Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. maí 2025 22:24 „Ef Pútín mætir ekki og reynir að spila einhverja leiki er það enn ein sönnunin á því að hann vill ekki ljúka þessu stríði,“ sagði Volodímír Selenskí á þriðjudag eftir að hann skoraði á Pútín að mæta á fund sinn í Istanbul. EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti er ekki á leið til Tyrklands á fund Volodímír Selenskí en hinn síðarnefndi bauð honum til friðarviðræðna í eigin persónu í Instanbul á morgun. Kreml staðfesti þetta fyrr í kvöld en Rússar verða engu að síður með fulltrúa á fundinum. Vladímír Medinsky aðstoðarmaður Pútín og fyrrverandi menningarráðherra Rússlands fer fyrir hans hönd til Istanbul á morgun á fund Selenskí. Sjá einnig: Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Skömmu eftir að tilkynnt var að Pútín yrði ekki viðstaddur viðræðurnar staðfesti bandarískur embættismaður við Guardian að Trump kæmi heldur ekki til Istanbul. Trump hafði áður sagst ætla að vera viðstaddur ef Pútín yrði það líka. Boð Selenskí um að eiga persónulegan fund um hugsanlegan friðarsamning taldist djarft af hans hálfu. Margt er enn óljóst varðandi efni og form fundarins. Selenskí er sem stendur á leið til Ankara, þar sem hann á bókaðan fund með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands á morgun, samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmönnum hans. Medinsky, fulltrúi Rússa á fundinum, tók þátt í friðarfundi ríkjanna tveggja í mars 2022 en þær viðræður báru ekki árangur. Skilyrðin sem sendimenn Rússa lögðu fram á þeim fundi taldi Úkraínustjórn af of frá, en í þeim fólust meðal annars niðurskurð í Úkraínuher og bann við enduruppbyggingu með hjálp vestrænna þjóða. Með Medinsky í Istanbul verða fulltrúar varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra og fulltrúi rússnesku leyniþjónustunnar. Athygli vekur að tveir hæst settu sendifulltrúar Rússlandsstjórnar, Yuri Ushakov og Sergei Lavrov, eru ekki á leið til Istanbul. Þeir hafa samkvæmt umfjöllun Guardian tekið virkan þátt í friðarviðræðum Rússa og Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu. Guardian hefur eftir heimildum að Steve Witkoff sendifulltrúi Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna verði í Istanbul á föstudaginn, degi eftir að viðræður eiga að hefjast. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46 Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32 Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Kreml staðfesti þetta fyrr í kvöld en Rússar verða engu að síður með fulltrúa á fundinum. Vladímír Medinsky aðstoðarmaður Pútín og fyrrverandi menningarráðherra Rússlands fer fyrir hans hönd til Istanbul á morgun á fund Selenskí. Sjá einnig: Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Skömmu eftir að tilkynnt var að Pútín yrði ekki viðstaddur viðræðurnar staðfesti bandarískur embættismaður við Guardian að Trump kæmi heldur ekki til Istanbul. Trump hafði áður sagst ætla að vera viðstaddur ef Pútín yrði það líka. Boð Selenskí um að eiga persónulegan fund um hugsanlegan friðarsamning taldist djarft af hans hálfu. Margt er enn óljóst varðandi efni og form fundarins. Selenskí er sem stendur á leið til Ankara, þar sem hann á bókaðan fund með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands á morgun, samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmönnum hans. Medinsky, fulltrúi Rússa á fundinum, tók þátt í friðarfundi ríkjanna tveggja í mars 2022 en þær viðræður báru ekki árangur. Skilyrðin sem sendimenn Rússa lögðu fram á þeim fundi taldi Úkraínustjórn af of frá, en í þeim fólust meðal annars niðurskurð í Úkraínuher og bann við enduruppbyggingu með hjálp vestrænna þjóða. Með Medinsky í Istanbul verða fulltrúar varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra og fulltrúi rússnesku leyniþjónustunnar. Athygli vekur að tveir hæst settu sendifulltrúar Rússlandsstjórnar, Yuri Ushakov og Sergei Lavrov, eru ekki á leið til Istanbul. Þeir hafa samkvæmt umfjöllun Guardian tekið virkan þátt í friðarviðræðum Rússa og Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu. Guardian hefur eftir heimildum að Steve Witkoff sendifulltrúi Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna verði í Istanbul á föstudaginn, degi eftir að viðræður eiga að hefjast.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46 Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32 Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46
Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32
Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna