Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar 16. maí 2025 07:30 Þegar stórt er spurt Undirrituð er óðum að munstra sig í hlutverk sitt á háttvirtu Alþingi okkar Íslendinga. Ég kem inn í annað sinn sem varaþingmaður fyrir minn góða flokk, Flokk fólksins. Nú þegar líður að sumarfríi þá taka þingmál að dragast á langinn. Þetta er eitthvað sem að jafnaði fylgir þessum tíma árs. Að þessu sinni er ástæða þess sú að þingmenn stjórnarandstöðunnar telja nauðsynlegt að gaumgæfa hvert mál í þaula. Það er ekkert nýtt að stjórnarandstaða beiti málþófi en fyrr má nú fyrrvera. Sjálfsagður stuðningur við Grindvíkinga – tafinn í sex klukkustundir Til umfjöllunar í þinginu var nú á dögunum afar einfalt og yfirvegað frumvarp frá ríkisstjórninni, í aðeins þremur stuttum greinum þar sem kveðið er á um áframhaldandi og alveg sjálfsagðan stuðning við Grindvíkinga. Þar er lögð til framlenging á stuðningi við Grindvíkinga með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Í stuttu máli: í stað ártalsins 2024, kemur ártalið 2025. Það er það eina sem frumvarpið felur í sér. Allir þingmenn Alþingis, bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, lýstu yfir fullum stuðningi við málið og undirstrikuðu mikilvægi þess að tryggja að frumvarpið yrði afgreitt fyrir þinglok. Þrátt fyrir þessa samstöðu hjá þingmönnum um þessa eins árs framlengingu var tekin sú ákvörðun af hálfu stjórnarandstöðunnar að ræða þetta augljóslega sjálfsagða mál í næstum sex klukkustundir, með umræðum sem oft fóru langt út fyrir efnið sjálft. Réttur til umræðu en hvar liggja mörkin? Það þarf ekki að deila um það að stjórnarandstaðan hefur fullan rétt til að nýta sinn tíma í þingsal og fjalla um mál með þeim hætti sem hún kýs þó auðvitað í samræmi við þingsköp Alþingis. Það er lögmætt lýðræðislegt tæki og getur verið hluti af pólitískri baráttu og viðleitni til að ná samkomulagi við ríkisstjórn um önnur mál. En þegar umræða um svo einfalt og óumdeilt mál, sem allir eru sammála um, tekur lungann úr deginum, má velta fyrir sér hvort um sé að ræða heilindi eða taktík. Hverju þjónar slík töf? Og á kostnað hvaða mála? Þjóðin bíður eftir niðurstöðum og lausnum í margvíslegum málum. Að tefja vinnslu einfaldra mála dregur úr trausti almennings á þinginu sem heild og veikir trúverðugleika þess. Virðing, ábyrgð og hlutverk okkar allra Ég hef skilning á því að núverandi stjórnarandstaða þurfi að fóta sig í nýju hlutverki. Það hefur, með fullri virðingu sagt, verið nokkuð langt síðan þau sátu þarna megin við borðið síðast. Það því miður bæði heyrist og sést. Framíköll eru tíð, hljóðbær hávaði í hliðarsölum, og margir virðast eiga erfitt með að halda sig innan ræðutíma. Virðulegur forseti þingsins þarf því ítrekað að hamra í bjölluna í tilraun til að þagga niður í þeim, eins og óþekkum bekk. Ég vil beina orðum mínum til okkar allra sem sitjum á þingi en sérstaklega til stjórnarandstöðunnar: Við eigum að bera virðingu fyrir Alþingi og þeim 63 sætum sem við sitjum í fyrir hönd þjóðarinnar. Vinkona mín sagði það hafa verið vitundarvakningu fyrir sig, varðandi mikilvægi þessa starfs, þegar kjósandi kom að máli við hana, eftir að hún náði kjöri sem þingmaður í fyrsta sinn: „Þjóðin telur nú næstum því 400.000 manns. Þú ert ein af þeim 63 sem kosin eru af þjóðinni, inn á Alþingi allra Íslendinga. Þú mátt sannarlega vera stolt, en sýndu ávallt auðmýkt, heiðarleika og síðast en ekki síst, berðu ævinlega virðingu fyrir okkur kjósendum. Þú ert kosin af fólkinu í landinu, þér ber heilög skylda til að vinna þingstarf þitt af heilindum.“ Í ljós þess sem hér að ofan er skrifað varpa ég eftirfarandi hugleiðingu minni út í kosmóið og til lesenda: Eru vinnubrögð háttvirtar stjórnarandstöðu á þessu vorþingi, samnefnari fyrir virðingu, auðmýkt, heiðarleika og heilindi? