Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Bjarki Sigurðsson skrifar 14. maí 2025 21:09 Tékkinn Adonxs gæti þurft að bæta sig fyrir seinni undankeppni Eurovision á morgun, en hann hefur fallið verulega í veðbönkum. Getty/Jens Büttner Miklar sviptingar urðu í veðbönkum eftir dómararennsli í seinni undankeppni Eurovision í kvöld. Ísrael er nú spáð sigri í riðlinum og fimm ríki eru talin berjast um síðasta lausa sætið í úrslitunum. Veðbankar ná sjaldnast að spá rétt fyrir um öll tíu löndin sem komast áfram í úrslitin á undankvöldum Eurovision. Þeir gefa þó ágætis mynd á hvernig landið liggur í þessum málum. Í gær komust tvö ríki áfram sem spáð var að myndu sitja eftir, Ísland og Portúgal. Eftir sátu Kýpur og Belgía sem voru talin eiga greiða leið í úrslitin. Belgíu var meira að segja um tíma spáð sigri í keppninni. Til að bæta gráu ofan á svart hjá belgíska söngvaranum, þá átti hann afmæli í gær. Þetta var sögulegur undanriðill því aldrei hafa veðbankar haft jafn rangt fyrir sér og þegar kom að Portúgal. Þegar öll atriði höfðu stigið á svið var Portúgal sagt eiga fjórtán prósent líkur á að komast áfram. Aldrei nokkurn tímann hefur ríki verið talið eiga jafn litlar líkur á að komast áfram, og komist svo í úrslitin. Það kom mörgum á óvart að portúgalska atriðið hafi komist áfram í gær, þar á meðal fréttamanni. Getty/Harold Cunningham Á morgun fer svo seinni undanriðillinn fram og þar er spennan talin enn meiri en var í gær. Þrjú ríki fljúga í gegn, það eru Ísrael, Austurríki og Finnland. Eftir dómararennslið í kvöld er Ísrael talið sigra riðilinn, þó svo að Austurríki sé enn sagt sigurstranglegra á lokakvöldinu. Malta, Ástralía og Litáen ættu einnig að fara þægilega í gegnum þetta, en Tékkland hefur fallið verulega. Hann er þó ekki kominn á hættusvæði, en það er enn sólarhringur til stefnu og margt gæti breyst. Hin maltneska Miriana Conte hefur fallið lítillega í veðbönkum en ætti þó að fara auðveldlega inn í úrslitin.Getty/Jens Büttner Þar fyrir neðan koma Grikkland og Lúxemborg, en sú lúxemborgska er á ágætis flugi, og er mjög vinsæl meðal blaðamanna hér í Basel. Svo er það spennan, því búið er að nefna níu atriði, og sjö eftir í pottinum. Lettland, Serbía og Írland eru sögð ansi jöfn, en serbneska atriðið hefur fallið niður veðbanka síðustu daga og er í frjálsu falli líkt og Tékkinn. Lettinn hefur styrkt stöðu sína verulega eftir rennslið og er talið líklegra til að komast áfram en hin tvö. Hin norska Emmy keppir fyrir hönd Íra í ár.Getty/Jens Büttner Armenar og Danir eru svo skörinni neðar, með svipaðar líkur og Ísland var talið eiga í gær. Danir eiga því enn séns á að komast í úrslit Eurovision í fyrsta sinn síðan árið 2019. Georgía og Svartfjallaland reka svo lestina og komist annað þeirra áfram myndi það slá met Portúgalanna sem ég nefndi hér fyrr í fréttinni. Fréttastofa verður með beina vakt frá þessu seinna undankvöldi hér á Vísi annað kvöld. Eurovision Sviss Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Sjá meira
Veðbankar ná sjaldnast að spá rétt fyrir um öll tíu löndin sem komast áfram í úrslitin á undankvöldum Eurovision. Þeir gefa þó ágætis mynd á hvernig landið liggur í þessum málum. Í gær komust tvö ríki áfram sem spáð var að myndu sitja eftir, Ísland og Portúgal. Eftir sátu Kýpur og Belgía sem voru talin eiga greiða leið í úrslitin. Belgíu var meira að segja um tíma spáð sigri í keppninni. Til að bæta gráu ofan á svart hjá belgíska söngvaranum, þá átti hann afmæli í gær. Þetta var sögulegur undanriðill því aldrei hafa veðbankar haft jafn rangt fyrir sér og þegar kom að Portúgal. Þegar öll atriði höfðu stigið á svið var Portúgal sagt eiga fjórtán prósent líkur á að komast áfram. Aldrei nokkurn tímann hefur ríki verið talið eiga jafn litlar líkur á að komast áfram, og komist svo í úrslitin. Það kom mörgum á óvart að portúgalska atriðið hafi komist áfram í gær, þar á meðal fréttamanni. Getty/Harold Cunningham Á morgun fer svo seinni undanriðillinn fram og þar er spennan talin enn meiri en var í gær. Þrjú ríki fljúga í gegn, það eru Ísrael, Austurríki og Finnland. Eftir dómararennslið í kvöld er Ísrael talið sigra riðilinn, þó svo að Austurríki sé enn sagt sigurstranglegra á lokakvöldinu. Malta, Ástralía og Litáen ættu einnig að fara þægilega í gegnum þetta, en Tékkland hefur fallið verulega. Hann er þó ekki kominn á hættusvæði, en það er enn sólarhringur til stefnu og margt gæti breyst. Hin maltneska Miriana Conte hefur fallið lítillega í veðbönkum en ætti þó að fara auðveldlega inn í úrslitin.Getty/Jens Büttner Þar fyrir neðan koma Grikkland og Lúxemborg, en sú lúxemborgska er á ágætis flugi, og er mjög vinsæl meðal blaðamanna hér í Basel. Svo er það spennan, því búið er að nefna níu atriði, og sjö eftir í pottinum. Lettland, Serbía og Írland eru sögð ansi jöfn, en serbneska atriðið hefur fallið niður veðbanka síðustu daga og er í frjálsu falli líkt og Tékkinn. Lettinn hefur styrkt stöðu sína verulega eftir rennslið og er talið líklegra til að komast áfram en hin tvö. Hin norska Emmy keppir fyrir hönd Íra í ár.Getty/Jens Büttner Armenar og Danir eru svo skörinni neðar, með svipaðar líkur og Ísland var talið eiga í gær. Danir eiga því enn séns á að komast í úrslit Eurovision í fyrsta sinn síðan árið 2019. Georgía og Svartfjallaland reka svo lestina og komist annað þeirra áfram myndi það slá met Portúgalanna sem ég nefndi hér fyrr í fréttinni. Fréttastofa verður með beina vakt frá þessu seinna undankvöldi hér á Vísi annað kvöld.
Eurovision Sviss Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Sjá meira