Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 13. maí 2025 14:01 Íslandsbanki hefur á undanförnum árum skilað stöðugum og myndarlegum hagnaði: 2021: 23,7 milljarðar. 2022: 24,5 milljarðar. 2023: 24,6 milljarðar. 2024: 24,2 milljarðar. (Heimild: Íslandsbanki, ársreikningar 2021–2024) Ef ríkið hefði haldið í allan bankann hefði þessi hagnaður runnið beint í ríkissjóð og nýst til að styrkja velferðarkerfið, menntun og innviði samfélagsins. Í stað þess ákvað ríkið að selja 57,5% hlut í bankanum í tveimur áföngum: Júní 2021: 35% hlutur seldur í almennu útboði fyrir 79 krónur á hlut, samtals 55,3 milljarðar króna. Mars 2022: 22,5% hlutur seldur í lokuðu útboði til fagfjárfesta fyrir 117 krónur á hlut, samtals 52,7 milljarðar króna. (Heimild: Ríkisendurskoðun, skýrsla um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, 2022) Samtals fékk ríkið 108 milljarða króna fyrir sölurnar. Ef við berum þetta saman við árlegan hagnað bankans, sem er um 24 milljarðar króna, þá hefði ríkið fengið þessa upphæð til baka á innan við fimm árum. Eftir það hefði hagnaðurinn runnið beint í ríkissjóð – ár eftir ár. Þrátt fyrir þetta halda sumir stjórnmálamenn því fram að eignarhald ríkisins á bankanum sé „íþyngjandi“. En hversu íþyngjandi er það að eiga eign sem skilar tugum milljarða króna í hagnað á hverju ári? Í stað þess að nýta þessa arðbæru eign til að styrkja samfélagið, var hún seld til einkaaðila sem hirða nú arðinn – arður sem er fenginn úr verðmætum sem vinnandi fólk skapar í samfélaginu, dag eftir dag. Ábyrgð og forgangsröðun Fjármálahrunið var eitt mesta áfall sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum á síðari árum. Um 10.000 fjölskyldur misstu heimili sín, líf fólks um allt land hrundi, og það var almenningur sem stóð uppi með reikninginn. Ríkið – við öll – björguðum bönkunum með skattfé. En þeir sem báru raunverulega ábyrgð á hruninu, margir hverjir með glæpsamlegu athæfi, eru enn í dag moldríkir og hafa aldrei borið raunverulega ábyrgð á því sem þeir gerðu. Almennir skattgreiðendur tóku á sig fallið – en arðurinn er nú afhentur einkaaðilum. Bankinn var endurreistur með almannafé og auðvitað á almenningur að njóta arðsins sem bankinn skilar. Þess vegna er fyrir mér ótrúlegt að enginn þingmaður greiddi gegn því þegar ákveðið var að selja restina af bankanum núna síðasta fimmtudag. Ekki einn einasti. Þingið samþykkti að halda áfram að losa sig við tekjulind sem skilar tugum milljarða í hagnað – á sama tíma og velferðarkerfið glímir við fjárskort og innviðir landsins hafa verið alvarlega vanræktir. Setjum þetta í samhengi við veiðigjöldin. Ef ríkisstjórninni tekst að „hækka“ veiðigjöldin (lesist: stöðva skipulagt svindl stórútgerðanna þar sem þau selja sjálfum sér fisk langt undir markaðsverði) skilar það að mesta lagi 8 til 10 milljörðum. Flokkar sem segjast vilja reisa velferðina við verða líka að svara því hvernig þeir ætla að fjármagna hana. Að afhenda ofurarðbæra banka til einkaaðila – og afsala sér þannig stöðugum tekjum til samfélagsins – er ekki ábyrg leið. Það er ekki réttlætanlegt. Og það rýfur tengslin á milli þeirra sem vinna vinnuna og þeirra sem uppskera. Andverðaleikasamfélag. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við samfélag þar sem sameiginlegar eignir eru nýttar til hagsbóta fyrir alla – eða samfélag þar sem arðurinn af sameiginlegum verðmætum rennur í vasa fárra auðmanna sem lifa á striti annarra? Salan á Íslandsbanka er hluti af stærri mynd. Hún er áminning um hversu stutt er síðan við gleymdum hver borgaði brúsann – og hvers vegna við verðum að standa vörð um það sem við eigum saman. Höfundur er forseti ROÐA - félag ungra sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Salan á Íslandsbanka Karl Héðinn Kristjánsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Íslandsbanki hefur á undanförnum árum skilað stöðugum og myndarlegum hagnaði: 2021: 23,7 milljarðar. 