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar stórt er spurt Undirrituð er óðum að munstra sig í hlutverk sitt á háttvirtu Alþingi okkar Íslendinga. Ég kem inn í annað sinn sem varaþingmaður fyrir minn góða flokk, Flokk fólksins. Nú þegar líður að sumarfríi þá taka þingmál að dragast á langinn. Þetta er eitthvað sem að jafnaði fylgir þessum tíma árs. Að þessu sinni er ástæða þess sú að þingmenn stjórnarandstöðunnar telja nauðsynlegt að gaumgæfa hvert mál í þaula. Það er ekkert nýtt að stjórnarandstaða beiti málþófi en fyrr má nú fyrrvera. Sjálfsagður stuðningur við Grindvíkinga – tafinn í sex klukkustundir Til umfjöllunar í þinginu var nú á dögunum afar einfalt og yfirvegað frumvarp frá ríkisstjórninni, í aðeins þremur stuttum greinum þar sem kveðið er á um áframhaldandi og alveg sjálfsagðan stuðning við Grindvíkinga. Þar er lögð til framlenging á stuðningi við Grindvíkinga með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Í stuttu máli: í stað ártalsins 2024, kemur ártalið 2025. Það er það eina sem frumvarpið felur í sér. Allir þingmenn Alþingis, bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, lýstu yfir fullum stuðningi við málið og undirstrikuðu mikilvægi þess að tryggja að frumvarpið yrði afgreitt fyrir þinglok. Þrátt fyrir þessa samstöðu hjá þingmönnum um þessa eins árs framlengingu var tekin sú ákvörðun af hálfu stjórnarandstöðunnar að ræða þetta augljóslega sjálfsagða mál í næstum sex klukkustundir, með umræðum sem oft fóru langt út fyrir efnið sjálft. Réttur til umræðu en hvar liggja mörkin? Það þarf ekki að deila um það að stjórnarandstaðan hefur fullan rétt til að nýta sinn tíma í þingsal og fjalla um mál með þeim hætti sem hún kýs þó auðvitað í samræmi við þingsköp Alþingis. Það er lögmætt lýðræðislegt tæki og getur verið hluti af pólitískri baráttu og viðleitni til að ná samkomulagi við ríkisstjórn um önnur mál. En þegar umræða um svo einfalt og óumdeilt mál, sem allir eru sammála um, tekur lungann úr deginum, má velta fyrir sér hvort um sé að ræða heilindi eða taktík. Hverju þjónar slík töf? Og á kostnað hvaða mála? Þjóðin bíður eftir niðurstöðum og lausnum í margvíslegum málum. Að tefja vinnslu einfaldra mála dregur úr trausti almennings á þinginu sem heild og veikir trúverðugleika þess. Virðing, ábyrgð og hlutverk okkar allra Ég hef skilning á því að núverandi stjórnarandstaða þurfi að fóta sig í nýju hlutverki. Það hefur, með fullri virðingu sagt, verið nokkuð langt síðan þau sátu þarna megin við borðið síðast. Það því miður bæði heyrist og sést. Framíköll eru tíð, hljóðbær hávaði í hliðarsölum, og margir virðast eiga erfitt með að halda sig innan ræðutíma. Virðulegur forseti þingsins þarf því ítrekað að hamra í bjölluna í tilraun til að þagga niður í þeim, eins og óþekkum bekk. Ég vil beina orðum mínum til okkar allra sem sitjum á þingi en sérstaklega til stjórnarandstöðunnar: Við eigum að bera virðingu fyrir Alþingi og þeim 63 sætum sem við sitjum í fyrir hönd þjóðarinnar. Vinkona mín sagði það hafa verið vitundarvakningu fyrir sig, varðandi mikilvægi þessa starfs, þegar kjósandi kom að máli við hana, eftir að hún náði kjöri sem þingmaður í fyrsta sinn: „Þjóðin telur nú næstum því 400.000 manns. Þú ert ein af þeim 63 sem kosin eru af þjóðinni, inn á Alþingi allra Íslendinga. Þú mátt sannarlega vera stolt, en sýndu ávallt auðmýkt, heiðarleika og síðast en ekki síst, berðu ævinlega virðingu fyrir okkur kjósendum. Þú ert kosin af fólkinu í landinu, þér ber heilög skylda til að vinna þingstarf þitt af heilindum.“ Í ljós þess sem hér að ofan er skrifað varpa ég eftirfarandi hugleiðingu minni út í kosmóið og til lesenda: Eru vinnubrögð háttvirtar stjórnarandstöðu á þessu vorþingi, samnefnari fyrir virðingu, auðmýkt, heiðarleika og heilindi? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun