Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2025 16:17 „Trump í Nuuk“. Sýn danska listamálarans Anders Kelstrup af Grænlandi undir stjórn Donalds Trump. Anders Kelstrup Málverk sem danskur listamaður málaði af því hvernig Nuuk gæti litið út ef Donald Trump nær að taka yfir Grænland hefur vakið mikla athygli. Eftirprentanir af myndinni voru til sölu í Nuuk á sama tíma og Friðrik Danakonungur heimsótti höfuðstað Grænlands fyrir tveimur vikum. Greinarhöfundur bandaríska stórblaðsins Wall Street Journal segir myndina dæmi um það hvernig yfirlýsingar Trumps hafa slegið til baka. Verkið heitir „Trump í Nuuk“. Listmálarinn er Anders Kelstrup og býr í bænum Holbæk á Sjálandi vestur af Kaupmannahöfn. Anders veitti fréttastofu góðfúslegt leyfi til að birta myndina og að vitna í heimasíðu hans þar sem hann lýsir verkinu. Listamaðurinn Anders Kelstrup.Aðsend Aðalfréttaritari The Wall Street Journal í utanríkismálum, Yaroslav Trofimov, vísar til myndarinnar um leið og hann fylgir ítarlegri grein sinni um Grænland úr hlaði með þeim orðum að þrýstingur Trumps á að innlima Grænland gangi illa. Trump ýti Grænlendingum nær Danmörku þrátt fyrir sjálfstæðisþrá þeirra og gremju í garð Dana. „Veggspjald sem var til sölu á staðnum sýndi skopmynd af lífinu á Grænlandi undir bandarískri stjórn. Það sýndi glænýjan Trump-turn í höfuðstaðnum Nuuk og vopnaða menn með rauðar MAGA-húfur sem keyrðu um á Tesla-bílum. Grænlendingarnir voru myndaðir á bak við gaddavír á verndarsvæði, þar sem ferðamenn voru rukkaðir um 200 dollara fyrir að heimsækja þá,“ segir fréttaritari Wall Street Journal. Listmálarinn Anders Kelstrup segir að nýleg yfirlýsing Donalds Trump um að Bandaríkin vilji taka yfir Grænland, og með vopnavaldi ef nauðsyn krefði, hafi verið innblástur að gerð myndarinnar. Hún horfi yfir Nuuk með fjallið Sermitsiaq handan fjarðar. „Málverkið sýnir nokkrar af merkustu byggingum bæjarins og minnisvarða. Trump sé þegar lentur á stóru, fallegu flugvélinni sinni. Hann hafi byggt háan Trump-turninn sinn undir starfsfólk sitt og hótel fyrir ferðamenn og diplómata,“ segir Anders Kelstrup í texta sínum. Trump-turninn og Frelsisstyttan gnæfa yfir Nuuk.Klippa úr mynd Anders Kelstrup „Gömlu styttunni af Hans Egede, dansk-norska prestinum sem kristnaði Grænland og gerði það að nýlendu Danmerkur á 18. öld, hefur verið skipt út fyrir meira viðeigandi „Frelsisstyttuna“ frá New York. Frumbyggjarnir „Inúítarnir“, hafi verið fluttir á þægilegt verndarsvæði fyrir „innfædda Inúíta“, rétt eins og gert var við „frumbyggja Ameríku“, indíána í Bandaríkjunum. Hægur leikur væri að koma á fót svipuðu verndarsvæði fyrir þá tæplega sextíu þúsund inúíta sem búa á Grænlandi. Grænlendingar eru hafðir til sýnis á afgirtu verndarsvæði frumbyggja. Vopnaðir Trump-liðar á Tesla-bílum með rauðar MAGA-húfur gæta þeirra.klippa úr mynd Anders Kelstrup Í friðlandinu geta inúítar lifað þægilega á tekjum af ferðamönnum sem flykkjast til að upplifa einstaka og frumstæða menningu þeirra, heillandi klæðaburð, sérstakt tungumál og frumstæða lífshætti í snjóhúsum, íglúum, eða jarðhúsum með torfþökum. Grænlendingar sem þjóna Trump hafa fengið fallegar rauðar MAGA-húfur, vopn í hendurnar og ókeypis Tesla-bíla. Þeir annast Inúíta á verndarsvæðinu. Hervætt Grænland með skriðdrekum, eldflaugum, flugvélum og þyrlum.klippa úr mynd Anders Kelstrup Allt svæðið er mjög hervætt með skriðdrekum, eldflaugum, flugvélum og þyrlum. Þetta er til að verja Grænland og ómetanleg auðæfi landsins með sjaldgæfum málmum fyrir hátækniiðnaðinn til að verjast árásum frá Kína eða Rússlandi. Og til að koma í veg fyrir að við í Danmörku reynum að endurheimta Grænland,“ segir Anders Kelstrup um verk sitt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2019 þegar Trump byrjaði að ágirnast Grænland á fyrra kjörtímabili sínu: Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Myndlist Tengdar fréttir Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“. 