Innlent

„Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að stjórnvöld reyni að stemma stigu við notkun ungmenna á nikótínpúðum.
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að stjórnvöld reyni að stemma stigu við notkun ungmenna á nikótínpúðum. Vísir/samsett

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, beindi spjótum sínum að nikótínpúðum undir liðnum störf þingsins í dag. Notkun slíkra nikótínpúða hefur aukist til muna hin síðustu ár.

„Í dag nota tæplega 40% karla á aldrinum 18-34 ára nota nikótínpúða púða sem auka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Hlutfallið hjá konum er í kringum 20%. Enn alvarlegra er að vikulega leita 3-4 börn á bráðamóttöku vegna nikótíneitrunar. Börnum sem fæðast í fráhvörfum eftir nikótínneyslu móður á meðgöngu hefur líka fjölgað,“ sagði Halla Hrund.

Hún gagnrýndi markaðssetningu nikótínpúðanna og setti „hinn glaðlynda Sven“ í samhengi við þekktar auglýsingapersónur á borð við Klóa og kókómjólk og Gotta sem hvetur til neyslu á ostum.

„Svo er það glaðlegi ljóshærði gæinn sem birtist og er að taka yfir hvert hverfið á fætur öðru? Hvaða góðverk skyldi hann vinna? Jú hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla.“

Halla leggur til að stjórnvöld bregðist við aukinni notkun á nikótínpúðum með því að klára vinnu við að móta ný heildarlög um tóbaksvarnir sem Willum Þór Þórsson fyrrverandi heilbrigðisráðherra hóf en náði ekki í gegn vegna skyndilegra þingkosninga.


Tengdar fréttir

Nikó­tín­púðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi

Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×