2022: 24,5 milljarðar. 2023: 24,6 milljarðar. 2024: 24,2 milljarðar. (Heimild: Íslandsbanki, ársreikningar 2021–2024) Ef ríkið hefði haldið í allan bankann hefði þessi hagnaður runnið beint í ríkissjóð og nýst til að styrkja velferðarkerfið, menntun og innviði samfélagsins. Í stað þess ákvað ríkið að selja 57,5% hlut í bankanum í tveimur áföngum: Júní 2021: 35% hlutur seldur í almennu útboði fyrir 79 krónur á hlut, samtals 55,3 milljarðar króna. Mars 2022: 22,5% hlutur seldur í lokuðu útboði til fagfjárfesta fyrir 117 krónur á hlut, samtals 52,7 milljarðar króna. (Heimild: Ríkisendurskoðun, skýrsla um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, 2022) Samtals fékk ríkið 108 milljarða króna fyrir sölurnar. Ef við berum þetta saman við árlegan hagnað bankans, sem er um 24 milljarðar króna, þá hefði ríkið fengið þessa upphæð til baka á innan við fimm árum. Eftir það hefði hagnaðurinn runnið beint í ríkissjóð – ár eftir ár. Þrátt fyrir þetta halda sumir stjórnmálamenn því fram að eignarhald ríkisins á bankanum sé „íþyngjandi“. En hversu íþyngjandi er það að eiga eign sem skilar tugum milljarða króna í hagnað á hverju ári? Í stað þess að nýta þessa arðbæru eign til að styrkja samfélagið, var hún seld til einkaaðila sem hirða nú arðinn – arður sem er fenginn úr verðmætum sem vinnandi fólk skapar í samfélaginu, dag eftir dag. Ábyrgð og forgangsröðun Fjármálahrunið var eitt mesta áfall sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum á síðari árum. Um 10.000 fjölskyldur misstu heimili sín, líf fólks um allt land hrundi, og það var almenningur sem stóð uppi með reikninginn. Ríkið – við öll – björguðum bönkunum með skattfé. En þeir sem báru raunverulega ábyrgð á hruninu, margir hverjir með glæpsamlegu athæfi, eru enn í dag moldríkir og hafa aldrei borið raunverulega ábyrgð á því sem þeir gerðu. Almennir skattgreiðendur tóku á sig fallið – en arðurinn er nú afhentur einkaaðilum. Bankinn var endurreistur með almannafé og auðvitað á almenningur að njóta arðsins sem bankinn skilar. Þess vegna er fyrir mér ótrúlegt að enginn þingmaður greiddi gegn því þegar ákveðið var að selja restina af bankanum núna síðasta fimmtudag. Ekki einn einasti. Þingið samþykkti að halda áfram að losa sig við tekjulind sem skilar tugum milljarða í hagnað – á sama tíma og velferðarkerfið glímir við fjárskort og innviðir landsins hafa verið alvarlega vanræktir. Setjum þetta í samhengi við veiðigjöldin. Ef ríkisstjórninni tekst að „hækka“ veiðigjöldin (lesist: stöðva skipulagt svindl stórútgerðanna þar sem þau selja sjálfum sér fisk langt undir markaðsverði) skilar það að mesta lagi 8 til 10 milljörðum. Flokkar sem segjast vilja reisa velferðina við verða líka að svara því hvernig þeir ætla að fjármagna hana. Að afhenda ofurarðbæra banka til einkaaðila – og afsala sér þannig stöðugum tekjum til samfélagsins – er ekki ábyrg leið. Það er ekki réttlætanlegt. Og það rýfur tengslin á milli þeirra sem vinna vinnuna og þeirra sem uppskera. Andverðaleikasamfélag. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við samfélag þar sem sameiginlegar eignir eru nýttar til hagsbóta fyrir alla – eða samfélag þar sem arðurinn af sameiginlegum verðmætum rennur í vasa fárra auðmanna sem lifa á striti annarra? Salan á Íslandsbanka er hluti af stærri mynd. Hún er áminning um hversu stutt er síðan við gleymdum hver borgaði brúsann – og hvers vegna við verðum að standa vörð um það sem við eigum saman. Höfundur er forseti ROÐA - félag ungra sósíalista.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun