Innlent

Kölluð út vegna slags­mála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í fyrrakvöld eða nótt tilkynnt um slagsmál fyrir utan fjölbýlishús í Reykjavík. Þar var einn einstaklingur á vettvangi í annarlegu ástandi sem er sagður hafa lítið vilja ræða við lögreglu um hin meintu slagsmál.

Seinna um kvöldið eða nóttina var aftur tilkynn um þennan sama mann sem var að berja og öskra á sameign hússins.

„Hann ör og óútreiknanlegur og ekki í ástandi til að vera meðal almennings,“ segir í dagbókinni og því hafi hann verið vistaður í klefa.

Atvikið átti sér stað í umdæmdi lögreglustöðvar 1, sem sér um löggæslu í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi.

Í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sér um Hafnarfjörð og Garðabæ, var tilkynnt um dökkan reyk frá nýbyggingu grunnskóla. Fram kemur að einn drengur úr hópi sex unglingsdrengja hefði kveikt eldinn. Þeir hefðu þó slökkt eldinn áður en viðbraðgsaðilar mættu á vettvang. Þó segir í dagbókinni að sjáanlegt tjón hafi verið eftir brunann.

Foreldrar alla drengjanna ásamt skólastjóra og húsverði voru fengnir á staðinn vegna málsins.

Í Kópavogi var tilkynnt um slys á ærslabelg. Hinn slasaði fann til eymsla í hálsi og var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×