Innlent

Til­kynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Viðbúið er að lögregla fari fram á gæsluvarðhald yfir föðurnum síðdegis í dag. Það þarf að gera innan sólarhrings frá handtöku.
Viðbúið er að lögregla fari fram á gæsluvarðhald yfir föðurnum síðdegis í dag. Það þarf að gera innan sólarhrings frá handtöku. Vísir/Vilhelm

Lögreglumenn mættu á vettvang í miðborg Reykjavíkur þegar tilkynnt var um reiðhjólaþjófnað. Tilkynnandinn er hins vegar grunaður um líkamsárás gegn þeim sem átti að hafa stolið hjólinu.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag að málið hafi verið leyst með aðkomu forráðamanna og barnaverndar.

Í miðborginni var einnig tilkynnt um einstakling sem festist hafði í tré. Hann var snarlega losaður úr trénu með aðstoð slökkviliðs.

Lögreglumenn á lögreglustöð 2 sem sinnir verkefnum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi handtóku mann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var sviptur ökuréttindum en hann hafði í fórum sínum ætluð fíkniefni og hníf. HAnn laug til um nafn sitt og framvísaði fölsuðum skilríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×