Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. maí 2025 16:21 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson. Vísir/Anton Brink Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sakar stjórnarandstöðuna um pólitískan leik með því að hafa látið sig hverfa af þingfundi áður en Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra mætti til að svara umræðum þeirra á laugardag. Hann segir það algilda venju að breytingartillögum um nefndarvísan sé frestað milli þingfunda. Daði segist hafa haft öðrum skyldum að gegna. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði á laugardag fram tillögu um að veiðigjaldafrumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Atkvæði verða greidd um tillöguna í dag. „Mjög góð mæting meirihluta“ á laugardaginn Í samtali við fréttamann á laugardaginn sagði Hildur vandræðalegt að Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson, hafi ekki getað sýnt þá virðingu að mæta á fundinn til að sitja fyrir svörum. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum gerði athugasemd við mætingarleysið í pontu í dag, bæði í umræðum um fundarstjórn og óundirbúnum fyrirspurnum. Hildur Sverrisdóttir sagði lágmarkskurteisi að ráðherrar mæti þegar mál sem undir þá heyra eru til umræðu. „Annað er með ólíkindum mikið virðingarleysi,“ sagði hún. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði mætingarleysið hafa lýst leiðinlegum hroka í garð þingsins að stjórnarþingmenn skuli ekki hafa mætt með þeim hætti að mönnun væri forsvaranleg. Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðuna um mætingarleysi stjórnarflokkanna ekki koma sér á óvart. „Þar sem er einhvern veginn reynt að láta liggja í ljósi að hér hafi ekki verið góð mæting meirihluta, hér var bara mjög góð mæting meirihluta á laugardaginn,“ sagði hann í umræðum um fundarstjórn forseta. Daði Már í húsi en á fundi Hann sagði það nánast algilda venju að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Þær upplýsingar hafi hann fengið frá þingfundaskrifstofu Alþingis. „Að reyna að stilla þessu einhvern veginn svona upp er einhvers konar pólitískur leikur sem mér þykir ekki... Ég ætla ekki að klára þá setningu.“ Þá vék hann aftur að mætingu Daða Más. „Svo er kallað eftir ráðherra og við fáum þær upplýsingar að hann sé á leiðinni. En svo þegar hann er réttókominn í hús þá draga allir stjórnarandstæðingarnir sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi áður en ráðherra kemur til að svara þeirra umræðu. Og þá er það gert sem pólitískur leikur að ráðherra hafi ekki mætt til leiks.“ Síðar í óundirbúnum fyrirspurnum sagðist Daði Már hafa haft öðrum skyldum að gegna, hann hafi verið á fundi í Smiðju meðan þingfundurinn fór fram á laugardaginn. „Ég er örlítið hrærður yfir áhuga þingsins á mér og mætingu minni. Og þykir mikil upphefð af því,“ sagði Daði Már. Hann hafi haft í hyggju að sækja fundinn í lok umræðunnar, sem reyndist styttri en gert var ráð fyrir. Vissulega sé óheppilegt að hann hafi ekki náð að mæta á laugardaginn. „Ég vil kannski koma því að að ég hef ávallt verið viðstaddur fyrstu umræður allra þeirra mála sem ég hef mælt fyrir í þinginu.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lagði á laugardag fram tillögu um að veiðigjaldafrumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar. Atkvæði verða greidd um tillöguna í dag. „Mjög góð mæting meirihluta“ á laugardaginn Í samtali við fréttamann á laugardaginn sagði Hildur vandræðalegt að Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson, hafi ekki getað sýnt þá virðingu að mæta á fundinn til að sitja fyrir svörum. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum gerði athugasemd við mætingarleysið í pontu í dag, bæði í umræðum um fundarstjórn og óundirbúnum fyrirspurnum. Hildur Sverrisdóttir sagði lágmarkskurteisi að ráðherrar mæti þegar mál sem undir þá heyra eru til umræðu. „Annað er með ólíkindum mikið virðingarleysi,“ sagði hún. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði mætingarleysið hafa lýst leiðinlegum hroka í garð þingsins að stjórnarþingmenn skuli ekki hafa mætt með þeim hætti að mönnun væri forsvaranleg. Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðuna um mætingarleysi stjórnarflokkanna ekki koma sér á óvart. „Þar sem er einhvern veginn reynt að láta liggja í ljósi að hér hafi ekki verið góð mæting meirihluta, hér var bara mjög góð mæting meirihluta á laugardaginn,“ sagði hann í umræðum um fundarstjórn forseta. Daði Már í húsi en á fundi Hann sagði það nánast algilda venju að atkvæðagreiðslum um nefndarvísan sé frestað að lokinni fyrstu umræðu. Þær upplýsingar hafi hann fengið frá þingfundaskrifstofu Alþingis. „Að reyna að stilla þessu einhvern veginn svona upp er einhvers konar pólitískur leikur sem mér þykir ekki... Ég ætla ekki að klára þá setningu.“ Þá vék hann aftur að mætingu Daða Más. „Svo er kallað eftir ráðherra og við fáum þær upplýsingar að hann sé á leiðinni. En svo þegar hann er réttókominn í hús þá draga allir stjórnarandstæðingarnir sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi áður en ráðherra kemur til að svara þeirra umræðu. Og þá er það gert sem pólitískur leikur að ráðherra hafi ekki mætt til leiks.“ Síðar í óundirbúnum fyrirspurnum sagðist Daði Már hafa haft öðrum skyldum að gegna, hann hafi verið á fundi í Smiðju meðan þingfundurinn fór fram á laugardaginn. „Ég er örlítið hrærður yfir áhuga þingsins á mér og mætingu minni. Og þykir mikil upphefð af því,“ sagði Daði Már. Hann hafi haft í hyggju að sækja fundinn í lok umræðunnar, sem reyndist styttri en gert var ráð fyrir. Vissulega sé óheppilegt að hann hafi ekki náð að mæta á laugardaginn. „Ég vil kannski koma því að að ég hef ávallt verið viðstaddur fyrstu umræður allra þeirra mála sem ég hef mælt fyrir í þinginu.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01 Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 10. maí 2025 19:01
Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. 10. maí 2025 15:44