Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. maí 2025 18:17 Bílar af þessari gerð eru sjaldséðir hér á landi. Facebook Bleikum bíl af tegundinni Porsche var stolið úr Mosfellsdal í nótt. Eiganda þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu skuli hafa verið stolið. Hann fékk upplýsingar um að þjófurinn hafi rúntað á bílnum um borgina í dag en bíllinn komst í leitirnar fyrr í kvöld. Fannar Þór Þórhallsson eigandi bílsins var spurður af vinnufélaga sínum í morgun hver væri að rúnta um á bílnum hans og svarað á þann veg að vinnufélaginn væri líklega að ruglast, bíllinn væri inni í skúr í Mosfellsdal. Vinnufélaginn hafi þá lýst bílnum í smáatriðum og þá runnið á Fannar tvær grímur. „Ég hringi í frænda minn sem er með mér í skúrnum og spyr hvort hann hafi tekið bílinn, en hann segir nei. Þá bruna ég upp eftir og sé að það eru spólför á malarplaninu fyrir utan og búið að skemma bílskúrshurðina,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Við reiðstíg í Almannadal Fannari þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu hafi orðið fyrir vali þjófsins. Hann tilkynnti stuldinn til lögreglunnar, sem tók málið til rannsóknar að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar frá deginum í dag. Sjálfur lagðist hann í rannsóknarvinnu en hann var staðráðinn í að komast á snoðir um hvar bíllinn væri niður kominn. „Það er hálfur heimurinn að leita að honum,“ sagði Fannar þegar fréttastofa náði tali af honum síðdegis. Hann segist hafa fengið upplýsingar um bílinn á Vesturlandsvegi og í Norðlingaholti í dag. „Það er eins og hann sé bara á rúntinum,“ sagði Fannar um þjófinn. Í þeim töluðu orðum sem blaðamaður ræddi við hann barst honum mynd af bílnum frá einum leitanda og gat ekki talað lengur. Uppfært 20:30: Myndin virðist hafa borið árangur en bíllinn er kominn í leitirnar að sögn Fannars. Hann segir í samtali við fréttastofu að bíllinn hafi fundist í Almannadal, þar sem honum hefði verið lagt utan reiðstígs og læst. „Ég á fullt af gömlum Porsce-um og átti einhvern nógu slitinn lykil sem ég gat tekið bílinn með.“ Fannar segir næsta mál á dagskrá að góma þjófinn eða þjófana, sem tók bæði bílinn og fleira í bílskúrnum, auk þess að hafa skemmt bílskúrshurðina. „En það er ánægjulegt að vera kominn með bílinn aftur, það er gott fyrsta skref.“ Bílar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Fannar Þór Þórhallsson eigandi bílsins var spurður af vinnufélaga sínum í morgun hver væri að rúnta um á bílnum hans og svarað á þann veg að vinnufélaginn væri líklega að ruglast, bíllinn væri inni í skúr í Mosfellsdal. Vinnufélaginn hafi þá lýst bílnum í smáatriðum og þá runnið á Fannar tvær grímur. „Ég hringi í frænda minn sem er með mér í skúrnum og spyr hvort hann hafi tekið bílinn, en hann segir nei. Þá bruna ég upp eftir og sé að það eru spólför á malarplaninu fyrir utan og búið að skemma bílskúrshurðina,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Við reiðstíg í Almannadal Fannari þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu hafi orðið fyrir vali þjófsins. Hann tilkynnti stuldinn til lögreglunnar, sem tók málið til rannsóknar að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar frá deginum í dag. Sjálfur lagðist hann í rannsóknarvinnu en hann var staðráðinn í að komast á snoðir um hvar bíllinn væri niður kominn. „Það er hálfur heimurinn að leita að honum,“ sagði Fannar þegar fréttastofa náði tali af honum síðdegis. Hann segist hafa fengið upplýsingar um bílinn á Vesturlandsvegi og í Norðlingaholti í dag. „Það er eins og hann sé bara á rúntinum,“ sagði Fannar um þjófinn. Í þeim töluðu orðum sem blaðamaður ræddi við hann barst honum mynd af bílnum frá einum leitanda og gat ekki talað lengur. Uppfært 20:30: Myndin virðist hafa borið árangur en bíllinn er kominn í leitirnar að sögn Fannars. Hann segir í samtali við fréttastofu að bíllinn hafi fundist í Almannadal, þar sem honum hefði verið lagt utan reiðstígs og læst. „Ég á fullt af gömlum Porsce-um og átti einhvern nógu slitinn lykil sem ég gat tekið bílinn með.“ Fannar segir næsta mál á dagskrá að góma þjófinn eða þjófana, sem tók bæði bílinn og fleira í bílskúrnum, auk þess að hafa skemmt bílskúrshurðina. „En það er ánægjulegt að vera kominn með bílinn aftur, það er gott fyrsta skref.“
Bílar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira