Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2025 11:43 Menn kveiktu á flugeldum í Islamabad í Pakistan í gær til að fagna vopnahléinu. AP/Pervez Masih Vopnahlé milli Indlands og Pakistan virðist hafa haldið velli í nótt, þó ráðamenn ríkjanna hafi sakað hvorn annan um að brjóta gegn því. Nokkrum klukkustundum eftir að vopnahléið tók gildi í gær sökuðu Indverjar og Pakistanar hvorn annan um árásir. Vopnahléið var opinberað skyndilega í gær og náðist það með milligöngu Bandaríkjamanna. Það fylgdi umfangsmestu átökum á svæðinu í áratugi. Skömmu eftir það bárust fregnir af árásum yfir landamærin í Kasmír-héraði en þau eru löng og þar hefur skothríðin verið töluverð síðustu daga. Þessar árásir virðast þó hafa að mestu verið stöðvaðar í nótt og ekki hafa borist fregnir af áframhaldandi árásum í morgun, eins og fram kemur í frétt BBC. Hættan á átökum milli þessara erkifjenda sem báðir eiga kjarnorkuvopn er þó ekki yfirstaðin. Umfangsmeiri átök en áður Indland og Pakistan hafa háð þrjú stríð á undanförnum átta áratugum og þar að auki hefur margoft komið til minni átaka þeirra á milli. Á undanförnum árum hafa ríkin bæði gengið gegnum nokkra hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu og voru þessi átök umfangsmeiri en áður og árásir gerðar fjarri landamærum ríkjanna en áður. Í frétt New York Times segir að um tíma hafi hundruð dróna verið í loftinu yfir víglínunni í Kasmír í leit að veikleikum á vörnum beggja aðila. Átökin hófust að þessu sinni á mannskæðri hryðjuverkaárás Indlandsmegin í Kasmírhéraði en ráðamenn á Indlandi hafa lengi sakað Pakistana um að styðja við bakið á vígahópum á svæðinu. Bæði ríkin gera tilkall til Kasmír-héraðs og hafa deilt um héraðið frá stofnun Pakistans árið 1947. Tvö af þremur stríðum ríkjanna hafa verið um Kasmír og þar hafa oft blossað upp átök. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kínverjar stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Langflestir íbúar héraðsins eru múslimar. Kort af Kasmír og árásum Indverja á miðvikudagskvöldið. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði á Truth Social í nótt að hann væri stoltur af bæði Indverjum og Pakistönum, fyrir það að hafa samþykkt vopnahléið. Milljónir hefðu geta látið lífið í átökum milli ríkjanna. Hann sagðist tilbúinn til að vinna með leiðtogum beggja ríkja til að finna lausn á Kasmír-deilunni. Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Pakistan að möguleg lausn á deilunni verði að fela í sér stuðning við íbúa Kasmír og að þau fái að ákveða eigin framtíð. Deila enn um vatn Mikilvægur samningur ríkjanna á milli, um deilingu vatns úr Indusánni, er enn ekki í gildi en Indverjar hættu að framfylgja honum eftir hryðjuverkaárásina í Kasmír. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að viðræður um hann séu ekki yfirstandandi og segja Indverjar að ekki standi til að framfylgja honum á nýjan leik. Allar refsiaðgerðir sem gripið var til gegn Pakistan verði áfram í gildi. Aðstæður fyrir frekari átökum enn til staðar Indverjar hafa keypt hergögn af Bandaríkjunum og Vesturlöndum og Kínverjar hafa fengið mikið af hergögnum frá Kína á undanförnum árum. Ný hernaðartækni hefur haft áhrif á framkvæmd átaka á svæðinu. Að þessu sinni var til að mynda mikið notast við eldflaugar og dróna, sem ríkin hafa ekki gert áður auk þess sem notast var við nýjar herþotur, ný flugskeyti og loftvarnarkerfi. Hvorugt ríkið er þó með umfangsmikinn hergagnaiðnað og eru því samkvæmt sérfræðingum veik fyrir utanaðkomandi áhrifum. Þess vegna hafa slík áhrif oft spila stóra rullu í að binda enda á átök milli Indverja og Pakistana. Einn sérfræðingur segir í samtali við NYT að svo virðist sem báðir aðilar séu í raun jákvæðari fyrir átökum en áður. Báðum virðist mikilvægt að tryggja að hinum finnist hann ekki yfirhöndina. Bæði ríkin einkennast þar að auki að mikilli trúarlegri þjóðerniskennd og andúð gegn hinu ríkinu. Þjóðernissinnar hindúa fara með stjórnartaumana í Nýju Delí. Svipaða sögu er þar að auki að segja frá Pakistan, þar sem harðlínu herforingjar eru mjög valdamiklir og hryðjuverkahópar með horn í síðu Indverja starfa enn. Þessar aðstæður eru allar enn til staðar og jarðvegurinn fyrir áframhaldandi átök, þó þau hefjist ekki aftur í dag, frjór. Indland Pakistan Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Indverjar og Pakistanar hafa gert almennt vopnahlé sín á milli, með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum. Umfangsmikil átök ríkjanna hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði búa þau yfir kjarnorkuvopnum. 10. maí 2025 12:14 Átökin ná nýjum hæðum Árásir yfir landamæri Pakistan og Indlands virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi og í nótt. Ráðamenn í Pakistan gerðu árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í aðgerð sem fékk nafnið „Blýveggur“, lauslega þýtt. Indverjar svöruðu með eigin árásum og meðal annars á herstöð þar sem finna má höfuðstöðvar pakistanska hersins. 10. maí 2025 07:33 Stigmögnunin heldur áfram Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. 9. maí 2025 06:34 Stigmögnunin heldur áfram Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. 9. maí 2025 06:34 Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Yfirvöld í bæði Indlandi og Pakistan segjast hafa skotið niður dróna og jafnvel eldflaugar frá hinum aðilanum í gærkvöldi og í nótt. Indverjar segjast hafa gert árásir á loftvarnarkerfi í Pakistan eftir að drónar og eldflaugar, sem beint hafi verið að hernaðarskotmörkum í Indlandi hafi verið skotnir niður yfir Indlandi. 8. maí 2025 11:00 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Sjá meira
Vopnahléið var opinberað skyndilega í gær og náðist það með milligöngu Bandaríkjamanna. Það fylgdi umfangsmestu átökum á svæðinu í áratugi. Skömmu eftir það bárust fregnir af árásum yfir landamærin í Kasmír-héraði en þau eru löng og þar hefur skothríðin verið töluverð síðustu daga. Þessar árásir virðast þó hafa að mestu verið stöðvaðar í nótt og ekki hafa borist fregnir af áframhaldandi árásum í morgun, eins og fram kemur í frétt BBC. Hættan á átökum milli þessara erkifjenda sem báðir eiga kjarnorkuvopn er þó ekki yfirstaðin. Umfangsmeiri átök en áður Indland og Pakistan hafa háð þrjú stríð á undanförnum átta áratugum og þar að auki hefur margoft komið til minni átaka þeirra á milli. Á undanförnum árum hafa ríkin bæði gengið gegnum nokkra hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu og voru þessi átök umfangsmeiri en áður og árásir gerðar fjarri landamærum ríkjanna en áður. Í frétt New York Times segir að um tíma hafi hundruð dróna verið í loftinu yfir víglínunni í Kasmír í leit að veikleikum á vörnum beggja aðila. Átökin hófust að þessu sinni á mannskæðri hryðjuverkaárás Indlandsmegin í Kasmírhéraði en ráðamenn á Indlandi hafa lengi sakað Pakistana um að styðja við bakið á vígahópum á svæðinu. Bæði ríkin gera tilkall til Kasmír-héraðs og hafa deilt um héraðið frá stofnun Pakistans árið 1947. Tvö af þremur stríðum ríkjanna hafa verið um Kasmír og þar hafa oft blossað upp átök. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kínverjar stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Langflestir íbúar héraðsins eru múslimar. Kort af Kasmír og árásum Indverja á miðvikudagskvöldið. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði á Truth Social í nótt að hann væri stoltur af bæði Indverjum og Pakistönum, fyrir það að hafa samþykkt vopnahléið. Milljónir hefðu geta látið lífið í átökum milli ríkjanna. Hann sagðist tilbúinn til að vinna með leiðtogum beggja ríkja til að finna lausn á Kasmír-deilunni. Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Pakistan að möguleg lausn á deilunni verði að fela í sér stuðning við íbúa Kasmír og að þau fái að ákveða eigin framtíð. Deila enn um vatn Mikilvægur samningur ríkjanna á milli, um deilingu vatns úr Indusánni, er enn ekki í gildi en Indverjar hættu að framfylgja honum eftir hryðjuverkaárásina í Kasmír. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að viðræður um hann séu ekki yfirstandandi og segja Indverjar að ekki standi til að framfylgja honum á nýjan leik. Allar refsiaðgerðir sem gripið var til gegn Pakistan verði áfram í gildi. Aðstæður fyrir frekari átökum enn til staðar Indverjar hafa keypt hergögn af Bandaríkjunum og Vesturlöndum og Kínverjar hafa fengið mikið af hergögnum frá Kína á undanförnum árum. Ný hernaðartækni hefur haft áhrif á framkvæmd átaka á svæðinu. Að þessu sinni var til að mynda mikið notast við eldflaugar og dróna, sem ríkin hafa ekki gert áður auk þess sem notast var við nýjar herþotur, ný flugskeyti og loftvarnarkerfi. Hvorugt ríkið er þó með umfangsmikinn hergagnaiðnað og eru því samkvæmt sérfræðingum veik fyrir utanaðkomandi áhrifum. Þess vegna hafa slík áhrif oft spila stóra rullu í að binda enda á átök milli Indverja og Pakistana. Einn sérfræðingur segir í samtali við NYT að svo virðist sem báðir aðilar séu í raun jákvæðari fyrir átökum en áður. Báðum virðist mikilvægt að tryggja að hinum finnist hann ekki yfirhöndina. Bæði ríkin einkennast þar að auki að mikilli trúarlegri þjóðerniskennd og andúð gegn hinu ríkinu. Þjóðernissinnar hindúa fara með stjórnartaumana í Nýju Delí. Svipaða sögu er þar að auki að segja frá Pakistan, þar sem harðlínu herforingjar eru mjög valdamiklir og hryðjuverkahópar með horn í síðu Indverja starfa enn. Þessar aðstæður eru allar enn til staðar og jarðvegurinn fyrir áframhaldandi átök, þó þau hefjist ekki aftur í dag, frjór.
Indland Pakistan Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Indverjar og Pakistanar hafa gert almennt vopnahlé sín á milli, með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum. Umfangsmikil átök ríkjanna hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði búa þau yfir kjarnorkuvopnum. 10. maí 2025 12:14 Átökin ná nýjum hæðum Árásir yfir landamæri Pakistan og Indlands virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi og í nótt. Ráðamenn í Pakistan gerðu árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í aðgerð sem fékk nafnið „Blýveggur“, lauslega þýtt. Indverjar svöruðu með eigin árásum og meðal annars á herstöð þar sem finna má höfuðstöðvar pakistanska hersins. 10. maí 2025 07:33 Stigmögnunin heldur áfram Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. 9. maí 2025 06:34 Stigmögnunin heldur áfram Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. 9. maí 2025 06:34 Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Yfirvöld í bæði Indlandi og Pakistan segjast hafa skotið niður dróna og jafnvel eldflaugar frá hinum aðilanum í gærkvöldi og í nótt. Indverjar segjast hafa gert árásir á loftvarnarkerfi í Pakistan eftir að drónar og eldflaugar, sem beint hafi verið að hernaðarskotmörkum í Indlandi hafi verið skotnir niður yfir Indlandi. 8. maí 2025 11:00 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Sjá meira
Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Indverjar og Pakistanar hafa gert almennt vopnahlé sín á milli, með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum. Umfangsmikil átök ríkjanna hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði búa þau yfir kjarnorkuvopnum. 10. maí 2025 12:14
Átökin ná nýjum hæðum Árásir yfir landamæri Pakistan og Indlands virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi og í nótt. Ráðamenn í Pakistan gerðu árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í aðgerð sem fékk nafnið „Blýveggur“, lauslega þýtt. Indverjar svöruðu með eigin árásum og meðal annars á herstöð þar sem finna má höfuðstöðvar pakistanska hersins. 10. maí 2025 07:33
Stigmögnunin heldur áfram Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. 9. maí 2025 06:34
Stigmögnunin heldur áfram Indverjar og Pakistanar skiptast enn á skotum og er óttast að átökin séu að vinda upp á sig. Indverjar segja Pakistana hafa gert árásir yfir landamærin með drónum og stórskotaliði í gærkvöldi og í nótt. 9. maí 2025 06:34
Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Yfirvöld í bæði Indlandi og Pakistan segjast hafa skotið niður dróna og jafnvel eldflaugar frá hinum aðilanum í gærkvöldi og í nótt. Indverjar segjast hafa gert árásir á loftvarnarkerfi í Pakistan eftir að drónar og eldflaugar, sem beint hafi verið að hernaðarskotmörkum í Indlandi hafi verið skotnir niður yfir Indlandi. 8. maí 2025 11:00