólíkt því sem við sjáum í sjónvarpinu eða bíómyndum verður að segjast að þessi litla rauðhærða stelpa sem var lögð í einelti í mörg ár, steig fram sem fyrsta opinbera eikynhneigða manneskjan á Íslandi og talar mjög hreint út þegar hún talar um vinnuna sem annað, er vægast sagt mikill töffari sjálf. Falsfréttir og falsauglýsingar Gyða hefur starfað við hugbúnaðarprófanir frá árinu 2007 og er í dag ein af hjökkurum Defend Iceland. Sem er villuveiðigátt sem tengir saman fyrirtæki við heiðarlega hjakkara sem herma aðferðir netárása til að finna veikleikum í kerfum þeirra. „Í dag get ég spottað ótrúlegustu hluti strax og ósjálfrátt. Að vera með platform eins og Defend Iceland skiptir hins vegar miklu máli því annars myndi ég ekki vita hvort ég myndi heyra í lögfræðing í kjölfar þess að benda fyrirtækjum á eitthvað: Fólk gæti tekið ábendingu frá mér sem árás!“ segir Gyða. Um þessar mundir er Gyða líka að stofna sitt eigið fyrirtæki, Nerdet. Sem ætlunin er að nýta fyrir frekari vinnu við öryggisprófanir en líka námskeið. Að sögn Gyðu erum við rétt að sjá nasaþef af því í fréttum og á samfélagsmiðlum hvað hægt er að gera með aukinni tækni. Þó erum við alltaf að heyra um alls konar: Gagnastuld, gagnaleka, árásir, svindl, gíslatökur á gögnum og svo framvegis. „Ég er nú þegar með ákveðið lykilorð í gangi fyrir mig og mína fjölskyldu. Því ef mamma fengi einn daginn símtal um að það væri búið að ræna mér þar sem ég heyrðist segja eitthvað, þá væri það alveg hægt vegna þess að það er einhvers staðar til af mér nokkurra mínútna myndband á netinu,“ segir Gyða. Ha? Eru þá allir sem eru með röddina sína eða mynd af sér í opnum gáttum á netinu kannski sérstaklega útsettir fyrir svindli? „Já við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er,“ nefnir Gyða sem dæmi. Enda til efni með rödd Boga og mynd í ómældum mínútufjölda. Er þá líklegt að til dæmis fólk í fjölmiðlum , sem talar mikið í útvarp eða er alltaf á skjánum, þurfi að búa til leyniorð fyrir sig og sínar búbblur í framtíðinni? „Já það getur alveg farið svo,“ svarar Gyða og nefnir áhrifavalda líka í þessu samhengi. „Mamma myndi til dæmis vita að hún þyrfti að sannreyna falsið með því að skella á, hringja til baka og nota leyniorðið okkar. Það er staðlað ferli til að sannreyna hluti í fyrirtækjum og við ættum að gera það sama í einkalífinu,“ segir Gyða róleg. Gúlp! Hugsa nú eflaust margir. Hvernig mun okkur reiða af að þekkja muninn á réttu eða röngu í framtíðinni? Falsfréttum eða falsauglýsingum sérstaklega? Gyða segir okkur rétt vera að sjá nasaþef af því hversu góð tæknin er orðin í að búa til fals allskonar. Fjölmiðlafólk og áhrifavaldar eru sérstaklega útsettir. Hvernig mun okkur reiða af að greina falsfréttir og falsauglýsingar í framtíðinni? Vísir/Anton Brink Einelti, perrar og skemmtilegar þrautir Það eru fáar konur í tækni og enn færri í hjakkarabransanum. Hjá Defend Iceland starfa til dæmis 170 hjakkarar en aðeins örfáar konur. Þegar Gyða útskrifaðist úr tölvunarfræðinni í HR voru strákarnir 60 talsins en stelpurnar þrjár. Gyða er fædd 1985 en foreldrar hennar eru Kristín Halla Marinósdóttir, hjúkrunarfræðinur á bráðamóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss. Faðir hennar er Bjarki Bragason sem starfaði lengi í útlánum í Landsbankanum en er nú kominn á eftirlaun. Gyða á tvö yngri systkini; Helgu sem starfar hjá Vinnueftirlitinu og Rúnar sem er tölvunarfræðingur. Gyða lýsir sér sem grallara og miklum pælara þegar hún var lítil. En það er sárt til þess að vita að fyrsta minningin sem kemur samt upp í hugann þegar hún ræðir æskuna er einelti. „Ég er bullandi lesblind og var greind með ADHD í fyrra. Ég er líka svo laus-tára að það var auðvelt að stríða mér. Þegar skólaferðalög voru, bað ég oft um að sleppa ferðunum en vera frekar ein í skólanum.“ Umræða um einelti var mun skemur á veg komin þegar þetta var. „Mamma barðist mikið í þessum málum en ekkert gekk og ástandið skánaði ekkert fyrr en ég var orðin svona fjórtán ára. Þá byrjaði ný stelpa í bekknum sem þekkti einelti en varð vinsæl og stoppaði því oft hlutina með því að segja setningar eins og: Æi, hættið þessu. þetta er svo barnalegt,“ segir Gyða og bætir við: „Við þetta jókst sjálfstraustið mitt og ég fór að hugsa hvernig ég gæti svarað fyrir mig. Sem varð til þess að krakkarnir fóru frekar að hlæja með mér, frekar en að mér. Þetta var kannski ekki heilbrigðasta leiðin en hún bjargaði mér.“ Gyða upplifði sig þó aldrei einmana. „Ég var hamingjusöm ein enda er það þannig að þegar maður er lagður í einelti þráir maður heitast að fá að vera í friði og er drull sama að eiga ekki vini. Alla vega var það þannig hjá mér.“ Í hverfinu heima voru líka aðrir krakkar en skólafélagarnir úti að leika; Fallin spýta og allt það sem fólk man eftir úr gamalli tíð. „Þegar ég var tíu ára fékk pabbi borðtölvu heim í gegnum vinnuna sem ég get alveg sagt þér að var sko sá mest spennandi hlutur í heimi. Með tölvunni fylgdu áskriftir af blöðum og með þeim áskriftum fylgdu stundum floppídískar með leikjum,“ segir Gyða og bætir við: „Stundum spiluðum við fjölskyldan saman. Sátum fyrir framan tölvuna og leystum þrautir og annað skemmtilegt. Að finnast gaman að leysa þrautir er reyndar eitt af því sem einkennir marga hjakkara; Því það að vinna sem hjakkari byggir í raun á því sama; Að leysa einhverja þraut. Annað einkenni er fólk sem hafði gaman af því sem börn að taka hluti í sundur og setja þá saman aftur. Ekki vegna þess að eitthvað væri bilað heldur bara til að sjá hvernig hlutirnir virkuðu.“ Tæknin hefur breyst mikið frá því að Gyða var barn. Að sama skapi meðvitund fólks um tæknina og hætturnar sem þar geta leynst. „Ég var á irc-inu“ nefnir Gyða sem dæmi. En fyrir þá sem vita ekki hvað irc-ið var má lýsa því sem með fyrstu einu af fyrstu samskiptamiðlunum sem Íslendingar kynntust. En Gyða segir bæði gott og slæmt fólk alltaf fljótt að tileinka sér nýja tækni. Og þar voru strax einhverjir karlar að reyna að afvegaleiða mann. Kannski einhver sem var 33 ára þannig að maður hugsaði sjálfur: Oj, bara gamall kall. En þegar maður benti á aldursmuninn var svarið kannski; Aldur er nú bara afstæður…“ Gyða fékk snemma áhuga á tækni og tölvum en hún segir eitt af því sem einkennir hjakkara er að þetta er fólk sem elskar að leysa þrautir, eins og hún elskaði þegar hún var lítil og gerir enn. Margir hjakkarar hafi líka stundað sem börn að rífa hluti í sundur og setja þá aftur saman; Einfaldlega til að sjá hvernig þeir virka. Bankahrun og búsáhaldarbylting Móðir Gyðu barðist hart fyrir því að Gyða fengi greiningu á lesblindunni. Sem loksins tókst undir það síðasta áður en hún útskrifaðist úr grunnskóla. Næst lá leiðin í Menntaskólann í Hamrahlíð, sem var eini framhaldsskólinn á þeim tíma sem bauð upp á sérstakan stuðning fyrir lesblinda. Gyða fór síðan í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 2008. Korter fyrir hrun. „Ég hafði fengið sumarvinnu við hugbúnaðarprófanir í Landsbankanum 2007 og réði mig síðan þangað eftir útskrift. Stuttu síðar hélt Geir Haarde Guð blessi ræðuna og allt það fór af stað. Ég var rekin en ráðin aftur þremur vikum síðar. Það var afar mismunandi að því staðið hvernig fólki var sagt upp. Hjá sumum hópum var einfaldlega bent á fólk og sagt: Þú, þú, þú og þú megið vera. Restin má fara heim.“ Í deild Gyðu var þetta þó ívið manneskjulegra og sest niður með hverjum og einum. Þegar búsáhaldabyltingin hófst var Gyða farin að vinna aftur í bankanum. „Við vorum að vinna í gamla símahúsinu, við hliðina á búsáhaldarbyltingunni. Sumir í vinnunni voru farnir að hamra á lyklaborðið í takt við trommurnar,“ segir Gyða og brosir: „En það komu alveg upp alvarlegri atvik. Til dæmis að mótmælendur væru að ryðjast inn í húsið og ógna starfsfólki. Ég man líka að eitt sinn var ég á bar að spjalla við ungan mann sem daðraði heilmikið við mig. Þar til ég sagðist vinna hjá Landsbankanum. Þá stóð hann upp og sagði: Það er ekki hægt að treysta bankafólki.“ Fallegt par: Gyða og Alptug Stormur. Þegar þau kynntust var Gyða loksins búin að uppgötva að hún væri eikynhneigð en það að vera eikynhneigð þýðir að fólk finnur fyrir lítilli eða engri kynferðislegri aðlöðun, en getur þó upplifað aðrar eins og rómantíska aðlöðun. Píndi sig í kynlíf Árið 2014 færði Gyða sig yfir til fyrirtækisins Akkuro, áður Five Degrees, en frá árinu þar til nýverið starfaði hún hjá Íslandsbanka. Einhverjir kannast eflaust við Gyðu vegna þess að árið 2017 steig hún fram á sjónarsviðið sem eikynhneigð. Fólk sem er eikynhneigt er fólk sem finnur fyrir lítilli eða engri kynferðislegri aðlöðun, en getur þó upplifað aðrar eins og rómantíska aðlöðun. Gyða á nefnilega kærasta og tvær stjúpdætur svo það sé sagt, en sambýlismaður hennar heitir Alptug Stormur. Reynum því að skilja þetta aðeins betur: Hvað er að vera eikynhneigður og hvers vegna skiptir sú skilgreining máli? „Orðið eikynhneigð var ekki einu sinni til á mínu tungumáli þegar ég var að átta mig á þessu fyrst,“ segir Gyða og útskýrir að á ensku er eikynhneigð Asexual. Að vera eikynhneigð kemur kynhvöt ekkert við. Heldur hvort fólk finni fyrir kynferðislegri aðlöðun gagnvart öðrum. Fólk getur verið að springa úr greddu og stundað sjálfsfróun á meðan aðrir stunda kynlíf til að losa um kynhvötina.“ Gyða hélt lengi að það væri eitthvað að sér. Enda mælti heimilislæknirinn með því að hún leitaði til geðlæknis. „Í mörg ár píndi ég mig til að stunda kynlíf. Sló mér upp og átti kærasta og gerði allt í kynlífi sem ég átti að gera. Því allt gengur út á að fólk vilji stunda kynlíf. Í breskum lögum er hjónaband ekki einu sinni gilt ef samræði hefur ekki átt sér stað; Það þarf typpi inn í píku til að gera það löglegt nema um sé að ræða lesbíur.“ Að halda að það sé eitthvað að sér er vond tilfinning. „Einu sinni var ég með kærasta þar sem það var nokkuð föst venja að við stunduðum kynlíf á mánudagskvöldum. Sem þýddi að ég var komin í kvíðakast á föstudegi.“ Í mörg ár píndi Gyða sig í kynlíf. Því hún hélt að það væri eitthvað að sér. Meira að segja heimilislæknirinn mælti með að hún hitti geðlækni. Gyða segir eikynhneigð ekki koma kynhvöt neitt við. Fólk geti verið að drepast úr greddu og stundað sjálfsfróun á meðan aðrir stunda kynlíf til að losa um kynhvötina. Það sem varð að Aha-mómenti Gyðu var fundur sem hún fór á hjá Samtökunum ´78 þar sem var verið að segja frá Asexuality, því íslenska orðið var ekki til þá. „Sumir velta fyrir sér hvers vegna það skiptir máli að segja að maður sé eikynhneigður. En það er aukaatriði því það eina sem skiptir máli er að þetta er orð og skilgreining sem skiptir mig máli,“ segir Gyða með áherslu á orðið MIG. „Það að vera með skilgreiningu á einhverju og að eiga til orð á sinni eigin tungu yfir skilgreininguna þýðir líka að skilgreiningin er samþykkt og ekki í plati.“ En hvernig tókstu þessa umræðu við Alptug þegar þið fóruð að draga ykkur saman? „Það var ekkert mál því ég tók þetta mjög skilmerkilega fram á Tinder og skýrði vel út í hverju eikynhneigð fælist,“ segir Gyða og brosir. „Ég var reyndar ekkert að leita af sambandi þegar við kynntumst en hann hefur lýst því þannig að þegar við hittumst fyrst hafi hann bara strax hugsað: Já, þetta er sú sem ég er að leita að.