Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2025 23:46 Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna á fundi í Istanbúl í Tyrklandi í dag. AP/Utanríkisráðuneyti Tyrklands Viðræðum úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl lauk eftir aðeins tveggja tíma fund. Rússar eru sagðir hafa lagt fram óásættanlegar kröfur. Á næstu dögum munu ríkin skiptast á stærstu fangaskiptum frá 2022. Fundurinn var sá fyrsti í þrjú ár þar sem fulltrúar Rússa og Úkraínumanna mætast. Segja má að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, fór fyrir sendinefnd sinni en einn ráðgjafa Rússlandsforseta, Vladimir Medinsky, fór fyrir rússnesku sendinefndinni. Utanríkisráðherra Tyrklands stýrði fundinum. „Það er mikilvægt að þessi fundur leggi grunninn að fundi leiðtoganna. Við trúum því að það sé mögulegt að ná friði með uppbyggilegum skilningi og samningum,“ sagði Hakan Fidan utanríkisráðherra Tyrklands við upphaf fundarins. Samkvæmt heimildamönnum Reuters varð fljótt ljóst að gjáin milli sendinefnda sé mjög breið. Kröfur Rússa hafi verið þess eðlis að ekki kæmi til greina að ræða þær af neinni alvöru. Rússar eru meðal annars sagðir hafa krafist þess að Úkraínumenn létu eftir fjögur af héruðum landsins, sem Rússar vilja hertaka. Fyrr væri ekki hægt að koma á vopnahléi. „Síðustu klukkutímar hafa sýnt að Rússar vilja ekki vopnahlé og að ef það verður ekki aukinn þrýstingur frá Evrópu og Bandaríkjunum um að ná þeirri niðurstöðu þá gerist það ekki sjálfkrafa,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti, að loknum fundinum, en hann var ásamt öðrum Evrópuleiðtogum á fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Albaníu. Sendinefndirnar ákváðu þó að gera fangaskipti á næstu dögum. Þúsund rússneskir stríðsfangar fyrir þúsund úkraínska. Báðar hliðar eru reiðubúnar að halda samtalinu áfram og vilja Úkraínumenn að leiðtogar ríkjanna fundi, sem Rússar hafa nú til skoðunar. „Við samþykktum að hvor aðili setji fram hugmyndir sínar um hugsanlegt vopnahlé og skili ýtarlegum tillögum skriflega. Þegar þessar hugmyndir hafa verið settar fram teljum við viðeigandi, um það vorum við sammála, að halda samninga- viðræðunum áfram,“ sagði Vladimír Medinsky, formaður Rússnesku sendinefndarinnar. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Fundurinn var sá fyrsti í þrjú ár þar sem fulltrúar Rússa og Úkraínumanna mætast. Segja má að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, fór fyrir sendinefnd sinni en einn ráðgjafa Rússlandsforseta, Vladimir Medinsky, fór fyrir rússnesku sendinefndinni. Utanríkisráðherra Tyrklands stýrði fundinum. „Það er mikilvægt að þessi fundur leggi grunninn að fundi leiðtoganna. Við trúum því að það sé mögulegt að ná friði með uppbyggilegum skilningi og samningum,“ sagði Hakan Fidan utanríkisráðherra Tyrklands við upphaf fundarins. Samkvæmt heimildamönnum Reuters varð fljótt ljóst að gjáin milli sendinefnda sé mjög breið. Kröfur Rússa hafi verið þess eðlis að ekki kæmi til greina að ræða þær af neinni alvöru. Rússar eru meðal annars sagðir hafa krafist þess að Úkraínumenn létu eftir fjögur af héruðum landsins, sem Rússar vilja hertaka. Fyrr væri ekki hægt að koma á vopnahléi. „Síðustu klukkutímar hafa sýnt að Rússar vilja ekki vopnahlé og að ef það verður ekki aukinn þrýstingur frá Evrópu og Bandaríkjunum um að ná þeirri niðurstöðu þá gerist það ekki sjálfkrafa,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti, að loknum fundinum, en hann var ásamt öðrum Evrópuleiðtogum á fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Albaníu. Sendinefndirnar ákváðu þó að gera fangaskipti á næstu dögum. Þúsund rússneskir stríðsfangar fyrir þúsund úkraínska. Báðar hliðar eru reiðubúnar að halda samtalinu áfram og vilja Úkraínumenn að leiðtogar ríkjanna fundi, sem Rússar hafa nú til skoðunar. „Við samþykktum að hvor aðili setji fram hugmyndir sínar um hugsanlegt vopnahlé og skili ýtarlegum tillögum skriflega. Þegar þessar hugmyndir hafa verið settar fram teljum við viðeigandi, um það vorum við sammála, að halda samninga- viðræðunum áfram,“ sagði Vladimír Medinsky, formaður Rússnesku sendinefndarinnar.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42
„Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45
Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42