7. maí 2025 08:14 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Verkið heitir „Trump í Nuuk“. Listmálarinn er Anders Kelstrup og býr í bænum Holbæk á Sjálandi vestur af Kaupmannahöfn. Anders veitti fréttastofu góðfúslegt leyfi til að birta myndina og að vitna í heimasíðu hans þar sem hann lýsir verkinu. Listamaðurinn Anders Kelstrup.Aðsend Aðalfréttaritari The Wall Street Journal í utanríkismálum, Yaroslav Trofimov, vísar til myndarinnar um leið og hann fylgir ítarlegri grein sinni um Grænland úr hlaði með þeim orðum að þrýstingur Trumps á að innlima Grænland gangi illa. Trump ýti Grænlendingum nær Danmörku þrátt fyrir sjálfstæðisþrá þeirra og gremju í garð Dana. „Veggspjald sem var til sölu á staðnum sýndi skopmynd af lífinu á Grænlandi undir bandarískri stjórn. Það sýndi glænýjan Trump-turn í höfuðstaðnum Nuuk og vopnaða menn með rauðar MAGA-húfur sem keyrðu um á Tesla-bílum. Grænlendingarnir voru myndaðir á bak við gaddavír á verndarsvæði, þar sem ferðamenn voru rukkaðir um 200 dollara fyrir að heimsækja þá,“ segir fréttaritari Wall Street Journal. Listmálarinn Anders Kelstrup segir að nýleg yfirlýsing Donalds Trump um að Bandaríkin vilji taka yfir Grænland, og með vopnavaldi ef nauðsyn krefði, hafi verið innblástur að gerð myndarinnar. Hún horfi yfir Nuuk með fjallið Sermitsiaq handan fjarðar. „Málverkið sýnir nokkrar af merkustu byggingum bæjarins og minnisvarða. Trump sé þegar lentur á stóru, fallegu flugvélinni sinni. Hann hafi byggt háan Trump-turninn sinn undir starfsfólk sitt og hótel fyrir ferðamenn og diplómata,“ segir Anders Kelstrup í texta sínum. Trump-turninn og Frelsisstyttan gnæfa yfir Nuuk.Klippa úr mynd Anders Kelstrup „Gömlu styttunni af Hans Egede, dansk-norska prestinum sem kristnaði Grænland og gerði það að nýlendu Danmerkur á 18. öld, hefur verið skipt út fyrir meira viðeigandi „Frelsisstyttuna“ frá New York. Frumbyggjarnir „Inúítarnir“, hafi verið fluttir á þægilegt verndarsvæði fyrir „innfædda Inúíta“, rétt eins og gert var við „frumbyggja Ameríku“, indíána í Bandaríkjunum. Hægur leikur væri að koma á fót svipuðu verndarsvæði fyrir þá tæplega sextíu þúsund inúíta sem búa á Grænlandi. Grænlendingar eru hafðir til sýnis á afgirtu verndarsvæði frumbyggja. Vopnaðir Trump-liðar á Tesla-bílum með rauðar MAGA-húfur gæta þeirra.klippa úr mynd Anders Kelstrup Í friðlandinu geta inúítar lifað þægilega á tekjum af ferðamönnum sem flykkjast til að upplifa einstaka og frumstæða menningu þeirra, heillandi klæðaburð, sérstakt tungumál og frumstæða lífshætti í snjóhúsum, íglúum, eða jarðhúsum með torfþökum. Grænlendingar sem þjóna Trump hafa fengið fallegar rauðar MAGA-húfur, vopn í hendurnar og ókeypis Tesla-bíla. Þeir annast Inúíta á verndarsvæðinu. Hervætt Grænland með skriðdrekum, eldflaugum, flugvélum og þyrlum.klippa úr mynd Anders Kelstrup Allt svæðið er mjög hervætt með skriðdrekum, eldflaugum, flugvélum og þyrlum. Þetta er til að verja Grænland og ómetanleg auðæfi landsins með sjaldgæfum málmum fyrir hátækniiðnaðinn til að verjast árásum frá Kína eða Rússlandi. Og til að koma í veg fyrir að við í Danmörku reynum að endurheimta Grænland,“ segir Anders Kelstrup um verk sitt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2019 þegar Trump byrjaði að ágirnast Grænland á fyrra kjörtímabili sínu:
Grænland Bandaríkin Danmörk Donald Trump Myndlist Tengdar fréttir Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“. 7. maí 2025 08:14 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“. 7. maí 2025 08:14
„Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10