“ Gyða segir sumt fólk þó ekki skilja hvernig eikynhneigt fólk getur átt sitt parsamband eða hjónaband eins og annað fólk. „Það eru enn alltaf einhverjir sem segja: Ef þið stundið ekki kynlíf sem par, þá eruð þið bara vinir en ekki par,“ segir Gyða og útskýrir hversu hættulegt það getur þó verið að ætla sér að steypa allt fólk í sama farið: Að ákveða fyrir aðra hvað er norm og hvað ekki. „Við munum öll þessar sögur um þegar hommar og lesbíur voru send í búðir eða meðferðir til að afhomma eða aflesbíuvæða fólk. Þetta er enn í gangi með eikynhneigt fólk, sem er jafnvel sett á lyf. Því normið telst það að allir vilji kynlíf. Sem er ekki rétt því sumt fólk vill það ekki." Síðustu átta árin hefur Gyða verið í fjöllistahópnum Dömur og herrar. Sem varð til fljótlega eftir að Margrét Erla Maack fór að kenna í Kramhúsinu, þar á meðal búrlesk. Hópurinn hefur komið víða fram; í Reykjavík, á Akureyri og í Bretlandi. Gyða ljómar í frásögninni um hópinn en segir þetta fyrst og fremst dýrt hobbí. Dömur og herrar Aftur að töffaranum í Gyðu. Sem talar mjög kjarnyrt mál. Því ég held að fólk og fyrirtæki verði bara oft að heyra hlutina eins og þeir eru. Að segja að þeir séu í fokking rugli þýðir ekki að mæta með því að segja: Svona segjum við ekki hér. Því ef allt er í fokking rugli þá þarf að díla við það, ekki sykurhúða það til að draga úr gildi þess.“ Gyða segir líka mikilvægt að fjölga kvenhjökkurum. Hún sé sjálf alltaf að reyna að tala fyrir því. „Það er margt sem konur átta sig frekar á en karlmenn. Til dæmis alls konar hlutir sem fela í sér einhvers konar misnotkun eða ofbeldi á netinu.“ Að konur séu svona miklu fámennari í faginu er ekki gott. „Oft er til dæmis tekið minna mark á okkur einfaldlega vegna þess að við erum ekki með typpi.“ Gyða segir að þrátt fyrir lesblinduna, hafi allt í sambandi við tæknina alltaf átt vel við hana. Enda sé námið og fagið fyrst og fremst verklegt og henni hafi líka alltaf gengið vel í stærðfræði og tengdum greinum. Fyrir utan vinnu hefur dágóður tími farið í félagsstarfið Ásar á Íslandi, sem er hinsegin félagið sem Gyða stofnaði í kringum eikynhneigða. En hún er líka meðlimur í Dömur og herrar og hefur verið það í átta ár. Fjöllistahópi sem varð til fljótlega eftir að Margrét Erla Maack fór að kenna í Kramhúsinu, þar á meðal búrlesk. Gyða ljómar í frásögnum af hópnum. Sem hún segir afar skemmtilegan þótt hann komi ekki oft fram. Enda geti það verið kostnaðarsamt að leigja svið og fleira til að halda sýningu. Hópurinn hafi þó komið fram viða; Í Tjarnabíó og á Gauknum svo eitthvað sé nefnt úr Reykjavík, á Akureyri og meira að segja í Bretlandi. „Við þénum auðvitað ekkert á þessum sýningum, kannski rétt náum upp í kostnað fyrir hljóðmann eða smá upp í búninga. Þetta er dýrt hobbí,“ segir Gyða og brosir. Gyða segir stöðuna í dag vera líka því að við séum öll á gulu ljósi og þurfum því að fara varlega. Ekki eigi að taka neinu sem gefnu, ekki heldur Chatgpt sem hún kallar ekki gervigreind því hún segir að þessi tækni sé ekki ,,greind" heldur frábært tól að nýta. Án þess þó að taka öllu sem Chatgpt segir sem gefnu.Vísir/Anton Brink Erum á gulu ljósi Fyrir utan vinnuna er daglega lífið í nokkuð föstum skorðum. Stjúpdæturnar búa hjá henni og Alptug viku og viku og framundan er uppbygging á nýja fyrirtækinu Nerdet. Sem einfaldlega þýðir: Nördakvenndi eins og segir á vefsíðunni. Því Gyða er meðvituð um hversu mikla reynslu hún býr nú þegar yfir sem hjakkari og öryggissérfræðingur. Í heimi þar sem tæknin þróast hratt, glæpir jafnvel hraðar og sá tími er framundan að nánast allt muni breytast. Ekki síst nú þegar allir eru að velta sér upp úr Chat GPT. Sem Gyða vill ekki tala um sem gervigreind. „Nei ég segi ekki AI um Chatgpt, heldur bara Chatgpt því Chatgpt er ekki „greind,““ útskýrir Gyða. „Þetta er frábært tól. En við verðum að nota rökhugsunina okkar en ekki gleypa öllu hráu því þetta er ekki ,,greind.“ Oft minni ég fólk á það sem við lærðum snemma um til dæmis Wikipedia. Að treysta ekki á þær upplýsingar sem áræðanlegar heimildir. En Wikipedia er samt frábært tól,“ segir Gyða og bætir við: Það sama gildir um Chatgpt. Þetta er eins og frábært gúggl. En við vitum ekki alltaf hvaða hagsmunir búa að baki. Núna styttist til dæmis í kosningar um ESB. Eru einhverjir þarna úti sem hafa hagsmuni af því að reyna að hafa áhrif á það sem Chatgpt birtir?“ Þannig séu öryggismálin ekki aðeins mál sem snúi að fólki eða fyrirtækjum, heldur líka öryggi fyrir almenning og samfélög. Þar sem við þurfum öll í raun að meta stöðuna eins og við séum á gulu ljósi. „Fólk er samt sem betur fer orðið miklu meðvitaðra í dag um hvað er svindl og hvað ekki. Maður tekur bara eftir því á Facebook. Það sama má segja um lögregluna sem er dugleg að vara fólk við alls konar,“ segir Gyða en bætir við: „Það er óþarfi að vera hrædd við stafræna heiminn en mikilvægt að vera gagnrýnin og varkár. Svipað og við gerum heima hjá okkur, þar sem við setjum upp reykskynjara til að tryggja öryggi en ekki vegna þess að við erum hrædd. Sama gildir um stafræna heiminn. Þar getum við aukið á öryggi með tvíþættri auðkenningu eða með því að kynna okkur nýjustu árásaraðferðirnar sem til dæmis lögreglan deilir oft upplýsingar um á samfélagsmiðlum og fleira.“
Tækni Starfsframi Nýsköpun Tengdar fréttir „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04 „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ „Það má ekki vera tabú að segja frá,“ segir Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður hjá LEX í samtali um netöryggismál. 27. febrúar 2025 07:03 Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira „Ég hef alveg mætt í fyrirtæki, kallaður út á laugardegi. Þar sem bíða mín 50 starfsmenn og mér réttur tússpenni og tafla og fólk spyr: Hvað eigum við að gera?" segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Keystrike. 26. febrúar 2025 07:01 Á mannamáli: „Ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn“ „Ég heyri stundum þarna úti: Nei ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn,“ segir Anton Egilsson forstjóri Syndis. 28. ágúst 2024 07:01 Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02 Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
„Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. 15. maí 2025 07:04
„Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ „Það má ekki vera tabú að segja frá,“ segir Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður hjá LEX í samtali um netöryggismál. 27. febrúar 2025 07:03
Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira „Ég hef alveg mætt í fyrirtæki, kallaður út á laugardegi. Þar sem bíða mín 50 starfsmenn og mér réttur tússpenni og tafla og fólk spyr: Hvað eigum við að gera?" segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Keystrike. 26. febrúar 2025 07:01
Á mannamáli: „Ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn“ „Ég heyri stundum þarna úti: Nei ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn,“ segir Anton Egilsson forstjóri Syndis. 28. ágúst 2024 07:01
Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 8. janúar 2025 07:02
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent