Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. maí 2025 07:03 Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægi Íslands allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Um þetta er einfaldlega hægt að fræðast á vef sambandsins. Þetta yrði sætið okkar við borðið. Fullyrðingar um að staðan innan Evrópusambandsins sé sambærileg við til dæmis NATO eða EFTA í þessum efnum, eins og fram komu í grein á Vísi á dögunum eftir Grím Grímsson, þingmann Viðreisnar, standast enga skoðun. Þannig eru ákvarðanir bæði á vettvangi NATO og EFTA teknar með einróma samþykki sem heyrir hins vegar í dag til algerra undantekninga innan sambandsins en var eitt sinn reglan. Allajafna er það svo að ríki sitja við sama borð þegar alþjóða- og milliríkjasamstarf er annars vegar. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð stærð. Sú er hins vegar almennt ekki raunin innan Evrópusambandsins. Mörg dæmi eru enda um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum í ráðherraráði Evrópusambandsins og það jafnvel þegar mikilvæg hagsmunamál þeirra hafa verið annars vegar. Mjög lýsandi dæmi er þegar sambandið ákvað um árið að beita Færeyjar, hluta danska konungdæmisins, refsiaðgerðum vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu og Danir neyddust til þess að taka þátt í þeim. Eða þegar Írar, ein mesta makrílveiðiþjóð Evrópusambandsins, beittu sér gegn samþykkt samnings við Færeyjar um makrílveiðar sem fór í bága við hagsmuni þeirra en urðu undir í ráðinu. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýzkaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við dagblaðið Irish Examiner í kjölfar undirritunar samningsins. Írar eru um 5,4 milljónir. Meira en 13 sinnum fleiri en við Íslendingar. Hversu lítill fiskur yrðum við innan sambandsins? Hér er ekki um metnaðarleysi fyrir hönd okkar Íslendinga að ræða sem er stundum viðkvæðið í röðum Evrópusambandssinna í rökþrotinu sem þeir lenda í þegar einfaldlega er bent á það hvernig kaupin gerast á eyrinni innan Evrópusambandsins og þær reglur sem gilda þar á bæ um möguleika einstakra ríkja til þess að hafa áhrif þegar ákvarðanir eru teknar. Nokkuð sem þeir ættu að vera ágætlega meðvitaðir um. Ólíkt þeim tel ég okkur þvert á móti fullfær um það að stjórna okkar eigin málum áfram utan sambandsins en rök þeirra fyrir inngöngu í það eru einmitt gjarnan þau að við séum of lítil og fámenn til þess. Hitt er annað mál að um er að ræða mjög eðlilega þróun innan Evrópusambandsins í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan þess allt frá upphafi. Grímur minntist í grein sinni á Schuman-ávarpið frá 1950 sem markar upphaf samrunans innan sambandsins en gat þess ekki að þar kemur einmitt fram að lokamarkmiðið sé evrópskt sambandsríki. Innan sambandsríkja er jú velþekkt að íbúafjöldi ráði vægi einstakra ríkja eins og í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikilvægur hluti umræðunnar um Evrópusambandið er vitanlega ekki sízt hver þróunin hefur verið innan sambandsins til þessa og hvert hún stefnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægi Íslands allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Um þetta er einfaldlega hægt að fræðast á vef sambandsins. Þetta yrði sætið okkar við borðið. Fullyrðingar um að staðan innan Evrópusambandsins sé sambærileg við til dæmis NATO eða EFTA í þessum efnum, eins og fram komu í grein á Vísi á dögunum eftir Grím Grímsson, þingmann Viðreisnar, standast enga skoðun. Þannig eru ákvarðanir bæði á vettvangi NATO og EFTA teknar með einróma samþykki sem heyrir hins vegar í dag til algerra undantekninga innan sambandsins en var eitt sinn reglan. Allajafna er það svo að ríki sitja við sama borð þegar alþjóða- og milliríkjasamstarf er annars vegar. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð stærð. Sú er hins vegar almennt ekki raunin innan Evrópusambandsins. Mörg dæmi eru enda um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum í ráðherraráði Evrópusambandsins og það jafnvel þegar mikilvæg hagsmunamál þeirra hafa verið annars vegar. Mjög lýsandi dæmi er þegar sambandið ákvað um árið að beita Færeyjar, hluta danska konungdæmisins, refsiaðgerðum vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu og Danir neyddust til þess að taka þátt í þeim. Eða þegar Írar, ein mesta makrílveiðiþjóð Evrópusambandsins, beittu sér gegn samþykkt samnings við Færeyjar um makrílveiðar sem fór í bága við hagsmuni þeirra en urðu undir í ráðinu. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýzkaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við dagblaðið Irish Examiner í kjölfar undirritunar samningsins. Írar eru um 5,4 milljónir. Meira en 13 sinnum fleiri en við Íslendingar. Hversu lítill fiskur yrðum við innan sambandsins? Hér er ekki um metnaðarleysi fyrir hönd okkar Íslendinga að ræða sem er stundum viðkvæðið í röðum Evrópusambandssinna í rökþrotinu sem þeir lenda í þegar einfaldlega er bent á það hvernig kaupin gerast á eyrinni innan Evrópusambandsins og þær reglur sem gilda þar á bæ um möguleika einstakra ríkja til þess að hafa áhrif þegar ákvarðanir eru teknar. Nokkuð sem þeir ættu að vera ágætlega meðvitaðir um. Ólíkt þeim tel ég okkur þvert á móti fullfær um það að stjórna okkar eigin málum áfram utan sambandsins en rök þeirra fyrir inngöngu í það eru einmitt gjarnan þau að við séum of lítil og fámenn til þess. Hitt er annað mál að um er að ræða mjög eðlilega þróun innan Evrópusambandsins í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan þess allt frá upphafi. Grímur minntist í grein sinni á Schuman-ávarpið frá 1950 sem markar upphaf samrunans innan sambandsins en gat þess ekki að þar kemur einmitt fram að lokamarkmiðið sé evrópskt sambandsríki. Innan sambandsríkja er jú velþekkt að íbúafjöldi ráði vægi einstakra ríkja eins og í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikilvægur hluti umræðunnar um Evrópusambandið er vitanlega ekki sízt hver þróunin hefur verið innan sambandsins til þessa og hvert hún stefnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun