Lífið

Berg­lind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jón Geir og Berglind eru í hjólagír á Tene.
Jón Geir og Berglind eru í hjólagír á Tene.

Sjónvarpskonan vinsæla Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind festival, og Jón Geir Friðbjörnsson, verkefnastjóri hjá Byko og hjólreiðakappi, njóta lífsins í sólinni á Tenerife um þessar mundir.

Bæði deila skemmtilegum myndum úr ferðalaginu á Instagram. Þar má sjá þau hjóla um paradísareyjuna fögru, gera vel við sig í mat og drykk, og slaka á í sólinni við sundlaugarbakkann.

Berglind og Jón Geir hafa verið að slá sér upp undanfarið og virðist lífið leika við þau, eins og myndirnar úr ferðalaginu gefa glöggt til kynna.

Berglind hefur slegið í gegn undanfarin ár með innslögum sínum í Vikunni á föstudagskvöldum á RÚV. Innslögin eru af ólíkum toga en óhætt að segja að Berglind nálgist umfjöllunarefni sitt með húmorinn að leiðarljósi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.